Fara í efni

Sveitarstjórn

251. fundur 24. október 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 250

1710002F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 81

1710005F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 81 USN nefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að umsækjandi gerir grein fyrir vatnsöflun fyrir fyrirhugað hús. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindið með fyrirvara um að umsækjandi geri grein fyrir vatnsöflun fyrir fyrirhugað hús."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 81 USN nefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir gestahúss. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir byggingarleyfi fyrir gestahús."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 81 USN nefnd vísar flokkuninni og meðfylgjandi greinargerð til sveitarstjórnar til umfjöllunar.
  Skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi með starfsmönnum Steinsholts arkitektarstofu og USN nefndar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu þar til fyrirhugaður fundur arkitekta, fulltrúa USN-nefndar og sveitarstjórnar hefur farið fram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 81 USN nefnd tekur jákvætt í hugmyndir bréfritara.
  Erindinu vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti að heimila breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi í Krosslandi en til stendur að breyta fimm einbýlishúsalóðum við Garðavelli þannig að um verði að ræða þrjár parhúsalóðir með sex íbúðaeiningum."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldunefnd - 64

1710003F

Fundargerð framlögð.

4.15. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1710027

Fundargerð framlögð.
BH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

5.Fundur kjörstjórnar, 18. október 2017.

1710028

Fundargerð framlögð.

6.Fjárhagsáætlun 2018-2021.

1708009

Fyrri umræða.
Skúli Þórðarson sveitarstjóri fór yfir og kynnti greinargerð sína í tengslum við framlagningu fjárhagsáætlunar 2018-2021.
AH tók til máls og fór yfir áherslur USN-nefndar í tengslum við fjárhagsáætlunargerðina og beindi fyrirspurn til sveitarstjóra um meðferð og framhald vinnu á þeim áhersluatriðum. Sveitarstjóri svaraði fyrirspurninni.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2018:
Álagning útsvars verði 13,14%
Álagning fasteignaskatts verði;
A-hluti 0,49% af fasteignamati.
B-hluti 1,32% af fasteignamati.
C-hluti 1,65% af fasteignamati.
Þá samþykkir sveitarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2018-2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Styrktarsjóður Hvalfjaðrarsveitar, okt. 2017.

1710022

Alls bárust 7 umsóknir í styrktarsjóðinn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að úthluta eftirtöldum fjárstyrk úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar:
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar v/ fyrirlestra og fræðslu kr. 150.000-
Skógarmenn KFUM Vatnaskógi, framkvæmdir við Birkiskála II kr. 100.000-
Fimleikafélag Akraness, endurnýjun á tækjum kr. 200,000-
Skógræktarfélag Skilmannahrepps, grisjun stígagerð, viðhald stíga o.fl. kr. 170.000-
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
HS situr hjá við afgreiðsluna.

8.Fyrirspurn vegna lóðar sem liggur fyrir innan Sólvelli 2.

1505019

Beiðni um að fá úthlutað óstofnaðri 4.000 fm2 lóð sem tekin yrði úr lóðinni Sólvellir 3.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa fyrirspurninni til USN-nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fyrirspurn frá Guðrúnu Döddu Ásmundardóttur.

1710026

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að svara fyrirspurn bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.

1604048

Samkomulag við Kambshólsland ehf.
AH lýsti yfir vanhæfi sínu og óskaði eftir að víkja af fundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og Kambshólslands ehf. um lausn ágreinings er upp kom m.a. vegna mistaka í málsmeðferð er sveitarfélagið veitti umsagnir í tengslum við umsóknir um útgáfu rekstrarleyfa í landi Kambshólslands ehf. Samkomulagið gerir m.a. ráð fyrir að Hvalfjarðarsveit greiði eigendum Kambshólslands ehf. kr. 1.000.000- vegna hluta þess kostnaðar sem félagið hefur orðið fyrir vegna aðkeyptrar þjónustu lögfræðings og skipulagshönnuðar. Kostnaður sbr. framangreint, kr. 1.000.000- gjaldfærist af deild 21085 í fjárhagsáætlun ársins 2017. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra undirritun samkomulagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
AH tók sæti á fundinum að lokinni umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

11.Erindi frá Skógræktarfélagi Skilmannahrepps.

1710030

Styrkumsókn til Ferðamálasjóðs.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Skógræktarfélagi Skilmannahrepps stuðning og meðmæli við umsókn félagsins um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Skipulags- umhverfisfulltrúa er falið að aðstoða félagið við framlagningu umsóknarinnar og annað er því kann að tengjast."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Skýrsla um fasteignamat 2018.

1710023

Frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 10. október 2017.
Skýrsla lögð fram til kynningar.

13.Faxaflóahafnir fá umhverfisvottun ISO 14001.

1710025

Frá Faxaflóahöfnum sf., dagsett 10. október 2017.
Bréf lagt fram til kynningar.

14.161. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

1710024

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.40. og 45. fundir menningar- og safnanefndar.

1710029

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

16.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar