Fara í efni

Sveitarstjórn

270. fundur 28. ágúst 2018 kl. 15:05 - 15:38 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1807015 - Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa. Málið verður nr.12 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 1808045 - Ósk um tímabundna lausn frá sveitarstjórnarstörfum. Málið verður nr.13 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Bára Tómasdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 269

1808003F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 2

1808004F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.
  • Fræðslunefnd - 2 Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um aukningu stöðuheimildar til 3. júní 2019."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 2 Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um skipan fulltrúa í fulltrúaráð FVA."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.14. fundur Landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar

1808030

14. fundur Landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu landbúnaðarnefndar um göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit á árinu 2018:

"Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2018

A. Leitarsvæði Núparéttar.
Fyrri leit er laugardaginn 8. september og seinni leit laugardaginn 22. september. Fyrri rétt er sunnudaginn 9. september kl. 13 en seinni rétt er laugardaginn 22. september þegar smölun lýkur.
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Magnús Ingi Hannesson.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

B. Leitarsvæði Reynisréttar. Fyrri leit er laugardaginn 22. sept og seinni leit laugardaginn 29. sept. Réttað er að smölun lokinni.
Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Ólafur Sigurgeirsson.
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson.

C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Fyrri leit er föstudaginn 7. og laugardaginn 8. september og seinni leit laugardaginn 29. september og sunnudaginn 30. september. Fyrri rétt er sunnudaginn 9. sept. kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 30. september þegar leit lýkur.
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Brynjólfur Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

Kaffiveitingar
Nefndin leggur til að sveitarstjórn sjái til þess að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar og salernisaðstaða að höfðu samráði við réttarstjóra."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.



4.Skessubrunnur- Rekstrarleyfi

1808025

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 14.08.2018. Skessubrunnur sækir um rekstrarleyfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Framtíð Hernámsseturs-bréf frá Guðjóni Sigmundssyni

1808024

Framtíð hernámssetursins-bréf frá Guðjóni Sigmundssyni
Sveitarstjórn vill þakka góðar móttökur og kynningu á safninu.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að fara í viðræður við Guðjón Sigumundsson um gerð nýs leigusamnings um húsnæði félagsheimilisins að Hlöðum. Það er mat sveitarstjórnar að gerð nýs samnings til lengri tíma styðji við möguleika Hernámssetursins til að vaxa og dafna og verða aukið aðdráttarafl fyrir ferðaþjónustu í sveitarfélaginu".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Kjör í eftirtaldar nefndir, ráð og stjórnir í samræmi við 40. gr. Samþykktar um stjórn Hvalfjarðarsveitar og í samræmi við samþykkt um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 495/2018.

1806022

Skipan fulltrúa í Kjörstjórn við alþingis-og sveitastjórnarkosningar og skipan fulltrúa fyrír sjálfseignarstofnunina Grundarteig.
Kjörstjórn aðalfulltrúar
Jóna Björg Kristinsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Helga Stefanía Magnúsdóttir

Varafulltrúar
Lilja Grétarsdóttir
Guðmundur Rúnar Vífilsson
Olga Magnúsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sjálfseignarstofnunin Grundarteigur
Tillaga Daníel Ottesen

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fyrirspurn frá Í lista-Lækkun fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði.

1808031

Lækkun fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði.
Björgvin Helgason lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:
"Skattprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í Hvalfjarðarsveit verður endurskoðuð við ákvörðun um álagningu gjalda við gerð fjárhagsáætlunar 2019-2022. Eins og lög og reglur þar um gera ráð fyrir. Stefnt er að því að lækka álögur á íbúðarhúsnæði í Hvalfjarðarsveit að teknu tilliti til fjárhagsstöðu sveitarfélagsins við gerð nýrrar fjárhagsáætlunar."

8.Fyrirspurn frá Í lista-Tómstundaávísanir barna og ungmenna.

1808032

Tómstundaávísanir barna og ungmenna.
Björgvin Helgason lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar vegna fyrirspurnar Í listans um hækkun tómstundaávísanna:

"Fjölskyldu- og frístundanefnd mun halda fund á morgun, þann 29. ágúst. Á dagskrá þess fundar er endurskoðun á íþróttastyrktarsjóði þar sem nefndin mun fjalla um upphæð tómstundastyrks, sem og endurskoðun reglnanna í heild."

Björgvin Helgason lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar vegna fyrirspurnar fulltrúa Í listans um eflingu frístundastarfs íbúa:

"Meirihluti sveitarstjórnar hefur áhuga á að styðja við og efla frístundastarf íbúa í Hvalfjarðarsveit. Bygging nýs íþróttahúss hefur jákvæð áhrif á þá vegu, með mun betri aðstöðu heldur en er í dag gefast fjölmörg tækifæri. Fjölþætt starf er nú þegar fyrir hendi og er nauðsynlegt að styðja áfram við það og hvetja íbúa til enn frekari þátttöku. Má í því sambandi benda á að frítt er fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar í sundlaug og líkamsræktaraðstöðu í Heiðarborg. Einnig er boðið upp á sundleikfimi og opið hús fyrir eldri borgara. Þessu viljum við viðhalda og byggja ennfrekar upp með fjölgun iðkenda í þessu starfi."

Til máls tóku RÍ, BH og DO

9.Fyrirspurn frá Í lista-Borun eftir heitu vatni í landi Eyrar.

1808033

Borun eftir heitu vatni í landi Eyrar.
Björgvin Helgason lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:
"Við gerð fjárhagsáætlunar 2018 var ekki gert ráð fyrir fjármunum í hitaveituborun í landi Eyrar. Því er fjármögnun verkefnisins ekki frágengin en Orkusjóður lánar aðeins til hluta verkefnisins. Verkefnið hefur ekki verið sett inná framkvæmdaáætlun ársins 2018. Um er að ræða dýra framkvæmd með þó nokkurri áhættu.
Núverandi meirihluti sveitarstjórnar vill staldra við og skoða líka fleiri kosti sem eru til húshitunar í Hvalfjarðarsveit. Má í því sambandi nefna áhugaverðan kost um nýtingu glatvarma frá fyrirtækjum á Grundartanga. Möguleika á stækkun dreifisvæðis Veitna (Orkuveitu Reykjavíkur) í sveitarfélaginu og notkun varmadæla á köldum svæðum en sú tækni er í örri þróun og verður sífellt álitlegri og ódýrari kostur.
Fyrri samþykkt sveitarstjórnar sem vísað er til í fyrirspurn mun því fljótlega koma til efnislegrar umfjöllunar hjá sveitarstjórn."

Til máls tók RÍ

10.Fyrirspurn vegna gatnagerðar Hlíðarbær

1808036

Gatnagerð - Hlíðarbær
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Framkvæmd frágangs götu í Hlíðarbæ er ekki inni í núverandi áætlunum. Ákvörðun þess efnis er tekin við gerð framkvæmdaáætlunar og er það þá háð forgangsröðun verkefna og stærð þeirra verkefna sem í gangi eru hverju sinni hjá sveitarfélaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. RÍ og AVH sátu hjá.

Til máls tók RÍ

11.Samstarfssamningur um þróunar-og kynningarverkefni tengt nýtingu glatvarma frá verksmiðju Elkem Ísland að Grundartanga.

1808035

Samstarfssamningur milli Elkem Ísland og Íslandsstofu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í að vera þátttakandi í verkefninu og felur sveitarstjóra að undirrita samstarfssamninginn. Sveitarstjórn bendir á kosti þess að Þróunarfélag Grundartanga verði beinn aðili að samkomulaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók BÞ

12.Umsóknir um starf skipulags- og umhverfisfulltrúi.

1807015

Starf skipulagsfulltrúa
Tillaga að ráðningu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til tillögu og framlagðra gagna frá Björgvini Helgasyni, oddvita, Atla Viðari Halldórssyni, sveitarstjórnarfulltrúa, Daníel Ottesen, sveitarstjórnarfulltrúa og Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra samþykkir sveitarstjórn að ráða Boga Kristinsson Magnusen í 100% starf skipulags- og umhverfisfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Boga."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Ósk um tímabundna lausn frá sveitarstjórnarstörfum.

1808045

Tímabundin lausn frá störfum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindi Báru Tómasdóttur um tímabundna lausn frá störfum í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á tímabilinu 25.ágúst til og með 31. júlí 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Skýjaborg- Ytra mat, leikskólinn Skýjaborg

1808011

Niðurstöður ytra mats á leikskólanum Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur undir bókun fræðslunefndar vegna sama máls og lýsir yfir ánægju yfir góðri niðurstöðu sem endurspeglar gott starf leikskólans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:38.

Efni síðunnar