Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

58. fundur 21. janúar 2026 kl. 15:30 - 18:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson ritari
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar
Dagskrá

1.Stígagerð í sveitarfélaginu

2001040

Fjallað um fund sem starfsfólk Umhverfis- og skipulagsdeildar átti með fulltrúum Vegagerðarinnar fyrr í janúar, vegna stígagerðar ofl. í Hvalfjarðarsveit.

Þar var m.a. rætt um stíg frá göngustíg við Eiðisvatn og að Álfholtsskógi ásamt undirgöngum undir þjóðveg 1.

Einnig var rætt um stíg frá Melahverfi og að Heiðarskóla.

Málið var á dagskrá Mannvirkja- og framkvæmdanefndar árið 2021.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja undirbúning og leiðaval vegna nýrra verkefna á komandi árum en skv. framkvæmdaáætlun Hvalfjarðarsveitar er gert ráð fyrir árlegu framlagi til göngu- og reiðhjólastíga fram til ársins 2029. Vinnan verði unnin í samráði við Mannvirkja- og framkvæmdanefnd og aðra hagsmunaaðila s.s. landeigendur.

2.Hraðhleðslustöð í Hvalfjarðarsveit

2601032

Erindi frá Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar.

Á 39. fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar, þann 3.7.2024 fjallaði nefndin um erindi þar sem samþykkt var að heimila vinnslu skipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar hraðhleðslustöðvar ásamt samsvarandi breytingu á gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Þróunarfélag Grundartanga er mjög áfram um að stuðla að orkuskiptum og í þeim tilgangi fékk félagið styrk til kaupa á öflugri hraðhleðslustöð sem staðsett yrði á Grundartanga. Í kjölfarið leiddi Þróunarfélagið saman, til viðræðna um málið, áhugasama rekstraraðila hraðhleðslustöðvar og Faxaflóahafnir. Markmiðið var að leiða til þess að í Hvalfjarðarsveit kæmi hraðhleðslustöð til notkunar fyrir fyrirtæki á Grundartanga, íbúa í Hvalfjarðarsveit og vegfarendur um þjóðveg 1.

Á Grundartanga starfa tugir stórra og smárra iðn- og þjónustufyrirtækja, með á annað þúsund manns í vinnu auk þess sem á annað þúsund manns hafa atvinnu af þjónustu sem tengist starfseminni með óbeinum hætti. Þannig má rekja á þriðja þúsund starfa beint eða óbeint til starfsemi á Grundartanga.

Daglega aka 5.800-6.000 bílar framhjá Grundartanga á þjóðvegi 1, skv. vef Vegagerðarinnar, www.umferd.vegagerdin.is .
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fagnar fyrirhuguðum áformum um uppsetningu hraðhleðslustöðvar í Hvalfjarðarsveit. Það yrði styrkur fyrir svæðið, ekki síst í tengslum við áform Þróunarfélagsins um grænan iðngarð, að framkvæmdin yrði að veruleika sem allra fyrst.
Nefndin vill góðfúslega, í ljósi þess tíma sem liðinn er frá því leit að lóð hófst, brýna fyrir framkvæmdaaðilum verkefnisins að leita allra leiða við hentugt lóðaval í Hvalfjarðarsveit.

3.Torfholt L 240669 - framkvæmdaleyfi - vegur.

2601028

Landeigandi Leirár L133774 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegi skv. deiliskipulagi fyrir Torfholt í landi Leirár dags. 05.01.2026.

Umrætt svæði er deiliskipulagt fyrir íbúðar- og útihús og ferðaþjónustu (6 gestahús).

Svæðið sem leggja á vegi um nær yfir 4 ha.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna vegar að lóðinni Torfholt í landi Leirár, á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að undangenginni jákvæðri umsögn lögaðila/umsagnaraðila s.s. Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi er skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

4.Kross L198194 og Krossland Eystra L205470- Aðalskipulagsbreyting

2509028

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 24. september 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Kross L198194 og Krosslands eystra L205470. Breytingin náði til svæðis sem skilgreint var sem samfélagsþjónusta (S8) og verður íbúðarbyggð (ÍB5).

Lýsingin var auglýst frá 2. - 12. október 2025 og bárust 7 umsagnir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma.



Í framhaldi af lýsingu eða þann 26. nóvember 2025, samþykkti Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Kross L198194 og Krosslands eystra L205470.



Breytingin nær til svæðis samfélagsþjónusta S8, sem er um 1,3 ha að stærð og aukins íbúðafjölda og leiðréttingar. Með breytingunni verður landnotkun svæðisins skilgreind sem íbúðabyggð í stað samfélagsþjónustu. Jafnframt nær breytingin til íbúðarbyggðar ÍB4 og ÍB5 þar sem aukið byggingarmagn er heimilað. Samhliða er unnið að landsskiptum milli Kross (L198194) og Krosslands eystra (L205470). Núverandi vegtengingar af Akrafjallsvegi verða nýttar áfram.



Alls bárust 7 umsagnir.



1) Náttúruverndarstofnun mun ekki veita umsögn um verkefnið á kynningarstigi, en stofnunin áskilur sér rétt á að veita umsögn á síðari stigum.

2) Minjastofnun Íslands veitti umsögn varðandi verkefnið á lýsingarstigi og bendir á að líta megi til þeirrar umsagnar. Minjastofnun Íslands mun ekki veita umsögn um verkefnið á kynningarstigi, en stofnunin áskilur sér rétt á að veita umsögn á síðari stigum.

3) Vegagerðin segir í bréfi sínu dags. 9.12.2025 að hún hafi kynnt sér tillöguna skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir, með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar, ekki athugasemd. Í bréfinu kemur fram sú ábending að ekki sé æskilegt að bæta við tengingum við Innesveg (503-01) og skilja má ábendinguna á þann veg að Vegagerðin muni ekki veita heimild fyrir fleiri vegtengingum á skipulagssvæðinu.

4) Heilbrigðiseftirlit Vesturlands segir í bréfi sínu dags. 12.12.2025 að eftirlitið hafi farið yfir tillögu að breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í landi Kross L198194 og Krosslands Eystra L205470 og að eftirlitið hafi gert umsögn um málið á fyrri stigum og telji ekki þörf á frekari athugasemdum á þessu stigi máls. Heilbrigðiseftirlitið leggur þó áherslu á að áður en samþykkt er deiliskipulag verði gerð grein fyrir fullnægjandi útfærslu á fráveitu og hreinsun. Þar sem hugað er að tvöföldu kerfi, þar sem regnvatn og skólp eru aðskilin (t.d. með blágrænum ofanvatnslausnum).

5) Náttúrufræðistofnun gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.

6) Landsnet gerir ekki efnislega umsögn um málið og óskar eftir að vera tekið af lista sem umsagnaraðili í frekari málsmeðferð þessa skipulags.

7) Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar segir m.a. eftirfarandi í bréfi sínu dags. 15.12.2025, fyrir hönd skipulags- og umhverfisráðs:



a)

Akraneskaupstaður fer fram á að unnið verði áhrifamat á byggðinni og þeim framtíðaráformum sem kunnu að vera. Lagt er til að þetta verði unnið í sameiningu og óskað er eftir að eftirfarandi þættir verði skoðaðir þ.e., samgöngur og umferðaröryggi (bílar, gangandi, hjólandi), áhrif á samfélagið, umhverfisþættir og ásýnd svæðis. Vísað er í Landskipulagsstefnu 2024-2038 í breytingu á aðalskipulagi þar sem sett er fram samræmd stefna ríkisins um skipulagsmál sem byggir á þeirri framtíðarsýn „...að skipulag byggðar- og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun og lífsgæðum, styðji við samkeppnishæfni og sveigjanleika og stuðli að viðnámsþrótti gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingu.“ Akraneskaupstaður setur athugasemdir við hvernig Hvalfjarðarsveit ætlar að ná þessari stefnu fram án þess að meta áhrif byggðar í Krosslandi á nærliggjandi þéttbýliskjarna Akraneskaupstaðar.



b)

Skv. kafla 2.2.1 í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar um íbúðarbyggð (íb), sem ÍB5 og ÍB6 fellur undir, eru til staðar skilmálar um að atvinnustarfsemi sé að öllu óheimil nema með sérstöku samþykki í aðalskipulagi. Í kafla 5.1. í breytingu á aðalskipulagi er vísað í að öll þjónusta og atvinnutækifæri séu á Akraneskaupstað og á Grundartanga, jafnframt er sagt að samgöngur við svæði séu góðar fyrir; bíl, hjól og göngu og það sé í gegnum innviði Akraneskaupstaðar. Eins er talið upp að aðgengi og tengingar íbúa við útivistarsvæði sé gott við Akraneskaupstað.

Það stingur í stúf að lesa að enginn atvinnuþjónusta verði á umræddu svæði og horft sé einvörðu til þess að byggja upp íbúðarkjarna en ekki litið til að byggja um blandaða byggð eins og tíðkast er nú til dag. Samfélög þurfa að treysta á innviði og nærþjónustu í sínum byggðarkjarna.



c)

Við yfirferð á fyrirliggjandi breytingartillögu hefur Akraneskaupstaður verulegar áhyggjur af umferð og umferðaröryggi um svæðið. Umferðin mun fara í gegnum Innnesveg sem fer um mjög viðkvæmt svæði þar sem m.a. íþróttasvæði barna og ungmenna ásamt fjölmennasta grunnskóla Akraneskaupstaðar er staðsettur. Akraneskaupstaður hefur markvisst unnið að umferðaröryggi um umræddan veg með því að þrengja, lágmarka bílhraða og minnka umferð í gegnum svæðið ýmist með hraðahindrunum og öðrum aðgerðum. Skv. fyrirliggjandi breytingu er verið að ræða um aukinn íbúafjölda eða um 130 íbúðir frá fyrri samþykktum. Ekki liggur fyrir nein umferðargreining sem metur áhrif uppbyggingarinnar á þetta mikilvæga svæði. Þá ber einnig að geta þess að Akraneskaupstaður hefur verið með svæðið til gagngerar endurskoðunar m.t.t. umferðaröryggis en þar má m.a. nefna að beina umferð frá íþrótta- og skólasvæði með útilokun eða verulegum þrengingum á almennri umferð. Fjölgun íbúða myndi þýða aukna umferð um Garðabraut en umferðaraukning af þessum breytingum sem lýst er í breytingartillögu myndi valda því að þær aðgerðir sem eru til skoðunar ganga ekki upp eða kallar á endurskoðun á þeirri vinnu vegna þess að hér er um að ræða gríðarlega umferðaraukningu sem fer þá öll um íbúðarhverfi innan marka Akraneskaupstaðar.



d)

Framlögð gögn þyrftu að vera skýrari með að um er að ræða skipulag á íbúðarhverfi í Hvalfjarðarsveit - en við lestur er oft vísað til aðstæðna á Akranesi og á ábyrgð Akraneskaupstaðar.



e)

Athygli er vakin á að Akraneskaupstaður er landeigandi að Akrakoti og ekki liggja fyrir hnitsetningar á mörkum lands og mikilvægt að hafa það í huga við frekari úrvinnslu.



f)

Akraneskaupstaður ítrekar það að unnið verði sameiginlegt áhrifamat á uppbyggingunni m.t.t. ofangreinda athugasemda og jafnframt að beðið verði með breytingu á aðalskipulagi fyrr en niðurstaða liggur fyrir.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem ábendingar sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu hafa eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Kross og Krossland Eystra með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

5.Fellsendi L 133625 - Aðalskipulagsbreyting - breyting á landnotkun.

2512028

Beiðni landeiganda um undanþágu frá gerð skipulagslýsingar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem breyta á hluta landbúnaðarlands í verslunar- og þjónustusvæði og afþreyingar- og ferðamannasvæði. Með erindinu fylgdi rökstuðningur fyrir umræddri beiðni.
Með vísan til 1. og 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem fjallar um breytingar á aðalskipulagi, og í ljósi umfangs fyrirhugaðra breytinga, telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd sér ekki fært um að verða við erindinu og er því hafnað.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

6.Fellsendi L 133625 - Aðalskipulagsbreyting - efnisnáma.

2512027

Beiðni landeiganda um undanþágu frá gerð skipulagslýsingar vegna breytinga á landnotkun í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem stækka á námu E4 á jörðinni.

Með erindinu fylgdi rökstuðningur fyrir umræddri beiðni.
Með vísan til 1. og 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem fjallar um breytingar á aðalskipulagi, og í ljósi umfangs fyrirhugaðra breytinga, telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd sér ekki fært um að verða við erindinu og er því hafnað.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

7.Katanesvegur, Grundartanga- aðalskipulagsbreyting.

2504025

Sveitarstjórn samþykkti 2. júlí 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með breytingunni verður athafnasvæði (AT5) austan til á Grundartangasvæðinu breytt í iðnaðarsvæði. Svæðið er 49 ha að stærð og heyrir undir Faxaflóahafnir. Skipulagslýsingin var auglýst frá 16. júlí - 20. september 2025 og bárust 14 umsagnir í Skipulagsgátt á auglýsingatíma.

Í framhaldi af lýsingu eða þann 10. desember 2025, samþykkti Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning tillögu á vinnslustigi var frá 12.12.2025 - 19.01.2026.

Alls bárust 14 athugasemdir við tillöguna í Skipulagsgátt á auglýsingatíma.



Í tillögunni felst að gerð er breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Með breytingunni verður athafnasvæði austan til á Grundartangasvæðinu breytt í iðnaðarsvæði. Svæðið er um 49 ha að stærð og heyrir undir Faxaflóahafnir sem annast rekstur hafna og tengdrar starfsemi. Það er mat Faxaflóahafna að meiri eftirspurn sé eftir iðnaðarlóðum en athafnalóðum og er því öllu svæðinu breytt úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði til að mæta þeirri eftirspurn. Áætlað er fiskeldi á 15 ha lóð og á öðrum lóðum verður hreinleg iðnaðarstarfsemi en minnt er á ákvæði aðalskipulags varðandi lítt mengandi starfsemi og að óheimilt sé að hefja starfsemi sem hefur í för með sé losun flúors eða brennisteinstvíoxíðs. Fyrirhuguð uppbygging verður í samráði sveitarfélags og Faxaflóahafna með grænar áherslur í starfsemi og uppbyggingu á Grundartanga í samræmi við samkomulag landeiganda og sveitarfélags.



Skv. deiliskipulagi austursvæðis á Grundartanga er lóð Katanesvegar 34 sögð vera 15,3 ha, Katanesvegar 36 sögð vera 13,3 ha og Katanesvegar 38 sögð vera 11,4 ha, samtals 40 ha. Mörk fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar telja 49 hektara og ná því útfyrir það svæði sem deiliskipulagt er.
Í ljósi þeirra athugasasemda og ábendinga sem borist hafa við vinnslutillöguna, samþykkir Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að breyta aðalskipulagi einungis fyrir hluta athafnasvæðis (AT5) austan til á Grundartangasvæðinu í iðnaðarsvæði þ.e. hvað varðar lóðina Katanesveg 34.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Katanesveg 34 á Grundartanga, með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

8.Endurskoðun aðalskipulags - Skilmálabreytingar

2206043

Sveitarstjórn samþykkti 24. september 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir skilmálabreytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til breytinga á almennum skilmálum fyrir frístundabyggð (F), landbúnaðarsvæði (L3), skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og varúðar- og þynningarsvæði.

Gerð var sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingar á landnotkunarflokkunum en eftir atvikum verða unnar aðskildar aðalskipulagsbreytingar. Gerð verður breyting á skipulagsskilmálum í greinargerð aðalskipulags ásamt númerum landnotkunarflokka landbúnaðarsvæða. Skipulagslýsingin var auglýst í Skipulagsgátt 2. - 23. október s.l. og bárust ábendingar frá 15 aðilum á auglýsingatímanum.



Landbúnaðarland L3 - Kynning tillögu á vinnslustigi.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. desember 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.



Breytingin tekur til landbúnaðarsvæða (L), með áherslu á svæði í flokki L3. Markmiðið er að skýra nýtingu innan L3 svæða með því að stofna fleiri flokka með nákvæmari skilgreiningum um uppbyggingarheimildir, sem taka mið af aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Með breytingunni er gerð uppfærsla á almennum skilmálum og uppdrætti aðalskipulags, þar sem L3 svæði verða flokkuð sem L3-L6. Þá verður heimiluð landgræðsla og skógrækt undir 10 ha, þar á meðal skjólbeltarækt, á landbúnaðarlandi.

Kynningartími var frá 12.12.2025 - 19.01.2026 og bárust 6 umsagnir í Skipulagsgátt.



Skógræktar- og landgræðslusvæði - Kynning tillögu á vinnslustigi.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. desember 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin nær til almennra skilmála um skógræktar- og landgræðslusvæði (SL). Með breytingunni verða sett fram skýrari ákvæði um ný skógræktar- og landgræðslusvæði með það markmið að veita sveitarfélaginu betri yfirsýn og stjórn á skógrækt innan sveitarfélagsins.

Kynningartími var frá 12.12.2025 - 19.01.2026 og bárust 9 umsagnir í Skipulagsgátt.



Frístundabyggð - Kynning tillögu á vinnslustigi.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. desember 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.



Breytingin nær til almenna skilmála Frístundabyggðar (F). Markmið breytingarinnar er að skerpa á skilmálum sem varða atvinnurekstur innan frístundabyggðar. Óheimilt verður að vera með atvinnustarfsemi innan frístundasvæða án þess að skilgreina verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi, m.a. til þess að tryggja að allir nágrannar séu meðvitaðir um heimildir til rekstrar innan svæðis.



Í gildandi aðalskipulagi hefur verið heimild fyrir takmörkuðum atvinnurekstri innan frístundabyggðar, umfram það sem lög heimila um orlofsbyggð eða 13. gr. reglugerðar 1277/2016 um heimagistingu. Reynslan sýnir að núverandi fyrirkomulag, þar sem rekstraraðili getur aflað samþykkist annarra lóðahafa eða nágranna, hefur reynst flókið og vandasamt. Sveitarfélagið vill því skýra heimildir um atvinnurekstur innan frístundabyggðar og tryggja að slík starfsemi fari fram á skilgreindum landnotkunarreitum. Með því er jafnframt tryggt að lóðarhafar séu upplýstir um mögulegan atvinnurekstur í nágrenni sínu.

Kynningartími var frá 12.12.2025 - 19.01.2026 og bárust 10 umsagnir í Skipulagsgátt.



Varúðarsvæði - Kynning tillögu á vinnslustigi.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. desember 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 á vinnslustigi sbr. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.



Breytingin nær til breyttra skilmála varúðarsvæðis (þynningarsvæði).

Með breytingunni verða settar fram nýir skilmálar sem samræmast breyttum lögum um afnám þynningarsvæða. Svæðið tekur yfir Grundartanga og svæðið þar vestur af. Afmörkun svæðis (Va1) breytist ekki og því er einungis gerð breyting á greinargerð aðalskipulags.

Kynningartími var frá 12.12.2025 - 19.01.2026 og bárust 13 umsagnir í Skipulagsgátt.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem athugasemdir / ábendingar sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu hafa eftir atvikum verið hafðar til hliðsjónar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að skilmálabreytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, fyrir Landbúnaðarland (L3) og frístundabyggð (F) með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Auglýsingu tillögu fyrir varúðarsvæði (V) og skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) frestað til næsta fundar.

9.Hafnarland Ölver L238859 - Aðalskipulagsbreyting

2510027

Lögð fram vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna Hafnarlands Ölvers L238859.



Landmótun f.h. landeiganda leggur fram vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Hafnarland Ölver L238859. Breytingin felur m.a. í sér afmörkun nýs landnotkunarreits VÞ21 fyrir verslun og þjónustu í landi Hafnar. Innan reits VÞ21 er fyrirhugað að vera með veitinga- og gistiþjónustu fyrir allt að 30 manns, auk fastrar búsetu. Í gildandi aðalskipulagi er landið skilgreint sem landbúnaðarland í flokki L2, annað landbúnaðarland. Skipulagssvæðið er 5 ha að stærð. Hámark byggingarmagns er 600 m2. Sveitarstjórn samþykkti þann 22.10.2025 að auglýsa skipulagslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og nr. 123/2010. Lýsingin var auglýst í Skipulagsgátt og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum, frá Náttúruverndarstofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landsneti og Narfastöðum ehf. Frestur til að gera athugasemdir við lýsingu var til 30.11.2025. Lögð fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi, greinargerð og uppdráttur, þar sem eftir atvikum hefur verið tekið tillit til þeirra ábendinga sem komu við skipulagslýsingu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum, skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

10.Hólabrú - Deiliskipulag

2601017

Lögð fram tillaga dags. nóvember 2025 að deiliskipulagi fyrir Hólabrúarnámu.

Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.



Deiliskipulag þetta nær til efnistöku- og athafnasvæðisí landi Innra-Hólms L133691, Kirkjubóls L133697 og nær yfir Hólabrú 1 L223440. Þjóðvegurinn er með staðfangið Vegsvæði V11 L191605 og ná skipulagsmörkin einnig inn á það svæði.

Í Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 ersvæðið merkt E13 Innri-Hólmur (Hólabrú) og nær einnig yfir athafnasvæði AT9 fyrir verkstæði, starfsmannaaðstöðu og aðstöðu vegna námuvinnslu. Gerð var breyting á aðalskipulaginu með það að markmiði að stækka efnistökusvæðið en það hefur lengi verið í notkun. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var auglýst 31. október með athugasemdarfresti til 28. nóvember 2024. Kom þar fram að deiliskipulag fyrir svæðið yrði gert í kjölfar aðalskipulagsbreytingarinnar og þar kæmu fram nánari upplýsingar um hvernig frágangi námunnar yrði háttað, þ.e. frágangur einstakra svæða innan námunnar jafnóðum og efnistöku þar er lokið og endanlegur frágangur námunnar í heild.



Matsfyrirspurn vegna stækkunar námunnar var send til Skipulagsstofnunar og ákvarðaði Skipulagsstofnun að framkvæmdin væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Matsfyrirspurnin var sameiginleg fyrir Hólabrúarnámu og Kúludalsnámu sem er nánast samliggjandi.



Náman, sem að stærstum hluta er í landi Innra-Hólms og Kirkjubóls, er við rætur Akrafjalls að suðaustanverðu, undir svokölluðum Rauðagarði. Til norðurs afmarkast núverandi efnistökusvæði af gömlum akvegi og við norðausturmörk svæðisins er lítill skógræktarlundur. Framtíðar efnistaka mun þó fara norður fyrir umræddan veg. Til vesturs afmarkast námusvæðið af túngirðingu landeiganda. Til suðurs afmarkast svæðið af hringveginum og er aðkoma að námunni þaðan.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Hólabrú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

11.Kúludalsárland L 133702 - auglýsingaskilti

2512024

Erindi frá Hvalfjarðarsveit er varðar hús á lóð Kúludalsárlands 7, L 133702, sem skráð er sem spennistöð í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.

Stærð lóðar er 4.300 m2 skv. fasteignaskrá en landeign er ekki afmörkuð í landeignaskrá.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að ræða við lóðarhafa vegna málsins.

12.Kúludalsá - L 133701 - malarnáma - aðalskipulagsbreyting.

2601018

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á námu í landi Kúludalsár.

Breytingarnar verði í samræmi við matsskyldufyrirspurn og afgreiðslu Skipulagsstofnunar dags. 27. júní 2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda/námuréttarhafa að auglýsa skipulagslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

13.Galtarlækur - Aðalskipulagsbreyting

2405015

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna nýs athafna- og hafnarsvæðis í

landi Galtalækjar.

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar sem birt var í Skipulagsgátt þann 16.01.2026.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir aðalskipulagsbreytinguna á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að vísa tillögunni með áorðnum breytingum að nýju til endanlegrar staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

14.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 - fyrirspurn - Skólastígur 5 og Leirárland.

2510015

Fyrirhuguð uppbygging á svæðinu kringum Heiðarskóla.



Ósk um heimild til að breyta aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Í breytingunni felst að fá að vinna skipulag fyrir lóð Leirárlands L221405 og hluta lóðar Skólastígs 5, L221409. Nánar tiltekið mun aðalskipulagsbreytingin felast í því að breyta landbúnaðarlandi L2 yfir í L3 hvað varðar Leirárland, til samræmis við aðliggjandi lóð, Skólastíg 5, sem er landbúnaðarland L3 skv. aðalskipulagi. Einnig að vinna deiliskipulag fyrir báðar lóðir með íbúðaruppbyggingu í huga. Skráð stærð Leirárlands L221405 eru tæpir 7,06 hektarar en skráð stærð Skólastígs 5, L221409 eru rúmir 2,69 hektarar. Skráð heildarstærð svæðisins er því um 9,75 hektarar.



Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fjallaði um málið á fundi sínum þann 15.10.2025 og óskaði í kjölfarið eftir frekari upplýsingum frá landeiganda.

Aftur fjallaði nefndin um málið á fundi sínum þann 3.12.2025 þar sem samþykkt var að óska eftir fundi með landeiganda til að ræða uppbyggingaráform svæðisins.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna áfram að málinu.

15.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúhalli 3 - Flokkur 1

2510036

Sótt er um leyfi til að byggja 37,4 m2 frístundahús á lóðinni Kúhalli 3 L133535, í landi Þórisstaða 2. Erindinu er vísað til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags. Ekki er deiliskipulag fyrir hendi.

Lóðin Kúhalli 3 er skráð sumarbústaðaland og 9.640 m2 að stærð. Landið er frístundabyggð skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Um er að ræða bjálkahús á einni hæð, en burðarvirki þaks er úr timbri. Undirstöður eru steyptir sökkulveggir. Stærð hússins er 37,4 m2 að brúttóflatarmáli en brúttórúmmál er 146,1 m3. Mænishæð er 4,64 m frá gólfkóta, vegghæð er 2,77 m frá gólfkóta.

Aðkoma er frá götunni Kúhalla.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti á fundi sínum 19.11.2025 að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að óska eftir gögnum og afgreiðslu málsins frestað.



Lögð eru fram uppfærð gögn.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010, meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Kúhalli 5 L133537, Kúhalli 4 L133536, Kúhalli 2 L133534, Kúhalli 1 L133533 og Þórisstaðir 2 L233003.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

16.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Leynir - Flokkur 1

2512008

Sótt er um byggingarleyfi fyrir skemmu á lóðinni Leynir L221536. Erindi frá byggingarfulltrúa til nefndarinnar vegna skipulags, ekki er deiliskipulag fyrir hendi.

Um er að ræða matshluta 03, fyrir er matshluti 01, íbúðarhús og matshluti 02, bílgeymsla.

Fyrirhuguð bygging er vélarskemma, stálgrindarbygging með staðsteyptri gólfplötu. Undirstöður hvíla á þjappaðri fyllingu.

Byggingin er á einni hæð, flatarmál 79,6 m2, rúmmál 254,4m3.

Stærð lóðar er 4.000m2. Heildar m2 fjöldi með viðbættum matshluta er 275,2m2, nýtingarhlutfall með nýjum matshluta 0,069.

Kvöð um aðkomu er um land Hrafnabjarga.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Þ.e. Hrafnabjörg L133185.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

17.Hæðarbyggð 4 - Geymsla

2105045

Erindi frá byggingarfulltrúa.

Sótt hefur verið um leyfi til að byggja 36,1 m2 geymslu á lóðinni Hæðarbyggð 4 sem er frístundalóð í landi Kalastaða.

Lóðin sem ekki hefur verið afmörkuð í landeignaskrá er 8.325 m2 að stærð.

Málið var upphaflega á dagskrá nefndarinnar árið 2021.

Langt er um liðið frá því málið var síðast til umfjöllunar og ekki unnt að byggja á fyrri afgreiðslu málsins, hefur byggingarfulltrúi því ákveðið að senda erindið að nýju til USNL-nefndar vegna ákvörðunar um grenndarkynningu / skipulagsmeðferð.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Til er deiliskipulag frá árinu 1995 og gerðar á því breytingar árið 2015, en svo virðist sem upphaflegt deiliskipulag hafi ekki öðlast gildi og því eru síðari breytingar á því ekki gildar.



Í almennum skilmálum aðalskipulags kemur fram að „Frístundalóðir verða að jafnaði 0,5 til 2,0 ha. Nýtingarhlutfall er að jafnaði 0,03. Heildarbyggingarmagn verður þó aldrei meira en 250 m². Heimilt er að byggja þrjú hús á hverri lóð, þar af eitt frístundahús auk allt að 40 m2 gestahúss og allt að 25 m2 geymslu. Þessar byggingar teljast með í heildar byggingarmagni lóðar“.

Þegar hefur verið byggt 98,6 m2 frístundahús á lóðinni.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi, með áorðnum breytingum uppdrátta, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þ.e. Hæðarbyggð 1 L177687, Hæðarbyggð 2 L174653, Hæðarbyggð 3 L177688, Hæðarbyggð 5 L177690, Hæðarbyggð 6 L177692 og Kalastaðir L133190.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

18.Endurvinnsla Als álvinnslu á saltgjalli og gjallsandi, Grundartanga. Umsagnarbeiðni vegna máls nr 1565 frá 2025 í Skipulagsgátt

2511037

Niðurstaða Skipulagsstofnunar.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 112

2509006F

  • 19.1 2509033 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 34 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 112 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113

2510002F

  • 20.1 2508034 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Álfheimar 9 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113 Hús fer útfyrir byggingarrteit.
    Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 20.2 2503019 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólheimar 5 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113 Húsið er of stórt miðað við samþykkt deiliskipulag.
    Erindinu er hafnað vegna skipulags.
  • 20.3 2506006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Neðra-Skarð 133792 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 20.4 2509034 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 27 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 20.5 2510003 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Grundartangal verksm 133675 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 20.6 2510008 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kjarrás 8 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 20.7 2510009 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Höfn 176166 - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 113 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 114

2510003F

  • 21.1 2510039 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Grundartangal verksm 133675 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 114 Umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 21.2 2510036 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúhalli 3 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 114 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 21.3 2510025 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 2 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 114 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 21.4 2509026 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyrarskógur 27 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 114 Umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 21.5 2510045 Umsókn um stöðuleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 114 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 115

2511004F

  • 22.1 2510043 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólheimar 5 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 115 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru sammþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 22.2 2511007 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kjarrás 15 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 115 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru sammþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 116

2511005F

  • 23.1 2509022 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúhalli 14 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 116 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 23.2 2505003 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Áshamar II - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 116 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 23.3 2511016 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyrarskógur 101 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 116 Umsækjandi er ekki þinglýstur eigandi frístundalóðar.
    Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. Á lóðinni stendur hús sem þarf að gera grein fyrir á teikningum ásamt rotþró sem er á lóðinni.
    Uppfæra þarf teikningar með tilliti til þessa.

  • 23.4 2511020 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskógar 81 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 116 Hús fer út fyrir byggingarreit, ein hlið húss er á lóðarmörkum
    Erindinu er hafnað vegna skipulags.
  • 23.5 2203009 Lækjarkinn 1 - Umsókn um byggingarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 116 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
Að lokinni umfjöllun um mál nr. 14 vék Sæmundur Víglundsson af fundi.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Efni síðunnar