Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

81. fundur 12. október 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson aðalmaður
  • Lulu Munk Andersen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá

1.Aðalvík - Geymsla

1710010

Sigurður Jónsson, kt. 221269-3149 óskar eftir að byggja geymslu í Aðalvík, lnr. 211189. Um er að ræða 243 fm stálgrindarhús sem er 3,8 m að hæð.
Afgreiðslu frestað.
Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að kanna hvort fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við gildandi Aðalskipulag.

2.Hóll 133182 - Stofnun lóðar - Hólssel

1710007

Guðmundur Friðjónsson, kt. 260544-4709 óskar eftir stofnun sumarhúsalóðar úr landinu Hóll, lnr. 133182. Um er að ræða 1410 fm lóð sem fyrirhugað er að byggja á gestahús og 2 geymslur. Erindið er í samræmi við gildandi aðalskipulag.
USN nefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að umsækjandi gerir grein fyrir vatnsöflun fyrir fyrirhugað hús.

3.Hóll/Hólssel - Gestahús

1710009

Friðjón Guðmundsson, 180967-5839 óskar eftir byggingarleyfi fyrir 25 fm gestahúsi á lóðinni Hólssel í landi Hóls í Svínadal.
USN nefnd samþykkir byggingarleyfi fyrir gestahúss.

4.Hugmynd um svæði fyrir frístundabúskap í nálægð við Melahverfi.

1504013

Erindið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar þann 15. júní 2017 og skipulagsfulltrúa falið að skoða ýmsa þætti er tengjast skipulagsmálum og starfsemi frístundabúskapar í nálægð við íbúabyggð.
USN nefnd er jákvæð gagnvart uppbyggingu hesthúsasvæðis í nálægð við Melahverfi.
USN nefnd leggur til að erindið verði innlegg í gerð nýs aðalskipulags.

5.Skipulag og umhverfi - undirb. fjárhagsáætlun 2018

1710013

Nefndin ræddi helstu framkvæmda- og kostnaðarliði fyrir næsta ár.
Formanni falið að yfirfara minnisblað um fjárhagsáætlun. Skipulagsfulltrúa falið að vinna að taka saman raunkostnað fyrir verkefni nefndarinnar fyrir árið 2017 út frá áætlun og tillögum nefndarinnar.

6.Flokkun landbúnaðarlands

1512017

Flokkun landbúnaðarlands.
USN nefnd vísar flokkuninni og meðfylgjandi greinargerð til sveitarstjórnar til umfjöllunar.
Skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi með starfsmönnum Steinsholts arkitektarstofu og USN nefndar.

7.Kross - breyting á deiliskipulagi

1710018

Stefán Bjarki Ólafsson óskar eftir afstöðu USN nefndar og sveitarstjórnar um breytingu á deiliskipulagi í Krosslandi.
Fyrirhugað er að breyta fimm lóðum við Garðavelli úr tveggja hæða einbýlishúsum í þrjár parhúsalóðir á einni hæð.
USN nefnd tekur jákvætt í hugmyndir bréfritara.
Erindinu vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn.

8.Móhóll í landi Hafnar - breyting á deiliskipulagi

1710017

Birgir Jóhannesson óskar eftir afstöðu USN nefndar og sveitarstjórnar til að breyta aðal- og deiliskipulagi Móhóls í landi Hafnar. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir frístundabyggð, en breytingin felur í sér að öðrum landnotkunarflokki (verlsun og þjónusta) verði bætt við núverandi landnotkunarflokk sem er frístundabyggð.
Afgreiðslu erindis frestað og óskað eftir upplýsinum frá sveitarstjóra um stöðu rekstrarleyfa á skipulögðum frístundasvæðum.

9.20. Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa.

1710011

Lagt fram til kynningar.
Ársfundur Umhverfisstofnunar með náttúruverndarnefndum og náttúrustofu verður haldinn á Akureyri þann 9. nóvember n.k.
Yfirskrift fundarins er Ný náttúruminjaskrá - Áhrif í sveitarfélögum.

10.Dagur umhverfisins 2017

1703025

Dagur umhverfisins, síðast á dagskrá 23. mars 2017
Gestir á fundinum undir þessum lið voru Eyrún Reynisdóttir leikskólastjóri Skýjaborgar ásamt tveimur nemendum Skýjaborgar til að ræða samstarf USN nefndar og leikskólans í umhverfismálum.
USN nefnd samþykkir að gefa leikskólanum Skýjaborg ýmsan búnað til náttúruskoðunar og útikennslu s.s smásjár, náttúruveggspjöld, stækkunargler, lúpur og fleira.

USN nefnd þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn og samstarfið og vonast til að gjöfin nýtist umhverfisstarfi skólans vel.

11.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - 2018

1710015

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2018
USN nefnd samþykkir að sækja um styrk fyrir Glymssvæðið og Álfholtsskóg.
Skipulagsfulltrúa og formanni falið að fylgja málinu eftir.
Umsóknarfrestur í sjóðinn er til 25. október n.k.

12.Landssamband hestamannafélaga - málþing um úrbætur í reiðvegamálum

1710014

Lagt fram til kynningar - Landssamband hestamannafélaga stendur fyrir málþingi í Borgarnesi um úrbætur í reiðvegamálum þann 14. október nk.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar