Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

54. fundur 15. október 2025 kl. 15:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson ritari
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar
Dagskrá

1.Umferðaröryggismál

2508022

Boðað var til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar á Vesturlandi.
Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Pálmi Þór Sævarsson fulltrúar Vegagerðarinnar komu á fund nefndarinnar til að fara yfir vegamál í sveitarfélaginu. Farið var yfir m.a. ýmis öryggisatriði, stöðuna á framtíðar staðsetningu þjóðvegar 1, nýrra Hvalfjarðarganga, gatnamót við Melahverfi og inn Hvalfjörð og göngustíga ásamt fleiru sem á nefndarfólki brann.

Birgitta og Pálmi véku af fundi kl. 16:05.

2.Rotþróarsamningur.

1910075

Framlenging samnings.

Erindi dags. 09.10.2025 frá Svani Svæari Lárussyni f.h. Hreinstiækni sem samþykkir framlengingu samnings um 1 ár þ.e. til loka árs 2026 eins og heimilt er í verksamningi Hvalfjarðarsveitar og Hreinsitækni um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit frá 2020-2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja núgildandi samning við Hreinsitækni um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit um eitt ár, þ.e. til ársloka 2026.

3.Námur í Hvalfjarðarsveit - endurskoðun.

2412004

Erindi frá Umhverfis- og skipulagsdeild.

Lagt er til að hafinn verði seinni hluti mælinga á námum í Hvalfjarðarsveit, og nú á þeim námum sem útaf standa varðandi skoðun allra náma í sveitarfélaginu þ.e.a.s. þær námur sem eru skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hafin verði seinni hluti mælinga á námum í Hvalfjarðarsveit og felur deildarstjóra Umhverfis- og skipulagsdeildar að vinna málið áfram. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar 2025.

4.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - Styrkir

2304041

Erindi frá Framkvæmdasjóði ferðamanna.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026 en opnað var fyrir umsóknir 7. október sl. en umsóknarfrestur er til 4. nóvember 2025.

Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Í úthlutuninni fyrir árið 2026 er lögð áhersla á framkvæmdir sem stuðla að bættu öryggi ferðamanna. Gæðamat sjóðsins tekur mið af þessari áherslu og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér nýtt gæðamatsblað sjóðsins og eyðublaðið "Áhættumat framkvæmda" sem finna má á upplýsingasíðu um umsóknir.



Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:

a) Öryggi ferðamanna.

b) Náttúruvernd, viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða og ferðamannaleiða.

c) Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Fyrirhuguðu verkefni skal í umsókn lýst svo skilmerkilega að mögulegt sé að meta styrkhæfi þess.



Sjóðnum er ekki heimilt m.a.:

d) Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða.

e) Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.

f) Veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að sækja um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða vegna áframhaldandi framkvæmda við Glym, fyrir árið 2026 í samvinnu við landeigendur.

5.Litla-Fellsöxl - Aukin efnistaka - Matsskyldufyrirspurn - Umsagnarbeiðni

2510002

Fyrirspurn um matsskyldu er í umsagnarferli í skipulagsgátt og er nr. 1268/2025.

Kynningartími er til 13. október 2025.



Í skipulagsgátt var matsskyldufyrirspurn dagsett 12. september 2025 og skýrsla um vistgerðir og fugla á efnistökusvæði við Litlu Fellsöxl dagsett 21. júlí 2025.



Borgarverk ehf. áætlar stækkun á námu í landi Litlu-Fellsaxlar sem nemur um 299.000 m3 (um 10 ha). Náman er staðsett í landi Litlu-Fellsaxlar.

Efnisvinnsla hefur farið fram á hluta svæðisins og má áætla að þegar hafi verið unnið um það bil 185.000 m3 (13 ha) af efni á svæðinu.

Áætlað er að um 10-15.000 m3 af efni séu enn til staðar í námunni og stendur til að fullvinna allt það efni sem til staðar er.

Náman hefur ekki farið í gegnum hefðbundin umhverfismatsferli.

Því nær fyrirspurn þessi til þeirrar efnisvinnslu sem áður hefur farið fram auk fyrirhugaðrar stækkunar.

Fyrirspurnin nær því til um 499.000 m3 efnistöku á um 23 ha landi.



Framkvæmdin er tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu til Skipulagsstofnunar samkvæmt tölulið 2.02 í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Óskar Borgarverk ehf. eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar um það hvort lýst framkvæmd sé matsskyld skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.



Fyrirhuguð framkvæmd fellur vel að þeirri stefnu um námur sem settar eru fram í gildandi aðalskipulagi.

Takmarka á efnistökusvæði við núverandi staði. Gera þarf breytingu á gildandi aðalskipulagi þar sem svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland L2.

Í framlögðum gögnum kemur fram að um sé að ræða stækkun á núverandi námu E22.

Við Fellsendaveg eru tvær aðrar stórar námur E4 og E28 auk þess sem E23 er skammt norðan Akrafjallsvegar.

Svæðið virðist því vera með hentugt efni til framkvæmda og góðri aðkomu frá umferðarlitlum vegi.

Fellsendavegur er ekki á vegaskrá Vegagerðarinnar þó lögbýli standi við veginn. Fyrirhuguð stækkun liggur aðeins hærra í landinu en núverandi efnistökusvæði þó um tiltölulega flatt land sé að ræða, en gæti þar af leiðandi orðið eitthvað meira áberandi nema svæðið verði skermað af með jarðvegsmönum. Meðan á vinnslu efnistökusvæða stendur eru frekar neikvæð áhrif á nærumhverfið og ásýnd nánast óhjákvæmileg.

Frágangur efnistökusvæðanna skiptir því mjög miklu máli, hvernig þau eru aðlöguð að aðliggjandi landi, hvernig staðið er að uppgræðslu og náttúrulegu yfirbragði námunnar.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur yfirfarið matsskyldufyrirspun sem gerir grein fyrir helstu umhverfisþáttum framkvæmdar er varðar áform um aukna efnistöku við Litlu-Fellsöxl. Framkvæmdin samræmist þeirri stefnu varðandi námur sem sett er fram í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, m.a. að efnistaka verður takmörkuð við núverandi staði. Sveitarfélagið vill árétta mikilvægi mótvægisaðgerða til að draga eins og hægt er úr neikvæðum áhrifum og að gengið verði jafnóðum frá þeim hlutum námunnar þar sem vinnslu er lokið. USNL-nefnd telur að ágætlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum. Þó vill nefndin árétta að í frágangsáætlun í kafla 2.7 er sett fram hefðbundin áætlun m.a. um nýtingu svarðlags, um samvinnu við landeigendur og sveitarfélag og telur USNL-nefnd mikilvægt að gerð verði góð grein fyrir frágangi námunnar og hvernig svæðið muni líta út eftir að námuvinnslu líkur.

USNL-nefnd telur að framkvæmdin skuli háð umhverfismati að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Gera þarf breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og setja inn stækkað efnistökusvæði áður en sótt er um framkvæmdaleyfi en efnistaka er framkvæmdaleyfisskyld. Einnig leggur nefndin áherslu á að gert verði deiliskipulag af svæðinu.

Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.

Sæmundur Víglundsson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

6.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 - fyrirspurn - Skólastígur 5 og Leirárland.

2510015

Erindi dags. 07.10.2025 frá Vilhelm Patrick Bernhöft.

Ósk um heimild til að breyta aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Í breytingunni felst að fá að vinna skipulag fyrir hluta lóða á Skólastíg 5, L221409 og Leirárlands L221405.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd óskar frekari upplýsinga frá landeiganda. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að afla frekari gagna og vinna málið áfram.

7.Kross L198194 - Lóðamál í Krosslandi

2510012

Skilmálar fyrir Kross og Krossland Eystra - breytt lóðarmörk.

Við gerð nýs deiliskipulags fyrir Kross, sem staðfest var í B-deild Stjórnartíðinda 09.04.2021 var afmörkun lóða breytt frá því sem verið hafði í eldra gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Nauðsynlegt er að uppfæra lóðarblöð fyrir umræddar lóðir og gera merkjalýsingar vegna breytinganna.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela deildarstjóra Umhverfis- og skipulagsdeildar að láta vinna merkjalýsingar og leiðrétta afmörkun lóða í Krosslandi. Verkefnið rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2025.

8.Narfabakki L203959 - Vindrafstöðvar fyrirspurn

2510026

Erindi dags. 09.10.2025 frá landeigendum Narfabakka.



Í deiliskipulagi Narfabakka kemur fram að heimiluð sé minniháttar orkuöflun með allt að tólf, 2 metra háum vindhverflum.

Óskað er eftir að sú hæðartakmörkun verði felld út og að hæðarheimild aðalskipulags, þ.e. allt að 25 m, verði ráðandi.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að almennar reglur aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar um vindrafstöðvar, gildi fyrir Narfabakka og því sé ekki þörf á sértækum breytingum á aðalskipulagi vegna þessa erindis. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að ræða við málsaðila.

9.Álfholtsskógur - framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar.

2510010

Hvalfjarðarsveit hefur hlotið styrk úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar (styrkir til samgönguleiða) til að lagfæra veginn um Álfholtsskóg.

Samið hefur verið við Þrótt ehf., um að vinna verkið og verður það unnið nú síðar á árinu 2025.

Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna verksins en styrkja á veginn með því að setja yfir hann unnið efni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna vegauppbyggingar í Álfholtsskógi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

10.Framkvæmdaleyfi - Geldingaá L133739 - Borholur

2510023

Barium ehf, Hafsteinn Daníelsson og Hafsteinn Daníelsson ehf sækja um framkvæmdaleyfi til að að bora allt að fjórar, 8 tommu rannsóknarholur vegna leitar að köldu neysluvatni í landi Geldingaár L133739.

Með erindinu fylgdi m.a. uppdráttur af ætluðu borsvæði og hnit af mörkum svæðisins.

Óskað er eftir að leyfið gildi til 31. desember 2025.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna borunar eftir köldu neysluvatni á lóð Geldingaár L133739.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

11.Kross L198194 og Krossland Eystra L205470- Aðalskipulagsbreyting

2509028

Lögð var fram skipulagslýsing að aðalskipulagsbreytingu vegna Kross L198194 og Krosslands eystra L205470 í Skipulagsgátt skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin nær ma.a. til svæðis sem skilgreint er sem samfélagsþjónusta (S8) og verður íbúðarbyggð (ÍB5).

Auglýsingatími lýsingarinnar var frá 02.10.-12.10. 2025 og bárust 5 umsagnir.



Ein af umsögnum snéri að skilmálum aðalskipulagsins um nýtingarhlutfall og fjölda íbúða fyrir svæðið og mögulegt misræmi í gögnum aðalskipulagsins.

Um Krossland eystra segir í núgildandi aðalskipulagi (ÍB5) að heildarfjöldi íbúða sé 124, svæðið sé 6 ha eða 60.000 m2 að stærð og nýtingarhlutfall sé 0,3 - 0,6.

Um Kross segir í núgildandi aðalskipulagi (ÍB4) að á svæðinu séu 31 lóð og 31 íbúð, svæðið sé 8 ha eða 80.000 m2 að stærð og nýtingarhlutfall sé 0,3-0,6.

Í aðalskipulagsbreytingu hefur athugasemd um nýtingarhlutfall og fjölda lóða, sem barst á lýsingartíma, verið höfð til hliðsjónar við gerð aðalskipulagstillögunnar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

12.Hafnarland Ölver - Aðalskipulagsbreyting

2510027

Skipulagslýsing lögð fram.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, með áorðnum breytingum, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

13.Ferstikla - L133168 - aðalskipulagsbreyting vegna skógræktar.

2507013

Lögð var fram skipulagslýsing í Skipulagsgátt að breyttu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í landi Ferstiklu 1 L133168, til samræmis við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Í breytingunni felst að hluta núverandi landbúnaðarlands (L2) og óbyggðs svæðis (ÓB1) í landi Ferstiklu, verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL). Áætlað er að 67 ha svæði verði skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði.



Auglýsingatími skipulagslýsingar var frá 04.09.- 18.09.2025 og bárust 7 umsagnir.



Lagt fram svar við ábendingu Skipulagsstofnunar og uppfærð tillaga aðalskipulagsbreytingar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

14.Klafastaðavegur 5, 7 og 9 - Óveruleg deiliskipulagsbreyting

2508006

Auglýst var óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Klafastaðaveg 5, 7 og 9, í Skipulagsgátt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Tillagan var grenndarkynnt meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda þ.e. Klafastaðavegur 1, L215933, Klafastaðavegur 4, L215936, Klafastaðavegur 12, L220445 og Faxaflóahafnir sf.



Grenndarkynning var auglýst frá 29.08.- 26.09.2025 og barst ein umsögn um samþykki fyrir hönd Faxaflóahafna.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Klafastaðaveg 5, 7 og 9, í B-deild stjórnartíðinda skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

15.Lækur Hafnarlandi L210327 - Deiliskipulag

2510024

Sett er fram deiliskipulag fyrir Læk Hafnarlandi L210327. Landeigandi hyggst byggja lóðina upp og áætlað er að byggja íbúðarhús og gisihús fyrir allt að 60 gesti auk þjónustubygginga. Stærð skipulagssvæðis er um 15 ha.



Samhliða nýju deiliskipulagi er gerð breyting á Aðalskipulagi. Lóðin var skilgreind sem frístundasvæði í gildandi Aðalskipulagi en með breytingu var henni breytt í verslunar- og þjónustusvæði.



Fylgigögn eru greinargerð og skipulagsuppdráttur.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum, að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

16.Kúludalsárland 4 L133703 - Deiliskipulagsbreyting

2505029

Auglýst var tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Kúludalsárlands 4 L133703 til samræmis við 1. mgr. 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í Skipulagsgátt.



Tillagan tekur til um 5,5 ha svæðis þar sem m.a. er gert ráð fyrir fastri búsetu og á uppdrætti eru afmarkaðar lóðir, vegir og byggingarreitir.



Auglýsing deiliskipulags var frá 20.08.- 01.10.2025 og bárust 9 umsagnir.



Lögð er fram samantekt umsagna og viðbrögð við þeim og uppfærður skipulagsuppdráttur með hliðsjón af umsögnum.
Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim, og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

17.Merkjalýsing - Melahverfi Litla Lambhagaland, L 191618.

2510016

Erindi frá Guðlaugi I. Maríassyni merkjalýsanda f.h. Hvalfjarðarsveitar.

Verið er að stofna nýja lóð út úr lóðinni Melahverfi Litla-Lambhagaland, L191618 sem skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var á sínum tíma stofnuð út úr Litla-Lambhagalandi.

Ný lóð sem er ætluð undir spennistöð Rarik er stofnuð út úr lóð í þéttbýli í Melahverfi, skógræktar- og landgræðslusvæði og er hún í samræmi við gildandi aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.

Nýja lóðin fær nafnið Melahverfi 3.

Aðkoma að nýrri lóð/fasteign er um vegslóða sem tengist afleggjara að Melahverfi nr. 5033-01 skv. vegaskrá Vegagerðarinnar.

Stærð nýrrar fasteignar er 20,2 m2.

Skráð stærð upprunafasteignar L19161 fyrir breytingu er 9,0 ha.

Kvöð er um aðkomu að fasteigninni um lóð/fasteign Melahverfis, Litla Lambhagalands L191618 og Melahverfis L191593.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

18.Merkjalýsing - Gröf L133629-stofnun lóðar-Smáey

2510018

Erindi frá Ruth Hallgrímsdóttur landeiganda að Gröf, L133629.

Sótt er um stofnun nýrrar fasteignar, sem fær nafnið Smáey, úr upprunalandinu Gröf L133629. Um er að ræða staka fasteign. Stærð Smáeyjar verður 1,3 ha. Stærð Grafar L133629 er í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar skráð 184,1 ha og verður eftir stofnun Smáeyjar 182,8 ha. Aðkoma að hinni nýju fasteign er frá þjóðvegi 1 og héraðsvegi nr. 5041-01. Matshlutar 23 (íbúðarhús) og 24 (vélaskemma) flytjast frá Gröf, L133629 yfir á Smáey.

Með erindinu fylgdi merkjalýsing sem unnin var samræmi við gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2023.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á þessu svæði.

Aðliggjandi lóðir eru Melhagi, L200319 og Gröf I, L186420.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti merkjalýsinguna og þær breytingar sem í henni felast.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Jökull Helgason vék að fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

19.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 34 - Flokkur 1

2509033

Erindi frá byggingarfulltrúa.

Umsókn dags. 23. september 2025 frá Jóni Magnúsi Halldórssyni hönnuði f.h. lóðarhafa.

Um er að ræða lóðina / fasteignina Hjallholt 34, L133591.

Sótt er um leyfi til að byggja lítið frístundahús, gestahús úr timbri á staðsteyptum sökkli og steyptri plötu.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
Þ.e. Hjallholt 37, L133594, Hjallholt 33, L133590, Hjallholt 28, L133585 og Þórisstaðir 2, L233003.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

20.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Höfn 5 176166 - Flokkur 2

2510009

Erindi frá byggingarfulltrúa.

Hönnuður f.h. lóðarhafa sækir þann 6.10.2025 um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Höfn 5.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Um er að ræða fullbúið timburhús sem flutt verður frá Skagafirði að Höfn 5 í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið með fyrirvara um að gerðar verði lagfæringar á gögnum málsins til samræmis við umræður á fundinum, en þær felast í að annað hvort verði húsið skráð sem gestahús við íbúðarhús eða búin til lóð undir frístundahús. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna málið áfram með umsækjanda.
Samþykkt að grenndarkynna meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Gamla Höfn L221806, Nýhöfn 176174, Höfn L133742, Árós Hafnarlandi L210328 og Hestholt Hafnarlandi 208458
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

21.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 27 - Flokkur 1

2509034

Erindi frá byggingarfulltrúa.

Hönnuður f.h. lóðarhafa sækir þann 9.10.2025 um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Hjallholti 27.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
Þ.e. Hjallholt 25, L133582, Hjallholt 4, L133561, Hjallholt 2, L133559, Hjallholt 30, L133587, Hjallholt 29, L133586, Hjallholt 26, L133583, Hjallholt 24, L133581 og Þórisstaðir 2, L233003.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

22.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Álfheimar 9 - Flokkur 1

2508034

Erindi frá byggingarfulltrúa.

Umsókn frá Guðnýju Ernu Jónsdóttur. Sótt er um 24,7 m2 viðbyggingu við frístundahús á lóðinni Álfheimar 9, húsið verður 109,7 m2 og 362,4 m3.

Húsið fer u.þ.b. 2 m2 út fyrir byggingarreit.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hafnar erindinu en bendir á að hægt er að óska eftir að breyta deiliskipulagi svæðisins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

23.Háimelur og Lyngmelur - Lóðarmörk við Bugðumel - breytt lóðarmörk

2510021

Umræða um lóðarmörk við Háamel og Lyngmel, á móts við Bugðumel.

Erindi hafa borist frá íbúum um breytingu á lóðarmörkum þannig að lóðarmörk færist nær Bugðumel og lóðir stækki sem því nemur.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu skv. umræðum á fundinum.

24.Krossvellir - Land í fóstur - Krosshóll

2009010

Erindi frá Erling Hjálmarssyni, Garðavöllum 10.

Óskað er eftir að fá að taka land í fóstur.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið og felur deildarstjóra Umhverfis- og skipulagsdeildar að vinna áfram að málinu skv. umræðum á fundinum.

25.Leiðbeiningar við 6. og. 9. hluta byggingarreglugerðarinnar. Umsögn við drög.

2510022

Erindi dags. 30. september 2025 frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.



Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur athygli á að hægt er að gera athugasemdir við efni leiðbeininga (drög) við 6. og. 9. hluta byggingarreglugerðarinnar sem kynntar eru á vef stofnunarinnar.



Frestur til að skila inn athugasemdum við efni leiðbeininganna er til og með 29. október næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

26.Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.

2410039

Áskorun til sveitarfélaga. Erindi dags. 22. september 2025 frá Skógræktarfélagi Íslands.

Með erindinu vill stjórn Skógræktarfélags Íslands fylgja eftir ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið, og var hún svohljóðandi:



Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, hvetur sveitarfélög landsins til að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki. Fundurinn hvetur sveitarfélög landsins til að endurskoða aðalskipulag sitt að loknum sveitastjórnarkosningum vorið 2026 og gera það þannig úr garði að það uppfylli kröfur Skipulagslaga 123/2010 og Skipulagsreglugerðar 90/2013 með síðari breytingum. Jafnframt eru sveitarfélög hvött til að vera á varðbergi gagnvart rangfærslum í umsögnum um framkvæmdaleyfi til nýskógræktar.



Það er einlæg ósk Skógræktarfélags Íslands að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.

Lagt fram til kynningar.

27.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.

2201029

Húsnæðisáætlun 2026.

Erindi dags. 7. október 2025 frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun er varðar endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir árið 2026. Búið er að opna fyrir næstu útgáfu í áætlanakerfinu. Fram kemur í erindinu að samstarf HMS og sveitarfélaga við gerð húsnæðisáætlana hafi að mati stofnunarinnar gengið vel og séu áætlanirnar orðnar mikilvægar upplýsingar í stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda í húsnæðismálum. Líkt og áður þá eiga sveitarstjórnir að vera búnar að staðfesta endurskoðun á húsnæðisáætlun sinni fyrir 20. janúar ár hvert.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna að endurskoðun húsnæðisáætlunar fyrir árið 2026.

28.Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar 2025.

2510019

Erindi frá Vegagerðinni dags. 9. október 2025 um rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2025 sem haldinn verður 7. nóvember 2025.

Fimmtán rannsóknarverkefni verða til umfjöllunar á ráðstefnunni sem alla jafna hefur verið fjölsótt af starfsfólki Vegagerðarinnar, starfsfólki ráðgjafa- og verkfræðistofa, verktökum og áhugafólki um samgöngur og rannsóknir.

Í fyrra sóttu ráðstefnuna hátt í 300 manns.

Styrkur rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar liggur í því að styrkja verkefni á mjög breiðu fræðasviði þar sem ekki er endilega einblínt á hefðbundna vegagerð.

Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Lagt fram til kynningar.

29.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi frá Atvinnuvegaráðuneyti.

Lögð voru fram til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum nr.99/1993.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur áhyggjur af afkomu íslenskra bænda og þar með fæðuöryggi landsins. Bændum fækkar jafnt og þétt og gott landbúnaðarland á undir högg að sækja vegna óskyldrar starfsemi. Hvalfjarðarsveit hefur ekki farið varhluta af þessari þróun sem orðið hefur í greininni síðustu áratugi.
Atvinnuvegaráðuneytið hefur kynnt drög að breytingum á búvörulögum og verði þau að lögum óttast umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd um afkomu sífellt fleiri bænda. Íslenskur landbúnaður hefur notið opinbers stuðnings sem hefur komið vel til móts við bændur. Íslenskur landbúnaður hefur boðið neytendum upp á sjálfbæra matvælaframleiðslu í hæsta gæðaflokki, sem hefur stutt við fæðuöryggi í landinu, atvinnu og byggð í öllum landshlutum. Drög að breytingum á búvörulögum virðast einkum taka mið af markaðs- og samkeppnissjónarmiðum. Það er langsótt að slíkar breytingarnar muni styrkja stöðu bænda.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að senda inn umsögn í samráðsgátt fyrir tilskilinn frest 17. október 2025.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Efni síðunnar