Fara í efni

Sveitarstjórn

435. fundur 28. janúar 2026 kl. 15:20 - 15:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir aðalmaður
  • Sæmundur Víglundsson 2. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Helga Harðardóttir, varaoddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Fyrir upphaf fundar var Ómars Arnar Kristóferssonar, sveitarstjórnarfulltrúa, minnst með hálfrar mínútu þögn.

Varaoddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2206043 - Endurskoðun aðalskipulags - Skilmálabreytingar. Málið verður nr. 2.8 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 7:0

Andrea Ýr Arnarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 434

2601002F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58

2601003F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna vegar að lóðinni Torfholt í landi Leirár, á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að undangenginni jákvæðri umsögn lögaðila/umsagnaraðila s.s. Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi er skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna vegar að lóðinni Torfholt í landi Leirár, á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að undangenginni jákvæðri umsögn lögaðila/umsagnaraðila s.s. Vegagerðarinnar vegna tengingar við Leirársveitarveg. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi er skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem ábendingar sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu hafa eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Kross og Krossland Eystra með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Kross og Krossland Eystra með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Með vísan til 1. og 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem fjallar um breytingar á aðalskipulagi, og í ljósi umfangs fyrirhugaðra breytinga, telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd sér ekki fært um að verða við erindinu og er því hafnað.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Með vísan til 1. og 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem fjallar um breytingar á aðalskipulagi, og í ljósi umfangs fyrirhugaðra breytinga, telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd sér ekki fært um að verða við erindinu og er því hafnað.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Í ljósi þeirra athugasasemda og ábendinga sem borist hafa við vinnslutillöguna, samþykkir Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að breyta aðalskipulagi einungis fyrir hluta athafnasvæðis (AT5) austan til á Grundartangasvæðinu í iðnaðarsvæði þ.e. hvað varðar lóðina Katanesveg 34.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Katanesveg 34 á Grundartanga, með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að breyta aðalskipulagi einungis fyrir hluta athafnasvæðis (AT5) austan til á Grundartangasvæðinu í iðnaðarsvæði þ.e. hvað varðar lóðina Katanesveg 34. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Katanesveg 34 á Grundartanga, með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem athugasemdir / ábendingar sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu hafa eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að skilmálabreytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Landbúnaðarland (L3) og frístundabyggð (F) með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

    Auglýsingu tillögu fyrir varúðarsvæði (V) og skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að skilmálabreytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Landbúnaðarland (L3) og frístundabyggð (F) með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með x atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hólabrú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hólabrú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda/námuréttarhafa að auglýsa skipulagslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að heimila landeiganda/námuréttarhafa að auglýsa skipulagslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að vísa tillögunni með áorðnum breytingum að nýju til endanlegrar staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir aðalskipulagsbreytinguna á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að vísa tillögunni að nýju til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Kúhalli 5 L133537, Kúhalli 4 L133536, Kúhalli 2 L133534, Kúhalli 1 L133533 og Þórisstaðir 2 L233003.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda, þ.e. Kúhalli 5 L133537, Kúhalli 4 L133536, Kúhalli 2 L133534, Kúhalli 1 L133533 og Þórisstaðir 2 L233003."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Þ.e. Hrafnabjörg L133185.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum, þ.e. Hrafnabjörg L133185."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 58 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi, með áorðnum breytingum uppdrátta, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þ.e. Hæðarbyggð 1 L177687, Hæðarbyggð 2 L174653, Hæðarbyggð 3 L177688, Hæðarbyggð 5 L177690, Hæðarbyggð 6 L177692 og Kalastaðir L133190.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi, með áorðnum breytingum uppdrátta, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. Hæðarbyggð 1 L177687, Hæðarbyggð 2 L174653, Hæðarbyggð 3 L177688, Hæðarbyggð 5 L177690, Hæðarbyggð 6 L177692 og Kalastaðir L133190."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn.

2601037

Erindi frá Dagnýju Hauksdóttur.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni Dagnýjar Hauksdóttir um lausn frá störfum sem varamaður í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til loka yfirstandandi kjörtímabils. Sveitarstjórn þakkar Dagnýju kærlega fyrir hennar störf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2601008

Erindi frá Ungmennafélaginu Þröstum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu Þröstum endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts sem haldið verður 21. febrúar nk. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2601025

Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts sem haldið verður 14. febrúar nk. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umsagnarbeiðni - Þorrablót í Miðgarði.

2601022

Erindi frá Sýslumanni Vesturlands.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2026.

2601036

Umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fjallaði um málið á 433. fundi sem haldinn var þann 10.desember sl. og í kjölfarið var Innviðaráðuneyti send eftirfarandi bókun sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju með áform í samgönguáætlun 2026-2040 sem snúa að lagningu Sundabrautar og álítur verkefnið mikilvæga samgöngubót sem auka muni umferðar- og almannaöryggi samhliða því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Sundabraut er jafnframt verkefni sem stuðlar að jákvæðri byggðaþróun, bæði í Hvalfjarðarsveit og á Vesturlandi öllu, líkt og vísað er til í matsskýrslu um umhverfisáhrif Sundabrautar. Með tilkomu Sundabrautar mun ferðatími milli Hvalfjarðarsveitar og höfuðborgarsvæðisins styttast verulega, til mikilla hagsbóta fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að ávinningur væntanlegra notenda Sundabrautar verður umtalsverður og arðsemi verkefnisins mikil. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hvetur til þess að valinn verði hagkvæmasti kosturinn þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum með að ekkert fjármagn sé til sjóvarna í sveitarfélaginu í samgönguáætlun sem og að fjármagn til framkvæmda við aðskilnað akstursstefnu á þjóðvegi 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit sé ekki áætlað fyrr en á síðasta tímabili, þ.e. á árunum 2036-2040. Umferð á þjóðvegi 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit hefur aukist verulega á undanförnum árum. Meðalumferð við Melahverfi er nú komin í um 6.100 bíla á dag og um Hvalfjarðargöng fara að jafnaði 8.800 bílar á dag á ársgrundvelli. Yfir sumartímann eru tölurnar enn hærri eða um 11.000 bílar í gegnum göngin og 8.000 bílar við Melahverfi á dag.

Sveitarstjórn vill árétta mikilvægi þess að það liggi fyrir sem fyrst hvar gangnamuninn verður staðsettur í Hvalfjarðarsveit, m.a. í ljósi yfirstandandi skipulagsvinnu. Sveitarstjórn lýsir jafnframt þeirri von að sem allra fyrst verði hafist handa við tvöföldun Hvalfjarðarganga. Ljóst er að núverandi göng uppfylla ekki öryggiskröfur samkvæmt Evróputilskipun 2004/54/EB, sem innleidd er í reglugerð nr. 992/2007 um öryggiskröfur fyrir jarðgöng. Samkvæmt reglugerðinni skal neyðarútgangur vera til staðar þegar meðalumferð fer yfir 4.000 ökutæki á dag á hverri akrein í jarðgöngum sem eru styttri en 10 km. Ísland fékk þó sérstaka undanþágu frá tilskipuninni þar sem viðmiðið er almennt 2.000 ökutæki á akrein.

8.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Faxaflóahafnir sf.

2504040

Fundargerð 263. fundar.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.

9.Fundargerðir 2026 ásamt fylgigögnum - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2601035

Fundargerð 167. fundar ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Efni síðunnar