Fara í efni

Sveitarstjórn

227. fundur 11. október 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 226

1609005F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 71

1609006F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 71 Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna breytingu á greinargerð deiliskipulags um að stærð húss á umræddri lóð fari úr 250 fm í 330 fm með bílgeymslu, skv. 2. mgr 43. gr Skipulagslaga nr. 223/2010 fyrir lóðareigendum Akravalla 14, Ásvalla 12, Ásvalla 3, Garðavalla 1 og Garðavalla 2. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tillaga um óverulega breytingu á deiliskipulagi í Krosslandi sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skuli fara í grenndarkynningu fyrir lóðareigendum Akravalla 14, Ásvalla 12, Ásvalla 3, Garðavalla 1 og Garðavalla 2. Skipulagsfulltrúa falið að annast grenndarkynninguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 71 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1 - Leynisvegur 1 sbr. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni grenndarkynningu fyrir Norðuráli og Elkem. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar frá fundi þann 5. október sl. um að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Grundartangi - Austursvæði- Iðnaðarsvæði 1 - Leynisvegur 1, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni grenndarkynningu fyrir Norðuráli og Elkem."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 71 USN nefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar.
    USN nefnd tekur undir orð Skipulagsstofnunar í bréfi frá 19. september s.l um niðurstöðu í ákvörðun um matskyldu vegna framkvæmdarinnar.
    " Skipulagsstofnun ítrekar mikilvægi þess að Faxaflóahafnir og aðrir sem að framkvæmdinni koma viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynnt hafa verið við meðferð málsins þannig að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið."
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Sveitarstjórn tekur undir orð Skipulagsstofnunar er fram koma í bréfi stofnunarinnar dags. 19. september sl. um niðurstöðu í ákvörðun um matskyldu vegna framkvæmdarinnar þar sem eftirfarandi kemur m.a. fram:
    "Skipulagsstofnun ítrekar mikilvægi þess að Faxaflóahafnir og aðrir sem að framkvæmdinni koma viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynnt hafa verið við meðferð málsins þannig að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 71 USN nefnd hafnar erindinu með vísun í niðurstöðu bréfs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 22. september s.l. og felur byggingarfulltrúa að kynna umsækjendum niðurstöðu bréfsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir afgreiðslu USN-nefndar um að hafna erindinu með vísun í niðurstöðu bréfs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dags. 22. sept. sl. Byggingarfulltrúa falið að kynna málsaðilum niðurstöðuna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Kjörskrá vegna alþingiskosninga 29. október 2016.

1610003

Frá Þjóðskrá Íslands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða kjörskrá Hvalfjarðarsveitar vegna Alþingiskosninga sem fram fara þann 29. október 2016. Á kjörskrá eru 478 einstaklingar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra áritun og framlagningu kjörskrárinnar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að kjörstaður í Hvalfjarðarsveit verði í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Rekstraryfirlit janúar - júlí 2016.

1610008

Frá fjármálastjóra.
Rekstraryfirlit framlagt.

5.Hvalfjarðardagar - Greinargerð.

1610001

Greinargerð frá verkefnastjóra Hvalfjarðardaga 2016.
Greinargerð Guðnýjar Kristínar Guðnadóttur, verkefnisstjóra Hvalfjarðardaga 2016 lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar færir Guðnýju Kristínu þakkir fyrir góða verkstjórn og vel heppnaða framkvæmd Hvalfjarðardaga 2016.

6.Varðar brot á starfsleyfi þauleldisbús á Melum.

1609023

Svar heilbrigðisnefndar vegna bókunar Hvalfjarðarsveitar um starfsemi svínabúsins á Melum.
Bréf Heilbrigðisnefndar Vesturlands lagt fram.
Sveitarstjórn samþykkir að senda eigendum Melaleitis bréfið til kynningar.

7.Bruna- og mengunarvarnir Norðuráls Grundartanga ehf.

1609040

Svar frá Logos lögmannsþjónustu fyrir hönd Norðuráls.
Bréf lögmanns Norðuráls lagt fram til kynningar.

8.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun.

1610005

Erindi frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 3. október 2016.
Bréf Innanríkisráðuneytisins lagt fram til kynningar.

9.Ágóðahlutagreiðsla 2016.

1610006

Frá Brunabótafélagi Íslands, dagsett 27. september 2016.
Bréf EBÍ ehf. lagt fram til kynningar.
Ágóðahlutagreiðsla Hvalfjarðarsveitar er alls. kr. 607.000-

10.1., 2. og 3. verkfundargerðir vegna Melahverfi.

1610002

Verkfundargerðir vegna gatnaframkvæmdar í Melahverfi lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar