Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

53. fundur 17. september 2025 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson Varamaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar
Dagskrá

1.Átak - Gámar og lausamunir

2508008

Umhverfis- og skipulagsdeild kynnti fyrirkomulag umhverfisátaks þar sem eigendum og/eða lóðarhöfum verða send bréf vegna gáma og/eða lausamuna á lóð þeirra.

Átakinu verður fylgt eftir með frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Málið kynnt.
Verklag átaksins lagt fram og samþykkt að vísa því til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Fjárhagsáætlun USNL nefndar 2026

2508041

Skiladagur umhverfis- og skipulagsdeildar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 er 3. október n.k.
Rætt um áherslur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar varðandi fjárhagsáætlun ársins 2026 og vegna þriggja ára áætlunar.
Rætt um að leggja aukna áherslu á umhirðu opinna svæða og varðandi að fjarlægja tröllavíði í Melahverfi, frágang gámasvæða, skipulagsvinnu vegna jarðvegstipps og vegna varúðarsvæðis og afnáms þynningarsvæðis. Auka framlög til refaveiða.

3.Endurskoðun aðalskipulags.

2206043

Lögð fram skipulagslýsing vegna endurskoðunar tiltekinna atriða í gildandi aðalskipulagi.



Sett er fram skipulagslýsing fyrir breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Aðalskipulagið tók gildi í maí árið 2023 og er því komin nokkur reynsla á að vinna eftir þeirri stefnu og skilmálum sem sett voru fram. Sveitarfélagið telur tilefni til að skerpa á skilmálum fyrir ákveðna landnotkunarflokka til að auðvelda framfylgd skipulagsins.



Gerð verður breyting á almennum skilmálum fyrir frístundabyggð (F), landbúnaðarsvæði (L3), skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og varúðar- og þynningarsvæði. Gerð er sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingar á landnotkunarflokkunum en eftir atvikum verða unnar aðskildar aðalskipulagsbreytingar. Gerð verður breyting á skipulagsskilmálum í greinargerð aðalskipulags ásamt númerum landnotkunarflokka landbúnaðarsvæða. Afmörkun svæða á uppdrætti haldast óbreytt.



Skipulagslýsingin er sett fram í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og unnin í samræmi við grein 4.2. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, með síðari breytingum. Með skipulagslýsingu er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að stefnu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

4.Sjóvörn við Belgsholt L133734 - Tilkynning um framkvæmd

2504029

Ákvörðun Skipulagsstofnunar.

Þann 25. mars 2025 barst Skipulagsstofnun tilkynning frá Vegagerðinni um gerð sjóvarnar við Belgsholt í Hvalfjarðarsveit, samkvæmt 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, sbr.

lið 10.18 í 1. viðauka laganna.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna Hvalfjarðarsveitar, Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar og Náttúruverndarstofnunar.

Umsagnir bárust frá:

Hvalfjarðarsveit dags. 25. apríl 2025,

Minjastofnun Íslands dags. 30. apríl 2025,

Náttúrufræðistofnun dags. 30. apríl 2025,

Náttúruverndarstofnun dags. 30. apríl 2025.



Fyrirhuguð framkvæmd felst í að reisa um 155 m langa og um 12 m breiða sjóvörn til varnar ágangi sjávar við Belgsholt í Hvalfjarðarsveit. Áætlað magn af grjóti og sprengdum kjarna til verksins er um 3.000 m3.

Málsmeðferð byggir á því að framkvæmdin er áformuð á verndarsvæði skv. skilgreiningu þeirra í

lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Svæðið er á náttúruminjaskrá.

Frekari upplýsingar bárust frá framkvæmdaraðila dags. 7. ágúst 2025.



Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.



Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að á grundvelli fyrirliggjandi gagna sé það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 2. október 2025.

Lagt fram til kynningar.

5.Lækur Hafnarlandi L210327 - Aðalskipulagsbreyting

2506025

Lögð er fram aðalskipulagsbreyting fyrir nýtt verslunar- og þjónustusvæði í landi Lækjar Hafnarlands L210327, dags. 11.09.2025.

Kynningartíma skipulagslýsingar lauk 03.09.2025, 8 umsagnir bárust og hafðar til hliðsjónar við gerð aðalskipulagsbreytingar.

Um er að ræða tæplega 15 ha svæði sem nú er skilgreint sem frístundabyggð en verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði, með heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu innan svæðis.



Lóðin Lækur Hafnarland liggur vestan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Hestholt Hafnarlandi, Árós Hafnarlandi og Sæla Hafnarlandi. Lóðin er mikið gróin og nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Engar byggingar eru á lóðinni. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði F22 skv. Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.



Gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu. Þá er gert ráð fyrir allt að 60 gestum í gistingu.

Gerð er breyting á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020 - 2036 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna lóðarinnar Lækjar í Hafnarlandi (landeignarnr. 210327), Hvalfjarðarsveit. Samhliða er unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Helstu markmið nýs deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar eru að afmarka lóðir fyrir ný mannvirki, skilgreina byggingarskilmála og aðkomu að svæðinu, efla ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og fjölga störfum og íbúum í sveitarfélaginu.

Gerð er breyting á greinargerð og sveitarfélagsuppdrætti. Skipulagsgögn eru greinargerð ásamt uppdrætti sem sýnir gildandi skipulag og breytt skipulag.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og að hún verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar

6.Kross L198194 og Krossland Eystra L205470- Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar.

2509028

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin nær til samfélagsþjónustusvæðis S8, sem er um 1,3 ha að stærð. Um er að ræða landsskipti milli hluta úr landi Kross (L198194) og Krosslands eystra (L205470).

Með breytingunni verður landnotkun svæðisins skilgreind sem íbúðarbyggð í stað samfélagsþjónustu.



Skipulagslýsingin er sett fram í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og unnin í samræmi við grein 4.2. í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013, með síðari breytingum. Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum komandi skipulagsvinnu.



Forsendur breytingarinnar eru landsskipti milli Kross (L198194) og Krosslands eystra (L204570). Unnið er að breytingu deiliskipulags þar sem svæði úr landi Krosslands eystra fer yfir til Hvalfjaðrarsveitar sem er landeigandi Kross og þess í stað fer um 1,3 ha skiki yfir til Krosslands eystra.

Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem samfélagsþjónusta S8 í aðalskipulagi og voru áform um að reisa þar leiksvæði. Horfið hefur verið frá uppbyggingu leiksvæðis á þessum stað og verður leiksvæði fundinn annar staður sem þykir henta betur.

Í ljósi þessa hefur landeigandi Krosslands eystra óskað eftir að svæðið verði hluti af íbúðarbyggðinni ÍB5.



Aðkoma að svæðinu er frá Innesvegi (503) sem er skilgreindur sem tengivegur skv. vegaskrá Vegagerðarinnar.



Samkvæmt vistgerðarkortlagningu NÍ er að finna vistgerðirnar tún og akurlendi á svæðinu, auk þéttbýlis og annars manngerðs lands. Svæðið er óbyggt en liggur að þéttbýli.

Ekki er kunnugt um neinar fornleifar á svæðinu. Svæðið tilheyrir þó hinu gamla heimatúni Eystra-Kross og því er ekki útilokað að forleifar kunni að koma í ljós við jarðrask.



Gerð er breyting á uppdrætti og greinargerð aðalskipulags. Svæði S8, sem nú er skilgreint sem samfélagsþjónusta, verður skilgreint sem íbúðarbyggð. Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á svæðinu.



Í gildi er deiliskipulag fyrir Krossland, samþykkt 08.12.2020. Unnið er að breytingu deiliskipulags sem felur í sér skipti á landspildum milli eiganda Krosslands Eystra (L205470) og Kross (L198194) sem er í eigu Hvalfjarðarsveitar.

Um 1600 m² skiki af Landi Kross sameinast Krosslandi Eystra. Þess í stað fara um 1600 m² af landi Krosslands Eystra til Hvalfjarðarsveitar og verður hluti af landi Kross og skilgreint sem grænt svæði undir leikvöll.

Til stendur að ný lóð sveitarfélagsins fari undir leiksvæði sem nýtist öllum íbúum Krosslands og fellur á sama tíma út sú lóð sem fyrirhuguð var undir leiksvæði í aðalskipulagi en hún var ekki skipulögð frekar á núverandi deiluskipulagi. Með þessum breytingum bætist nýting beggja landspildna.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði kynnt og auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

7.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.

2311012

Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar vegna Litla-Botnslands 1, verslunar- og þjónustusvæði.



Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 5.000 m2. Unnin var matstilkynning til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Auglýsingatími aðalskipulagsbreytingarinnar var frá 30.01.-17.03.2025 og bárust 8 athugasemdir í Skipulagsgátt. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, miðvikudaginn 12.mars 2025.



Á 424. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem haldinn var 9. júlí sl. var samþykkt breyting á aðalskipulagi og voru þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna svarað og tillagan send Skipulagstofnun þann 21. júlí 2025 til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og bendir á eftirfarandi atriði sem bregðast þarf við og lagæra áður en stofnunin getur staðfest aðalskipulagsbreytinguna.

1) Setja þarf skýrari skipulagsákvæði fyrir verslunar- og þjónustusvæðið varðandi fyrirhugaða uppbyggingu og þá þætti sem eiga að vera bindandi við nánari útfærslu við gerð deiliskipulags sbr. það sem fram kemur í kafla 2.3, þ.m.t. heimiluðum fjölda íbúða fyrir starfsmenn og fjöldi gesta- og viðburðahúsa, baðlón og fleira sem við á.

2) Tilgreina þarf flokk og tegund þjónustu sem heimiluð verður á verslunar- og þjónustusvæðinu (VÞ20) skv. 3. og 4. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016.

3) Bent er á að fyrirhugaðar framkvæmdir eru tilkynningarskyldar skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, sbr. tl. 12.04 og 2. viðauki (iii).

4) Skoða þarf hvort varanleg skógareyðing sem tekur til 0,5 ha svæðis eða stærra eigi við sbr. tl. 1.04 í 1. viðauka með lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.



Einnig minnti Skipulagsstofnun á tvö atriði er ekki varða aðalskipulagsbreytinguna, heldur varða mögulegt síðari tíma deiliskiplag og fyrirhugaða framkvæmd verksins.



5) Minnt er á að ekki er heimilt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir tilkynningarskylda framkvæmd fyrr en ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu liggur fyrir.

6) Þar sem um er að ræða nokkuð umfangsmikla uppbyggingu er minnt á að afla umsagnar Heilbrigðiseftirlits um deiliskipulagstillöguna þegar hún verður auglýst m.a. vegna fráveitu, nýs vatnsbóls og fyrirhugaðra náttúrubaða.
Fyrir liggur samantekt með viðbrögðum við ábendingum Skipulagsstofnunar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Litla-Botnslands 1, verslunar- og þjónustusvæðis, með áorðnum breytingum skv. framlagðri samantekt um málið og sbr. ábendingar Skipulagsstofnunar sbr. bréf stofnunarinnar dags. 5. september 2025 og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun að nýju, til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

8.Kúludalsárland - Aðalskipulagsbreyting.

2409001

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 9. júlí 2025 að auglýsa aðalskipulagsbreytingu á landskikum í Kúludalsárlandi í Hvalfjarðarsveit í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingartillögunni fólst að í landi Kúludalsár 2 og 4 yrði landbúnaðarsvæði L1 breytt í íbúðarbyggð eða 5,4 ha (ÍB11) og 18 ha frístundabyggð (F35) yrði breytt í athafnasvæði 7 ha (AT16) og landbúnaðarsvæði L1 (11 ha).

Nánar tiltekið tekur breytingin til Kúludalsárlands 2 og Kúludalsárlands 4 og lóðum sem skipt hefur verið úr þeirri landeign.

Skipulagssvæðið skiptist í tvo hluta sem eru sitt hvorum megin við Kúludalsá og þar með einnig sitt hvoru megin við bæjarhús jarðarinnar Kúludalsár. Svæðið að vestanverðu er skilgreint sem landbúnaðarsvæði, en verður breytt í íbúðarbyggð. Það er um 5,4 ha að stærð og nær til Kúludalsárlands 4 (L133703) og eftirtöldum 5 lóðum sem hefur verið skipt úr því landi: Kúludalsá 4a (L192916), Lambalækur (L192917), Kúludalsá 4C (L192918), Kúludalsá 4D (L192919), Kúludalsá 4E (L192920). Á svæðinu er í gildi deiliskipulag fyrir frístundabyggð.

Svæðið að austanverðu nær til Kúludalsárlands 2 L186597 og er skilgreint sem frístundabyggð (F35), sem verður felld út. Svæðið er í heild um 18 ha og verður um 7 ha breytt í athafnasvæði og því sem eftir stendur af frístundabyggðinni verður breytt í landbúnaðarland, um 11 ha. Fyrirhugað er að skipuleggja athafnasvæðið fyrir léttan iðnað, vörugeymslur o.fl. Svæðið sem um ræðir er deiliskipulagt sem skógræktarsvæði.

Samanlagt er stærð skipulagssvæðisins er um 23,5 ha.



Kynningartíma aðalskipulagsbreytingar lauk 06.09.2025 og bárust 11 umsagnir í Skipulagsgátt.



Lögð er fram samantekt athugasemda.
Farið var yfir athugasemdir sem bárust á kynningartíma og voru umræður um þær.
Fyrir lá samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna verði svarað í samræmi við framlagðar tillögur að svörum, og að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 2. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

Ómar Örn Kristófersson vék undir umræðum og afgreiðslu málsins.

9.Galtarlækur - Aðalskipulagsbreyting. Kynning vinnslutillögu og samráð.

2405015

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Galtarlækur, L133627, í Hvalfjarðarsveit í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsingatími var frá 30.01.-13.03.2025 og 17 umsagnir bárust í Skipulagsgátt.



Í skipulagsgátt voru lagðar fram 17 umsagnir/athugasemdir um lýsingu m.a. frá landeigendum aðliggjandi jarða og aðliggjandi sveitarfélaga, Kjósarhreppi og Akraneskaupstað ásamt opinberum umsagnaraðilum, þar á meðal Fiskistofu dags. 11. febrúar 2025, Minjastofnun Íslands dags. 17. febrúar 2025, Náttúruverndarstofnun dags. 3. mars 2025, Vegagerðinni -vestursvæði, dags. 6. mars 2025, Hafrannsóknarstofnun dags. 10. mars 2025, Umhverfis- og orkustofnun, dags. 10. mars 2025, Náttúrufræðistofnun dags. 13. mars 2025, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, dags. 13. mars 2025 og Faxaflóahöfnum dags. 7. mars 2025, þar sem gerðar eru fjölmargar athugasemdir við fyrirhuguð áform.



Í framhaldi af niðurstöðu vegna skipulagslýsingar, voru unnin drög að tillögu vegna aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðra áforma á jörðinni Galtalæk, en í breytingartillögunni fólst að mörkuð er stefna um athafnasvæði og nýtt hafnarsvæði á 101,7 ha landsvæði, sem að stærstum hluta er nú skilgreint sem landbúnaðarsvæði L1 og L2. Skilgreint er um 37 ha hafnarsvæði H4 sem þjónusta mun flutningaskip og stór skemmtiferðaskip. Þá stækkar athafnasvæði AF15 úr 3 ha í um 64 ha. Á athafnasvæðinu er gert ráð fyrir lóðum fyrir vörugeymslur, létta iðnaðarstarfsemi m.a. skv. hugmyndafræði grænna iðngarða, geymslusvæði og ýmis konar þjónustu vegna hafnsækinnar starfsemi. Strandsvæði ST1 minnkar vegna áformanna úr 99 í 89 ha.

Gert er ráð fyrir vatnsöflun innan jarðarinnar. Reiknað er með 10 MW orkuþörf vegna tengingar hafnar við rafmagn fyrir skip. Fráveita verður leyst innan hverrar lóðar en gert er ráð fyrir sameiginlegri hreinsistöð. Aðkoma verður um veg sem liggur austan við svæðið að Grundartanga.



Kynning vinnslutillögu og samráð:



Í 2. mgr. 30. gr. skipulaglaga kemur fram að áður en tillaga að aðalskipulagi er tekin til afgreiðslu í sveitarstjórn skuli tillagan, forsendur hennar og umhverfismat, þegar við á, kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt. Skal kynningin auglýst með áberandi hætti. Einnig skuli tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga og svæðisskipulagsnefnd á þeim svæðum þar sem starfandi er slík nefnd. Tillagan skal jafnframt kynnt öðrum sveitarfélögum sem kunna að eiga hagsmuna að gæta vegna skipulagsins.









Með hliðsjón af ákvæðum skipulaglaga beinir Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd því til sveitarstjórnar að kynna tillöguna í Skipulagsgátt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga m.a. fyrir íbúum, landeigendum,
hagsmunaaðilum innan og utan sveitarfélagsins og öðrum sem við geta átt ásamt því að leita umsagna um tillöguna til þeirra stofnana og samtaka sem við á.
Fjallað verði um tillöguna að nýju í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn að loknu kynningarferli og samráði vegna vinnslutillögu, og gerð grein fyrir hvernig samráði á vinnslustigi var háttað og fjallað verði efnislega um þær umsagnir og athugasemdir sem kunna að berast.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að auglýsa vinnslutillögu í Skipulagsgátt, sem kynnt verði íbúum, hlutaðeigandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en hún er tekin til frekari formlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.



10.Katanesvegur 30 og 32 - deiliskipulagsbreyting.

2506026

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 9. júlí 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Grundartanga Austursvæði til samræmis við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.



Um var að ræða breytingar á deiliskipulagi við Katanestjörn á Grundartanga. Helstu breytingar frá gildandi deiliskipulagi voru listaðar upp í kafla 5.2 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar. Byggingarreitir voru aðlagaðir að frumhönnun mannvirkja sem fyrirhugaðar eru og byggingarreitur fyrir 60 m háan stromp minnkaður.



Í uppfærðri deiliskipulagstillögu (dags. 25. júní 2025) hefur verið tekið tillit til athugasemda og niðurstöðu umhverfismatsskýrslu. Byggingarreitir verið aðlagaðir að frumhönnun mannvirkja sem fyrirhugaðar eru og byggingarreitur fyrir 60 m háan stromp minnkaður. Eftirfarandi köflum er bætt við greinargerð til frekari skýringa: - Kafli 1.2 um samræmi við gildandi aðalskipulag. - Kafli 1.3 um fyrirliggjandi umhverfismat. - Kafli 3.1 um fornminjar og úrval minjastaða merkt á uppdrætti. - Umhverfismat áætlunar (4. kafli) uppfært m.t.t. fyrirliggjandi umhverfismats framkvæmda. - Núverandi vegslóði og bygging á framkvæmdasvæði sýnd til skýringar.



Kynningartíma auglýsingar lauk 27.08.2025 og bárust 6 umsagnir.



Lagt er fram yfirlit yfir umsagnir og viðbrögð við þeim.

Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum í samræmi við framkomnar umsagnir og viðbrögð við þeim, og samþykkir að auglýsa staðfestingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni aðkomu Skipulagsstofnunar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 35 - Flokkur 1

2508023

Erindi vísað til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags.

Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi í Birkihlíð nr. 35 L231611, í landi Kalastaða L133190 179,9m2 að stærð.



Byggingarskilmálar fyrir Birkihlíð heimila hámarksstærð frístundahúsa 150 m2 og hámarksstærð fylgihúsa er 30 m2.

Heimilt er að reisa eitt frístundahús ásamt fylgihúsi s.s. geymslu, svefnhýsi eða garðhýsi á hvern byggingareit.



Frávik frá gildandi skipulagi felast í því að fylgihús og aðalhús tengjast saman í eina heild, án þess að farið sé yfir hámarks byggingarmagn.

Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi Birkihlíðar skv. 2. mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og að grenndarkynnt verði fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda. Þ.e. Birkihlíð 33 L231439, Birkihlíð 36 L231610, Birkihlíð 38 L232059, Birkihlíð 37 L231441 og landeigendur Kalastaða L133190.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúhalli 14 - Flokkur 1

2509022

Erindi vísað til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa vegna skipulags.

Sótt er um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á lóðinni Kúhalli 14 L133546, í landi Þórisstaða 2 L1233003, 29,3 m2 að stærð.



Ekkert deiliskipulag er fyrir hendi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda. Þ.e. Kúhalli 16 L133548, Kúhalli 17 L133459, Kúhalli 15 L133547, Kúhalli 13 L133545, Kúhalli 12 og Þórisstaðir 2 L233003.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

13.Starfsleyfi Elkem á Grundartanga - framlenging.

2508018

Erindi dags. 29. ágúst 2025 frá Umhverfis- og Orkustofnun þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi tekið ákvörðun um framlengingu á starfsleyfi Elkem.



Umhverfis- og orkustofnun hefur tekið ákvörðun um framlengingu á gildistíma starfsleyfis Elkem ehf. fyrir rekstur kíslivers á Grundartanga.



Samkvæmt. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir má útgefandi starfsleyfis framlengja gildistíma starfsleyfis meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn borist útgefanda. Áform um framlengingu voru auglýst á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar frá 18. ágúst til og með 25. ágúst sl. Ein athugasemd barst á auglýsingatímanum og er gerð grein fyrir henni í ákvörðuninni sem má sjá hér að neðan.



Framlenging á starfsleyfi Elkem er hér með veitt og mun gilda þar til nýtt starfsleyfi er gefið út eða í síðasta lagi til 1. september 2026.



Ákvörðun Umhverfis- og orkustofnunar um framlengingu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu hennar.
Lagt fram til kynningar.

14.Loftslagsdagurinn 2025.

2504001

Loftslagsdaginn, sem haldinn er á vegum Umhverfis- og Orkustofnunar og Stjórnarráðs Íslands, fer fram 1. október frá kl. 9 til 14 í Norðurljósasal Hörpu og í streymi.
Lagt fram til kynningar.

15.Byggingar reistar á svæðum sem eru næm fyrir náttúruhamförum.

2509027

Erindi dags. 10. september 2025 frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108

2508004F

  • 16.1 2506027 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyrarskógur 15 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108 Umsóknin samræmist lögum m mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 16.2 2507008 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Garðavellir 8 - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 16.3 2508009 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Garðavellir 6 - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 16.4 2508011 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lísuborgir 16 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 16.5 2508012 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Langatröð 5 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 16.6 2508023 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 35 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 108 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
    Hönnuður óskar eftir því að málið verði sett í grendarkynningu.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 109

2508006F

  • 17.1 2504017 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Galtarlækur 133627 - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 109 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 17.2 2508024 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 22 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 109 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 110

2508008F

  • 18.1 2508037 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskógar 45 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 110 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 18.2 2508039 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúludalsá 4D - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 110 Erindinu er frestað vegna skipulags.
  • 18.3 2508040 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúludalsá 4D - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 110 Erindinu er frestað vegna skipulags.
  • 18.4 2509008 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyrarskógur 44 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 110 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 18.5 2509022 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúhalli 14 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 110 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 111

2509005F

  • 19.1 2508034 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Álfheimar 9 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 111 Viðbygging fer út fyrir byggingarreit.
    Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar