Fara í efni

Sveitarstjórn

252. fundur 14. nóvember 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Oddviti leitaði afbrigða um að taka á dagskrá fundarins erindi Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis dags. 13. nóvember sl. og varðar endurbætur á annarri hæð suðurálmu Höfða. Tillaga oddvita samþykkt með 7 atkvæðum.

1.Sveitarstjórn - 251

1710006F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 82

1711001F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 82 Guðrún Lára Sveinsdóttir og Ásgeir Jónsson frá Steinsholti ehf kynntu vinnu sína á flokkun á landbúnaðarlandi í Hvalfjarðarsveitar.

  USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi vinna Steinsholts ehf við flokkun á landbúnaðarlandi verði höfð til hliðsjónar við gerð nýs Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að framlögð gögn og vinna Steinsholts ehf. við flokkun landbúnaðarlands verði höfð til hliðsjónar við gerð nýs Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 82 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það er ekki í samræmi við þá stefnu sem sveitarstjórn hefur sett í skipulagsmálum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ítrekar fyrri samþykkt sína frá 8. mars 2016 um að íbúabyggð í umræddu landi sé ekki í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Með vísan til umræðu sem fram fór í USN-nefnd og sveitarstjórn um sama efni á árinu 2016 er sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ekki reiðubúin að ráðast í þá breytingu sem bréfritari óskar eftir. Sveitarstjóra falið að svara erindinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.10. fundur í Veitunefnd.

1711006

Fundargerð framlögð.
SGÁ fór yfir og skýrði einstaka liði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu v/ 2. dagskrárliðar:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða gjaldskrá og reglur fyrir ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu v/ 3. dagskrárliðar:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur að áður en slíkar reglur séu settar þurfi að ganga úr skugga um hvar sé hægt að virkja heitt vatn í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu v/ 4. dagskrárliðar:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa tillögu nefndarinnar til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2018."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun næstu ára, 49. fundargerð og bréf til eigenda.

1711004

Frá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun vatnsveitufélagsins og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir næsta ár."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Kjarrás 1a - bréf vegna byggingaframkvæmda.

1711005

Erindi frá Juralis lögmanns- og ráðgjafastofu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra, byggingarfulltrúa og skipulags- og umhverfisfulltrúa að fara yfir bréfið og svara því í samráði við lögfræðing."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Verksamningur til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan verksamning við Íslenska gámafélagið ehf. um sorphirðu í Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi 2017-2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun HeV 2018 og bréf.

1711009

Frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir næsta ár."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um niðurfellingu húsaleigu í Fannahlíð.

1711010

Erindi frá Eyrúnu Jónu vegna jólahlaðborðs starfsmanna Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita starfsmannafélögum Hvalfjarðarsveitar frí afnot af Félagsheimilinu Fannahlíð vegna jólahlaðborðs starfsmanna þann 25. nóvember nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Ósk um niðurfellingu húsaleigu í Fannahlíð.

1711011

Beiðni frá starfsmannafélögum Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita starfsmannafélögum Leik- og grunnskóla frí afnot af Félagsheimilinu Fannahlíð vegna samveru starfsmanna þann 10. nóvember sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Kalastaðir - Rekstrarleyfi - 3 sumarhús

1711001

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita jákvæða umsögn við útgáfu rekstrarleyfis í flokki II, Kalastaðir, rekstur í þremur sumarhúsum, f.nr.210-4289. Sveitarstjóra falið að veita umsögnina í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og samráði við aðra umsagnaraðila."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
BÞ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

11.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2017 og fjárhagsáætlun Höfða 2018-2021.

1711014

Frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilinu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun Höfða 2017 og framlagða fjárhagsáætlun Höfða 2018-2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi.

1711018

Tilnefning fulltrúa til endurskoðunar á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Arnheiði Hjörleifsdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í vinnu við endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi og Guðjón Jónasson til vara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Endurbætur á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.

1711019

Erindi frá Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Hvalfjarðarsveit komi að fjármögnun á endurbótum á Höfða á árinu 2018 og 2019 með afborgun framkvæmdalána og vaxta."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Rekstrarreikningur A og B hluta janúar - september 2017.

1711017

Frá fjármálastjóra.
Rekstrarreikningur A og B hluta sveitarsjóðs, janúar - september 2017 lagður fram til kynningar.
Linda Björk Pálsdóttir, skrifstofustjóri, fór yfir og kynnti niðurstöðu reikningsins.

15.Ágóðahlutagreiðsla 2017.

1711007

Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabót, dagsett 30. október 2017.
Bréf lagt fram til kynningar.
Ágóðahlutagreiðsla til Hvalfjarðarsveitar 2017 er kr. 607.000-

16.145. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1711008

Fundargerð lögð fram til kynningar.

17.133. fundur stjórnar SSV, haldinn 10. október 2017.

1711013

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar