Fara í efni

Sveitarstjórn

260. fundur 27. mars 2018 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Upptaka fellur niður vegna bilunar í tæknibúnaði.

1.Sveitarstjórn - 259

1803001F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85

1803003F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir fundargerð nefndarinnar.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85 Meirihluti USN nefndar tekur undir ályktun Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð varðandi skipulagsmál við Grundartanga og beinir því til sveitarstjórnar að farið verði í að breyta aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og endurskilgreina það iðnaðarsvæði sem skilgreint var sem slíkt vegna fyrirhugaðrar byggingar verksmiðju Silicor Materials í athafnasvæði, eins og áður var.
  USN nefnd felur sveitarstjóra að ræða við Faxaflóahafnir um slíka breytingu.
  Samþykkt með atkvæðum AH, ÁH og SAS.
  Bókun fundar Oddviti bar upp tillögu USN-nefndar og var hún felld með 4 atkvæðum BH, DO, SGÁ og HS gegn 3 atkvæðum AH, JS og BÞ.
  JS lagði fram eftirfarandi bókun:
  "Ég tek undir með Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð og meirihluta USN nefndar varðandi skipulagsmál við Grundartanga. Árið 2014 var mjög stórri lóð breytt úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði fyrir Silicor Materials. Þetta var gert að vandlega athugðu máli, m.a. með tilliti til umhverfisáhrifa viðkomandi verksmiðju. Mér finnst ábyrgðarhluti að skilja þessa stóru lóð eftir sem iðnaðarsvæði og þykir mér mikilvægt að lóðinni verði aftur breytt í athafnasvæði."
  HS, BH, DO og SGÁ lögðu áherslu á að þetta mál verði tekið til sérstakrar athugunar í tengslum við heildarendurskoðun Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar sem framundan er.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85 USN nefnd beinir því til sveitarstjórnar að sótt verði um styrk í samráði við Skógræktarfélag Skilmannahrepps í tengslum við fræðsluverkefni og vegna afmælisárs félagsins. Bókun fundar Oddviti lagði til að afgreiðslu verði frestað til næsta fundar og var það samþykkt samhljóða.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85 USN nefnd samþykkir drög að umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði til að afgreiðslu verði frestað til næsta fundar og var það samþykkt samhljóða.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85 Lagt fram og vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85 Lagt fram og vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 85 Lagt fram. Bókun fundar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

3.Fundur kjörstjórnar 21. mars 2018.

1803035

Fundargerð framlögð.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir launakjör kjörstjórnar og starfsmanna.

4.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2017.

1803019

Síðari umræða. Endurskoðunarskýrsla 2017.
Ársreikningur vegna ársins 2017 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2017 námu 787,1 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 779,4 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 67,5 millj. kr. Fræðslu- og uppeldismál er sá málaflokkur sem tekur til sín mesta fjármuni í rekstri sveitarfélagsins, alls kr. 416 millj. eða 55,2% af skatttekjum. Veltufé frá rekstri er 14,4% og veltufjárhlutfall 1,52%.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 nam 2.133 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Ársreikningurinn borinn undir atkvæði og var hann samþykktur með 7 atkvæðum.

5.Tillaga um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013.

1803036

Frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði til að afgreiðslu verði frestað til næsta fundar og var það samþykkt samhljóða.

6.Athugasemd vegna hagabeitar.

1803037

Frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að koma ábendingunni til þar til bærra eftirlitsaðila.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018.

1803006

114. mál til umsagnar - frumvarp til laga um almenn hegningarlög (bann við umskurði drengja).
339. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands.
389. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar-, og byggðamála.
Frumvörp lögð fram til kynningar.

8.166. fundur Faxaflóahafna og ársreikningur 2017.

1803032

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar