Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 426
2508005F
Fundargerðin framlögð.
2.Velferðar- og fræðslunefnd - 3
2509003F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Velferðar- og fræðslunefnd - 3 Frá 14. janúar 2025 var opnunartími Heiðarborgar lengdur, tvo daga í viku. Reynslan af breytingunum hefur verið jákvæð og nýting húsnæðisins á þessum tímum sýnt fram á aukna þátttöku og virkni íbúa.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til, í ljósi ofangreinds, að verkefninu verði haldið áfram og sveitarstjórn samþykki vegna þess viðaukabeiðni að fjárhæð kr. 800.000 til að mæta auknum útgjöldum sem því fylgir.
Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn lýsir ánægju með að reynsla af aukinni opnun í Heiðarborg hafi verið jákvæð og sýnt fram á aukna þátttöku og virkni íbúa. Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir áframhaldandi lengri opnunartíma í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 843.080 á deild 06051, ýmsa launalykla en auknum útgjöldum verður mætt með kostnaðarlækkun á deild 21085, óviss útgjöld."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Velferðar- og fræðslunefnd - 3 Velferðar- og fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að hefja undirbúning að mótun framtíðarsýnar fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg.
Nefndin telur brýnt að leggja sérstaka áherslu á:
- Að móta heildarsýn og skilgreina hlutverk Samfélagsmiðstöðvar í þágu lýðheilsu, forvarna og samfélagsþátttöku.
- Að tryggja samræmt skipulag og framtíðarhugsun milli nýja og eldri hluta húsnæðisins.
- Að efla samstarf við hagaðila á svæðinu, m.a. skóla, íþrótta-, menningar- og æskulýðsfélög, sem og eldri borgara.
- Að skipuleggja rekstrar- og framkvæmdaáætlun til lengri tíma.
Til að tryggja fagleg vinnubrögð og samfellu í verkefninu leggur nefndin til við sveitarstjórn að samið verði við Guðmundu Ólafsdóttur, í samræmi við framlagða verk- og tímaáætlun, um verkefnastjórn um mótun heildarsýnar fyrir Heiðarborg sem Samfélagsmiðstöð. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni um mikilvægi þess að hefja undirbúning að mótun framtíðarsýnar fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg þar sem áhersla verði lögð á að móta heildarsýn og skilgreina hlutverk Samfélagsmiðstöðvar í þágu lýðheilsu, forvarna og samfélagsþátttöku. Að tryggt verði samræmt skipulag og framtíðarhugsun milli nýja og eldri hluta húsnæðisins. Að efla samstarf við hagaðila á svæðinu, m.a. skóla, íþrótta-, menningar- og æskulýðsfélög, sem og eldri borgara auk þess að skipuleggja rekstrar- og framkvæmdaáætlun til lengri tíma. Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að fela deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar að semja við Guðmundu Ólafsdóttur, í samræmi við framlagða verk- og tímaáætlun, um verkefnastjórn um mótun heildarsýnar fyrir Heiðarborg sem Samfélagsmiðstöð. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 930.000 á deild 06051 en auknum útgjöldum verður mætt með kostnaðarlækkun á deild 21085, óviss útgjöld."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Breytt tímasetning næsta sveitarstjórnarfundar.
2509017
Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar sem vera á miðvikudaginn 24. september nk., sbr. ákvörðun sveitarstjórnar í upphafi kjörtímabils, verði seinkað um einn dag og fari því fram fimmtudaginn 25. september nk. kl. 15:00. Ástæðan er haustþing SSV 2025 sem haldið verður á Garðavöllum (golfskálanum) á Akranesi 24. september. Dagskrá hefst kl. 9:30 og er áætlað að þingið standi yfir til kl. 18:00. Fjórir sveitarstjórnarfulltrúar ásamt sveitarstjóra munu sitja haustþingið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að næsti fundur sveitarstjórnar sem vera á miðvikudaginn 24. september nk., sbr. ákvörðun sveitarstjórnar í upphafi kjörtímabils, verði seinkað um einn dag og fari því fram fimmtudaginn 25. september nk. kl. 15:00. Ástæðan er haustþing SSV 2025 sem haldið verður á Garðavöllum (golfskálanum) á Akranesi 24. september. Dagskrá hefst kl. 9:30 og er áætlað að þingið standi yfir til kl. 18:00. Fjórir sveitarstjórnarfulltrúar ásamt sveitarstjóra munu sitja haustþingið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Haustþing SSV 2025.
2508038
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Haustþing SSV verður haldið á Garðavöllum (golfskálanum) á Akranesi 24. september nk.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Andrea Ýr Arnarsdóttir, Birkir Snær Guðlaugsson og Inga María Sigurðardóttir og til vara Helga Harðardóttir, Ómar Örn Kristófersson og Helgi Pétur Ottesen. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu. Haustþing SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Andrea Ýr Arnarsdóttir, Birkir Snær Guðlaugsson og Inga María Sigurðardóttir og til vara Helga Harðardóttir, Ómar Örn Kristófersson og Helgi Pétur Ottesen. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu. Haustþing SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Farsældarráð Vesturlands.
2509021
Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Vesturland var fyrsti landshlutinn til að sameinast um svæðisbundið farsældarráð. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði samning þess efnis við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi þann 16. maí 2024. Í kjölfar samningsins var Bára Daðadóttir ráðin sem verkefnisstjóri farsældarmála hjá SSV og vinnur hún í nánu samstarfi við forsvarsfólk innleiðingar farsældarþjónustu í sveitarfélögum landshlutans sem og að leiða vinnu við að koma á fót svæðisbundnu farsældarráði.
Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Vesturlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Jafnframt mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.
Fyrirhugað er að undirrita samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Vesturlands á Haustþingi SSV sem fram fer þann 24. september nk.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í stofnun Farsældarráðs Vesturlands og felur Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, að undirrita samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundinn samráðsvettvang, Farsældarráð Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Markmið samstarfsins er að efla og samræma þjónustu við börn og fjölskyldur á Vesturlandi með samþættri, snemmtækri og heildstæðri nálgun. Jafnframt mun farsældarráð vinna að því að styrkja þverfaglegt samstarf og tryggja að farsæld barna sé leiðarljós í stefnumótun og framkvæmd þjónustu í landshlutanum.
Fyrirhugað er að undirrita samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Vesturlands á Haustþingi SSV sem fram fer þann 24. september nk.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í stofnun Farsældarráðs Vesturlands og felur Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, að undirrita samstarfsyfirlýsingu um svæðisbundinn samráðsvettvang, Farsældarráð Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Höfn 2 L174854 - Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.
2506023
Deiliskipulagsbreyting.
Lokið er kynningartíma á breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Hafnar II, engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir deiliskipulag Hafnar 2 og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir deiliskipulag Hafnar 2 og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Umsagnarbeiðni - rekstur gististaðar í flokki II, frístundahús - Fornistekkur 23.
2509018
Erindi frá Sýslumanni Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2026.
2509001
Erindi frá Stígamótum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 100.000 á árinu 2026 og að gert verði ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun sem nú er í vinnslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Stígamót um kr. 100.000 á árinu 2026 og að gert verði ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun sem nú er í vinnslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Beiðni um framlag til starfsemi Félags fósturforeldra 2026.
2509002
Erindi frá Félagi fósturforeldra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni bréfritara um 25.000 kr. styrkveitingu á árinu 2026 og að gert verði ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun sem nú er í vinnslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni bréfritara um 25.000 kr. styrkveitingu á árinu 2026 og að gert verði ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun sem nú er í vinnslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2026.
2509020
Erindi frá Kvennaathvarfinu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 200.000 kr. á árinu 2026 og að gert verði ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun sem nú er í vinnslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 200.000 kr. á árinu 2026 og að gert verði ráð fyrir þeim fjármunum í fjárhagsáætlun sem nú er í vinnslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.
2502003
Fundargerð 983. fundar.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:34.
Helga Harðardóttir boðaði forföll.