Fara í efni

Sveitarstjórn

269. fundur 14. ágúst 2018 kl. 15:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 180824 - Framtíð Hernámsseturs - bréf frá Guðjóni Sigmundssyni. Málið verður nr.8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Bára Tómasdóttir boðaði forföll.

Upptaka fellur niður vegna tæknilegra vandamála.

1.Sveitarstjórn - 268

1807003F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 89

1808001F

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 89 Nefndin felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að veita jákvæða umsögn varðandi endurbætur á Akraneshöfn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir umsögn Skipulags- og umhverfisfulltrúa."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 89 Grendarkynningu er lokið, engar athugasemdir bárust.
    Umsögn hefur borist frá Minjastofnun Íslands um að 5 minjastaðir eru skráðir á fyrirhuguðu skóræktarsvæði. Minjavörður mun mæla þá upp og koma til framvæmdaraðila.
    Jákvæð umsögn frá vegagerðinni liggur fyrir. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 89 Nefndin samþykkir að farið verði út fyrir byggingarreit á húsi nr. 1. Með vísan í 44.gr. 3.málsgrein skipulagslaga. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 89 Nefndin felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að boða landeigendur skipulagðra frístundasvæða á samráðs- og kynningafund um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 89 Nefndinni hefur borist umbeðin gögn. Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur unnið svör við innsendum athugasemdum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja svör Skipulags- og umhverfisfulltrúa. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir svarbréf Skipulags- og umhverfisfulltrúa."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umsögn um tækifærisleyfi-Skessubrunnur

1808007

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Endurbætur á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.

1711019

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að greiða hlutfallslega af framkvæmdaláni Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis vegna endurbóta og breytinga á húsnæði Höfða. Sveitarfélagið mun greiða af framkvæmdaláninu í samræmi/hlutfalli við eignarhluta þess í Höfða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir jafnframt að fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við áætlanir sveitarfélagsins um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2018, nr. 8-11

1808015

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögur:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auka fjárheimild Skýjaborgar á árinu 2018 vegna áður samþykktra breytinga á leikskólanum er felast í styttingu vinnuvikunnar, fjölgun starfsfólks á eldri deild og auknum undirbúningstíma leikskólakennara og deildarstjóra. Viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun 2018 lagður fram vegna framangreinds. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárheimild á deild 0412, samtals kr. 4.357.941, er skiptist síðan niður á átta bókhaldslykla sbr. framlagðan viðauka. Útgjöldum verði mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085 og lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auka fjárheimild vegna sjómoksturs. Viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2018 lagður fram vegna framangreinds. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárheimild á deild 10061, samtals kr. 3.600.000, á bókhaldslykil 4450 sbr. framlagðan viðauka. Útgjöldum verði mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085 og lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auka fjárheimild á skrifstofu sveitarfélagsins vegna biðlaunagreiðslu og stöðugildabreytinga. Viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2018 lagður fram vegna framangreinds. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárheimild á deild 21040, samtals kr. 7.347.108,er skiptist síðan niður á þrjá bókhaldslykla sbr. framlagðan viðauka. Útgjöldum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auka fjárheimild til grunnskóla vegna nýs kjarasamnings grunnskólakennara. Viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2018 lagður fram vegna framangreinds. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárheimild á deild 04022, samtals kr. 2.889.842,er skiptist síðan niður á átta bókhaldslykla sbr. framlagðan viðauka. Útgjöldum verði mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085 og lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


Til máls undir þessum lið tóku: BH, RÍ og LBP

6.Persónuverndarmál

1808016

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ganga til samninga við Pacta Lögmenn ehf. vegna verkefnastjórnunar, ráðgjafar og lögfræðiþjónustu við innleiðingu persónuverndar sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og Reglugerð ESB 2016/679. Sveitarstjóra falið að rita undir verk- og þjónustusamning við Pacta Lögmenn ehf. sbr. framlögð samningsdrög og verkáætlun. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fjárveitingu til verkefnisins, kr. 2.500.000. Viðauki nr. 12 við fjárhagsáætlun 2018 lagður fram vegna framangreinds. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárheimild á deild 21048,samtals kr. 2.500.000, á bókhaldslykil 4310 sbr. framlagðan viðauka. Útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og AVH voru á móti.

Til máls tóku: BH, RÍ og LBP

7.Fyrirspurn vegna framtíðar Hernámssetursins á Hlöðum

1808009

Framlögð fyrirspurn frá Rögnu Ívarsdóttur vegna framtíðar Hernámssetursins á Hlöðum.

BH fór yfir sögu málsins.

RÍ leggur til að málið verði á dagskrá næsta fundar sveitarstjórnar þann 28.ágúst nk. í framhaldi af heimsókn sveitarstjórnarfulltrúa að Hernámssetrinu á Hlöðum.




8.Framtíð Hernámsseturs-bréf frá Guðjóni Sigmundssyni

1808024

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar gott boð bréfritara og mun þiggja heimboð í Hernámssetrið á Hlöðum, sveitarstjóra falið að finna hentugan tíma í samráði við bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Bréf vegna Neðstiás 11, Kambhólslandi

1808008

Bréfið lagt fram til kynningar.

10.Námskeið fyrir kjörna sveitastjórnarfulltrúa, 07.09.2018

1808010

Námskeiðsdagsetning lögð fram til kynningar.

11.Tilkynning um greiðslu arðs til eigenda.

1808012

Lögð fram.

12.84. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1807012

Fundargerðin framlögð.

13.170. fundur stjórna Faxaflóahafna

1808013

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Efni síðunnar