Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

71. fundur 05. október 2016 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið - Minding the future

1609044

Alþjóðleg ráðstefna um lífhagkerfið - Minding the future.
Lagt fram til kynningar

2.Ásvellir 14 - breyting á deiliskipulagi

1609048

Fyrirspurn frá Birni Páli Fálka Valssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi við Ásvelli 14 í Krosslandi
Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna breytingu á greinargerð deiliskipulags um að stærð húss á umræddri lóð fari úr 250 fm í 330 fm með bílgeymslu, skv. 2. mgr 43. gr Skipulagslaga nr. 223/2010 fyrir lóðareigendum Akravalla 14, Ásvalla 12, Ásvalla 3, Garðavalla 1 og Garðavalla 2.

3.Breyting á deiliskipulagi-Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1-Leynisvegur 1.

1512015

Ábending frá Skipulagsstofnun er varðar breytingu á deiliskipulagi-Grundartanga-Austursvæði-Leynisvegur 1.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1 - Leynisvegur 1 sbr. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni grenndarkynningu fyrir Norðuráli og Elkem.

4.Framkvæmdaleyfi - Grundartanga, gerð skjólgarða með viðlegu og lagnagerð á austursvæði

1609014

Faxaflóahafnir sækja um framkvæmdaleyfi fyrir gerð skjólgarða og lagnagerð á austursvæði skv. meðfylgjandi gögnum.
USN nefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar.
USN nefnd tekur undir orð Skipulagsstofnunar í bréfi frá 19. september s.l um niðurstöðu í ákvörðun um matskyldu vegna framkvæmdarinnar.
" Skipulagsstofnun ítrekar mikilvægi þess að Faxaflóahafnir og aðrir sem að framkvæmdinni koma viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynnt hafa verið við meðferð málsins þannig að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum og óafturkræfum áhrifum á umhverfið."

5.Garðavellir 4 - breyting á deiliskipulagi

1609049

Fyrir hönd 2Gómar ehf er sótt um að breyta deiliskipulagi við Garðavelli 4 í Krosslandi.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Afgreiðslu frestað.

6.Geldingaárland - Stofnun lóðar.

1603002

Á 65. fundi Umhverfis- skipulags og náttúruverndar sem haldinn var þann 30.03.2016 var byggingarfulltrúa falið að kanna nánar hvort heitið Markúsá á íbúðarhúsalóð væri í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015.
USN nefnd hafnar erindinu með vísun í niðurstöðu bréfs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 22. september s.l. og felur byggingarfulltrúa að kynna umsækjendum niðurstöðu bréfsins.

7.Kambshólslandi - breyting á deiliskipulagsskilmálum

1609045

Fyrir hönd Kambshólslands er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundalóðir í landi Kambshóls.
USN nefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita bréfritara umbeðnar upplýsingar um meðferð og framgang umræddra breytinga.

8.Skipulag og umhverfi - Fjárhagsáætlun 2017

1609050

Fjárhagsáætlun 2017
Unnið að drögum að fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir næsta ár.
Formanni falið að fullvinna áætlunina í samræmi við umræður á fundinum.
Skipulagsfulltrúi fylgir málinu eftir við áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2017.

9.Skipulagsdagurinn 2016

1609003

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar