Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

89. fundur 09. ágúst 2018 kl. 16:00 - 18:35 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
  • Sigurður Arnar Sigurðsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Daníel Ottesen skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Beiðni um umsögn - Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki - frummatsskýrsla í kynningu

1808001

Matfugl hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um Stækkun kjúklingabús að Hurðarbaki.
Skipulagsstofnun óskar eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við 24. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhifum.
Nefndin felur Umhverfis-og skipulagsfulltrúa að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundinum og skila til sveitarstjórnar eigi síðar en 23.ágúst n.k.

2.Umsögn - Akraneshöfn - endurbætur á Aðalhafnargarði

1807002

Beiðni um umsögn varðandi endurbætur á Akraneshöfn.
Málið var frestað á 88. fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar.
Nefndin felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að veita jákvæða umsögn varðandi endurbætur á Akraneshöfn.

3.Tilkynning um skógrækt - fyrirspurn

1805024

Grendarkynningu er lokið, engar athugasemdir bárust.
Umsögn hefur borist frá Minjastofnun Íslands um að 5 minjastaðir eru skráðir á fyrirhuguðu skóræktarsvæði. Minjavörður mun mæla þá upp og koma til framvæmdaraðila.
Jákvæð umsögn frá vegagerðinni liggur fyrir. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.


4.Kross - deiliskipulagsbreyting.

1804005

Auglýsingartími búin.
Lagt fram.
Engar athugasemdir bárust.

5.Garðavellir 1 og 3 - fyrirspurn

1808002

Óskað er eftir leyfi til að fara litilega út fyrir byggingarreits á húsi nr. 1.
Samtals fermetra sem fer út fyrir er 1,6 samkvæmt teikningum dags. 17. júlí 2018.
Nefndin samþykkir að farið verði út fyrir byggingarreit á húsi nr. 1. Með vísan í 44.gr. 3.málsgrein skipulagslaga.

6.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði

1801036

Álit skipulagsstofnunar.
Lýsing eftir að brugðast hefur við.
Nefndin felur Skipulags- og umhverfisfulltrúa að boða landeigendur skipulagðra frístundasvæða á samráðs- og kynningafund um fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu.

7.Narfastaðir - nýtt deiliskipulag

1709003

Deiliskipulagsbreyting, ábending.
Lagt fram. Málið er áfram í vinnslu Skipulags- og umhverfisfulltrúa.

8.Breyting á deiliskipulagi - Kjarrás 19,21 og 23

1706026

Nefndinni hefur borist umbeðin gögn. Skipulags- og umhverfisfulltrúi hefur unnið svör við innsendum athugasemdum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja svör Skipulags- og umhverfisfulltrúa.

9.Leirutröð 3 - Beiðni um breytingu á skipulagi

1808005

Óskað er eftir breytingu á aðal- og deiliskipulagi Hvalfjarðarsveitar er varðar skráningu Leirutröð 3, að skráningu verði breytt úr sumarhúsi yfir í íbúðarhús
Erindið lagt fram. Afgreiðslu frestað.

10.Auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis.

1808003

Erindi frá Umhverfisstofnunar lagt fram til kynningar
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:35.

Efni síðunnar