Fara í efni

Sveitarstjórn

428. fundur 25. september 2025 kl. 15:19 - 15:48 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 427

2509004F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 84

2509001F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 60

2509002F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53

2508007F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Málið kynnt.
    Verklag átaksins lagt fram og samþykkt að vísa því til staðfestingar í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir verklag átaksins. Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna málið og fylgja því eftir með frétt á heimasíðu sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Fyrir liggur samantekt með viðbrögðum við ábendingum Skipulagsstofnunar.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Litla-Botnslands 1, verslunar- og þjónustusvæðis, með áorðnum breytingum skv. framlagðri samantekt um málið og sbr. ábendingar Skipulagsstofnunar sbr. bréf stofnunarinnar dags. 5. september 2025 og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun að nýju, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Litla-Botnslands 1, verslunar- og þjónustusvæðis, með áorðnum breytingum skv. framlagðri samantekt um málið og sbr. ábendingar Skipulagsstofnunar sbr. bréf stofnunarinnar dags. 5. september 2025 og samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun að nýju, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Farið var yfir athugasemdir sem bárust á kynningartíma og voru umræður um þær.
    Fyrir lá samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna verði svarað í samræmi við framlagðar tillögur að svörum, og að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

    Ómar Örn Kristófersson vék undir umræðum og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið. Sveitarstjórn felur Umhverfis- og skipulagsdeild að svara þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna í samræmi við framlagðar tillögur að svörum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Með hliðsjón af ákvæðum skipulaglaga beinir Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd því til sveitarstjórnar að kynna tillöguna í Skipulagsgátt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga m.a. fyrir íbúum, landeigendum,
    hagsmunaaðilum innan og utan sveitarfélagsins og öðrum sem við geta átt ásamt því að leita umsagna um tillöguna til þeirra stofnana og samtaka sem við á.
    Fjallað verði um tillöguna að nýju í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn að loknu kynningarferli og samráði vegna vinnslutillögu, og gerð grein fyrir hvernig samráði á vinnslustigi var háttað og fjallað verði efnislega um þær umsagnir og athugasemdir sem kunna að berast.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að auglýsa vinnslutillögu í Skipulagsgátt, sem kynnt verði íbúum, hlutaðeigandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en hún er tekin til frekari formlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.



    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að kynna tillöguna í Skipulagsgátt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga m.a. fyrir íbúum, landeigendum, hagsmunaaðilum innan og utan sveitarfélagsins og öðrum sem við geta átt ásamt því að leita umsagna um tillöguna til þeirra stofnana og samtaka sem við á. Fjallað verði um tillöguna að nýju í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn að loknu kynningarferli og samráði vegna vinnslutillögu og gerð grein fyrir hvernig samráði á vinnslustigi var háttað og fjallað verði efnislega um þær umsagnir og athugasemdir sem kunna að berast. Sveitarstjórn felur Umhverfis- og skipulagsdeild að auglýsa vinnslutillögu í Skipulagsgátt, sem kynnt verði íbúum, hlutaðeigandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en hún er tekin til frekari formlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim, og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkihlíðar skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda. Þ.e. Birkihlíð 33 L231439, Birkihlíð 36 L231610, Birkihlíð 38 L232059, Birkihlíð 37 L231441 og landeigendur Kalastaða L133190.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkihlíðar skv. 2. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda, þ.e. Birkihlíð 33 L231439, Birkihlíð 36 L231610, Birkihlíð 38 L232059, Birkihlíð 37 L231441 og landeigendum Kalastaða L133190."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 53 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Kúhalli 16 L133548, Kúhalli 17 L133459, Kúhalli 15 L133547, Kúhalli 13 L133545, Kúhalli 12 og Þórisstaðir 2 L233003.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda, þ.e. Kúhalli 16 L133548, Kúhalli 17 L133459, Kúhalli 15 L133547, Kúhalli 13 L133545, Kúhalli 12 L133544 og Þórisstaðir 2 L233003."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

2509031

Fundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 1. október nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerð 984. fundar.
Fundargerðin framlögð.

7.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2502009

Fundargerð 163. fundar.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:48.

Efni síðunnar