Fara í efni

Fræðslunefnd

2. fundur 16. ágúst 2018 kl. 16:30 - 17:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Bára Tómasdóttir varaformaður
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • ritari
  • Inga María Sigurðardóttir 1. varamaður
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá
Elín Ósk Gunnarsdóttir komst ekki á fundinn og ekki varamaður hennar.

1.Aukning á stöðuheimildum á grunnskólasviði

1808017

Erindi frá Skólastjóra Heiðarskóla um aukningu á stöðuheimildum vegna gæslu í skólaakstri á Akranesleið.
Nefndin samþykkir 12% aukningu á stöðu skólaliða sem tilraunaverkefni til 3. júní 2019.

2.FVA- Skipun í fulltrúaráð

1808014

Skipun Hvalfjarðarsveitar í fulltrúaráð FVA.

Formaður leggur til að Þórdís Þórisdóttir og Helga Harðardóttir verði aðalmenn og Brynjólfur Sæmundsson og Helgi Pétur Ottesen verði varamenn í fulltrúaráð FVA.
Samþykkt samhljóma.

3.Skýjaborg- Ytra mat, leikskólinn Skýjaborg

1808011

Menntamálastofnun hefur gefið út Ytra mat á leikskólanum Skýjaborg.
Nefndin fór yfir ytra mat leikskólans Skýjaborgar og lýsir ánægju sinni yfir góðri niðurstöðu sem endurspeglar gott starf leikskólans.

4.Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda samkvæmt lögum um grunnskóla

1808022

Samband íslenskra sveitafélaga hefur gefið út yfirlit yfir skyldur og ábyrgt skólanefnda samkvæmt lögum um grunnskóla. slóðin er http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/grunnskoli/
Velja Leiðbeiningar um hlutverk skólanefnda.

Lagt fram

5.Starfsáætlun nefndarinnar

1808023

Starfsáætlun nefndarinnar var lögð fram til kynningar og verður unnin áfram.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Efni síðunnar