Fara í efni

Sveitarstjórn

430. fundur 22. október 2025 kl. 15:01 - 15:49 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Marie Greve Rasmussen Varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Helgi Pétur Ottesen og Ómar Örn Kristófersson boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 429

2510001F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54

2509008F

Fundargerðin framlögð.
ÁH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja núgildandi samning við Hreinsitækni um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit um eitt ár, þ.e. til ársloka 2026. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framlengja núgildandi samning við Hreinsitækni, um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit, um eitt ár, þ.e. til ársloka 2026."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur yfirfarið matsskyldufyrirspun sem gerir grein fyrir helstu umhverfisþáttum framkvæmdar er varðar áform um aukna efnistöku við Litlu-Fellsöxl. Framkvæmdin samræmist þeirri stefnu varðandi námur sem sett er fram í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, m.a. að efnistaka verður takmörkuð við núverandi staði. Sveitarfélagið vill árétta mikilvægi mótvægisaðgerða til að draga eins og hægt er úr neikvæðum áhrifum og að gengið verði jafnóðum frá þeim hlutum námunnar þar sem vinnslu er lokið. USNL-nefnd telur að ágætlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Þó vill nefndin árétta að í frágangsáætlun í kafla 2.7 er sett fram hefðbundin áætlun m.a. um nýtingu svarðlags, um samvinnu við landeigendur og sveitarfélag og telur USNL-nefnd mikilvægt að gerð verði góð grein fyrir frágangi námunnar og hvernig svæðið muni líta út eftir að námuvinnslu líkur.

    USNL-nefnd telur að framkvæmdin skuli háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og setja inn stækkað efnistökusvæði áður en sótt er um framkvæmdaleyfi en efnistaka er framkvæmdaleyfisskyld. Einnig leggur nefndin áherslu á að gert verði deiliskipulag af svæðinu.

    Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

    Sæmundur Víglundsson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna vegauppbyggingar í Álfholtsskógi.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna vegauppbyggingar í Álfholtsskógi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni á lóð Geldingaár L133739.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni á lóð Geldingaár L133739."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Klafastaðaveg 5, 7 og 9, í B-deild stjórnartíðinda skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Klafastaðaveg 5, 7 og 9 í B-deild Stjórnartíðinda skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum, að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir, með áorðnum breytingum, að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim, og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim, og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

    Jökull Helgason vék að fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
    Þ.e. Hjallholt 37, L133594, Hjallholt 33, L133590, Hjallholt 28, L133585 og Þórisstaðir 2, L233003.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda, þ.e. Hjallholt 37, L133594, Hjallholt 33, L133590, Hjallholt 28, L133585 og Þórisstaðir 2, L233003."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að gerðar verði lagfæringar á gögnum málsins til samræmis við umræður á fundinum, en þær felast í að annað hvort verði húsið skráð sem gestahús við íbúðarhús eða búin til lóð undir frístundahús. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna málið áfram með umsækjanda.
    Samþykkt að grenndarkynna meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Gamla Höfn L221806, Nýhöfn 176174, Höfn L133742, Árós Hafnarlandi L210328 og Hestholt Hafnarlandi 208458
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir erindið með fyrirvara um að gerðar verði lagfæringar á gögnum málsins til samræmis við umræður á fundinum, en þær felast í að annað hvort verði húsið skráð sem gestahús við íbúðarhús eða búin til lóð undir frístundahús. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna málið áfram með umsækjanda. Samþykkt að grenndarkynna meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Gamla Höfn L221806, Nýhöfn 176174, Höfn L133742, Árós Hafnarlandi L210328 og Hestholt Hafnarlandi L208458."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
    Þ.e. Hjallholt 25, L133582, Hjallholt 4, L133561, Hjallholt 2, L133559, Hjallholt 30, L133587, Hjallholt 29, L133586, Hjallholt 26, L133583, Hjallholt 24, L133581 og Þórisstaðir 2, L233003.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda, þ.e. Hjallholt 25, L133582, Hjallholt 4, L133561, Hjallholt 2, L133559, Hjallholt 30, L133587, Hjallholt 29, L133586, Hjallholt 26, L133583, Hjallholt 24, L133581 og Þórisstaðir 2, L233003."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 54 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hafnar erindinu en bendir á að hægt er að óska eftir að breyta deiliskipulagi svæðisins.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og hafnar erindinu en bendir á að hægt er að óska eftir að breyta deiliskipulagi svæðisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2026-2029.

2505008

Fyrri umræða.
Sveitarstjóri fór yfir og kynnti forsendur fjárhagsáætlunar 2026-2029.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda á árinu 2026:

Álagning útsvars verði 14,14%

Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,34% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.

Þá samþykkir sveitarstjórn að vísa fjárhagsáætlun 2026-2029 til síðari umræðu í sveitarstjórn."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

4.Farsældarráð Vesturlands.

2509021

Tilnefning fulltrúa.
Farsældarráð Vesturlands er samráðsvettvangur sveitarfélaga og þjónustuaðila á svæðinu sem starfar í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Farsældarráð Vesturlands styður við stefnumótun og samhæfingu þjónustu í samræmi við farsældarlög og leggur fram tillögur að sameiginlegum áherslum. Ráðið setur fram fjögurra ára aðgerðaáætlun sem lögð er fyrir sveitastjórnir og viðeigandi stjórnvöld/yfirstjórn ríkisstofnana og aðra þjónustuveitendur til samþykktar.

Samkvæmt farsældarlögum skal ráðið skipað fulltrúum stofnana sem skilgreindar eru sem þjónustuveitendur í lögunum, auk annarra aðila sem teljast mikilvægir þátttakendur í svæðisbundu samráði. Ráðið fundar að lágmarki tvisvar á ári og tilnefna aðilar ráðsins aðal- og varafulltrúa. Aðilar að Farsældarráði Vesturlands fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar er einn kjörinn fulltrúi og annar til vara. Einn stjórnandi málaflokks og einn til vara. Einn áheyrnarfulltrúi með málfrelsi sem jafnframt er ábyrgðaraðili farsældar hjá Hvalfjarðarsveit.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna eftirfarandi aðila í Farsældarráð Vesturlands.
Andrea Ýr Arnarsdóttir, kjörinn fulltrúi og Helga Harðardóttir til vara.

Freyja Þöll Smáradóttir, stjórnandi málaflokks og Svala Ýr Smáradóttir til vara og sem áheyrnarfulltrúi."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Haustþing SSV 2025.

2508038

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Haustþing SSV verður haldið á Akranesi 29. október nk.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Andrea Ýr Arnarsdóttir, Birkir Snær Guðlaugsson og Inga María Sigurðardóttir og til vara Helga Harðardóttir, Ómar Örn Kristófersson og Helgi Pétur Ottesen. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu. Haustþing SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2026.

2510030

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Ása Hólmarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

7.Ósk um fjárstuðning vegna haustferðar félagsins.

2510011

Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna rútukostnaðar í tengslum við haustferð félagsins um Reykjanes og til Grindavíkur, sem fór fram miðvikudaginn 15. október sl. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun ársins 2025 þar sem 100.000 kr. færast á deild 02089, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Söfnun fyrir BiPAP öndunarvél fyrir Lyflækningadeild HVE Akranesi.

2510014

Erindi frá Hollvinasamtökum Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til umfjöllunar milli umræðna fjárhagsáætlunar 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Beiðni um styrk vegna jólaúthlutunar Mæðrastyrksnefndar Akraness.

2510017

Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akraness.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 250.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun ársins 2025 þar sem kr. 250.000 færast á deild 02089, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2025.

2510031

Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2025 lagður fram til kynningar. Fyrstu átta mánuði ársins eru málaflokkar og deildir almennt innan áætlunar tímabilsins. Rekstrartekjur eru hærri en ráðgert var og rekstrar- og launakostnaður lægri. Rekstrarniðurstaða fyrstu átta mánuði ársins er tæplega 188mkr. jákvæðari en áætlun tímabilsins ráðgerði.

11.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindi framlögð.

12.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerð 986. fundar.
Fundargerðin framlögð.

13.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.

2503018

Fundargerð 198. fundar.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:49.

Efni síðunnar