Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

85. fundur 15. mars 2018 kl. 15:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2018.

1803010

Frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Ályktanir framlagðar.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ályktununum til USN- nefndar.
BÞ tók til máls og lýsti yfir stuðningi við ályktanir umhverfisvaktarinnar, sérstaklega varðandi breytingu á skipulagi iðnaðarlóðar Silicor Materials.
Meirihluti USN nefndar tekur undir ályktun Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð varðandi skipulagsmál við Grundartanga og beinir því til sveitarstjórnar að farið verði í að breyta aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar og endurskilgreina það iðnaðarsvæði sem skilgreint var sem slíkt vegna fyrirhugaðrar byggingar verksmiðju Silicor Materials í athafnasvæði, eins og áður var.
USN nefnd felur sveitarstjóra að ræða við Faxaflóahafnir um slíka breytingu.
Samþykkt með atkvæðum AH, ÁH og SAS.

2.Drög að reglugerð um losun frá iðnaði - umsögn

1803025

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit vegna innleiðingar á Evróputilskipun um losun frá iðnaði.
Umsagnarfrestur til 20. mars nk.
Lagt fram.

3.Elkem - umhverfisskýrsla 2017

1803002

Elkem - Drög að umhverfisskýrsla
Lagt fram.

4.Kynningarfundur 2018

1803028

Kynningarfundur - Ísl. Gámafélagið
USN nefnd felur AH, ÁH og umhverfisfulltrúa að skipuleggja kynningarfund ásamt annari dagskrá um umhverfismál í apríl.

5.Matfugl að Hurðarbaki - Matsáætlun

1612007

Athugasemdir frá Skipulagsstofnun varðandi frummatsskýrslu um stækkað kjúklingabú að Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit.
Lagt fram.

6.Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum

1803009

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn varðandi drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Um er að ræða fyrstu 12 ára landsáætlun og þriggja ára verkáætlun.
USN nefnd felur formanni og skipulagsfulltrúa í samráði við landeiganda að senda inn umsögn varðandi landsáætlunina þar sem minnt er á mikilvægi Botnsdalssvæðisins og fossins Glyms sem ferðamannastaðar sem þarfnast frekari uppbyggingar og verndunar, vegna mikillar aðsóknar ferðamanna.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2018.

1803016

Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands
Erindið framlagt í sveitarstjórn 12. mars 2018.
Samþykkt að vísa erindinu til skoðunar hjá nefndum.
Nefndir skili tillögum til sveitarstjórnar um möguleg umsóknarverkefni fyrir 9. apríl nk.
USN nefnd beinir því til sveitarstjórnar að sótt verði um styrk í samráði við Skógræktarfélag Skilmannahrepps í tengslum við fræðsluverkefni og vegna afmælisárs félagsins.

8.Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar

1702030

USN nefnd samþykkir drög að umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar og vísar þeim til sveitarstjórnar.

9.Uppbygging flutningskerfis raforku, 179. mál - umsögn

1803011

Atvinnuveganefnd óskar eftir umsögn vegna tillagna til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál.
Erindið barst í tölvupósti 26. febrúar s.l og er umsagnarfrestur 13. mars nk.
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn um uppbyggingu flutningskerfa raforku þar sem m.a kemur fram að USN nefnd bendir á að auk jarðstrengja séu líka skoðaðir möguleikar þess að leggja sæstrengi ásamt því að gera aðferðafræði við samanburð valkosta gegnsærri.

10.Vellir 3 - Íbúðarhús

1803001

Sigurgeir Guðni Ólafsson, kt. 211282-4529 sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á lóðinni Vellir 3, lnr. 219975 í Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða 155 fm timbur einingarhús á einni hæð, innflutt frá Svíþjóð.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.

11.Virkjun vindorku á íslandi

1803014

Leiðbeiningarrit - Virkjun vindorku á Íslandi.
Lagt fram.

12.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar, breyting - frístundasvæði

1801036

Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
Breytingin varðar frístundasvæði.
Lagðar fram 3 tillögur frá Landlínum um breytta greinargerð í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 sem varða breytingar á skilgreindum frístundasvæðum.

Skipulagsfulltrúi og SAS munu fara á fund hjá Skipulagsstofnun í næstu viku vegna þessa máls.
Afgreiðslu frestað fram að næsta fundi.

13.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - iðnaður og önnur landfrek starfsemi.

1803004

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags febrúar 2018 vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að endurmeta stefnu um einstök atvinnusvæði í ljósi nýrrar stöðu og á grundvelli heildstæðrar greiningar á iðnaðar- og athafnasvæðum á höfuðborgarsvæðinu öllu.
Lagt fram og vísað til sveitarstjórnar.

14.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar

1803005

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags 7. febrúar 2018 vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst breytt afmörkun landnotkunar fyrir samfélagsstofnanir og fleiri sambærilegar lagfæringar.
Lagt fram og vísað til sveitarstjórnar.

15.Akranes - aðalskipulagsbreyting

1803027

Aðalskipulag Akraness 2018-2030 til umsagnar
USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn.

16.Brekku - breyting á deiliskipulagi

1803026

Sigríður Elka Guðmundsdóttir sækir um breytingu á deiliskipulagi við Brekku fyrir hönd Brekkman ehf.
Breytingin felur m.a. í sér stækkun á frístundasvæði.
Afgreiðslu frestað.

17.Skorradalshreppur, breyting á deiliskipulagi, Kaldárkot

1803024

Skorradalshreppur - til kynningar, breyting á deiliskipulagi, Kaldárkot.
Breytingin felur meðal annars í sér að skipulagssvæðið stækkar og lóðum fjölgar um eina.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar