Velferðar- og fræðslunefnd
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sátu undir lið 2 og 6-10. Diljá Marín Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi sat undir liðum 7-10.
1.Trúnaðarmál Velferðar- og fræðslunefndar
2504003
Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Velferðar- og fræðslunefnd.
2.Samstarf Hvalfjarðarsveitar og MSHA
2509010
Lögð fram tillaga að samstarfsverkefnum Miðstöð skólaþróunar (MSHA) og Hvalfjarðarsveitar.
Framlögð verkefnaáætlun frá MSHA fyrir haustið 2025.
3.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg
2404102
Farið yfir opnunartíma í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg og starfsemi vetrarins.
Frá 14. janúar 2025 var opnunartími Heiðarborgar lengdur, tvo daga í viku. Reynslan af breytingunum hefur verið jákvæð og nýting húsnæðisins á þessum tímum sýnt fram á aukna þátttöku og virkni íbúa.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til, í ljósi ofangreinds, að verkefninu verði haldið áfram og sveitarstjórn samþykki vegna þess viðaukabeiðni að fjárhæð kr. 800.000 til að mæta auknum útgjöldum sem því fylgir.
Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur til, í ljósi ofangreinds, að verkefninu verði haldið áfram og sveitarstjórn samþykki vegna þess viðaukabeiðni að fjárhæð kr. 800.000 til að mæta auknum útgjöldum sem því fylgir.
Erindinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.
4.Þjónustu- og frístundakönnun eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
2403044
Lögð fram drög að þjónustukönnun fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir drög að þjónustukönnun fyrir íbúa 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit. Nefndin felur deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar að leggja fram könnunina á haustmánuðum 2025.
5.Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg
2509011
Framkvæmdir við uppbyggingu íþróttahússins í Heiðarborg standa nú yfir og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í ágúst 2026. Í tengslum við þessa uppbyggingu er mikilvægt að hefja markvissan undirbúning að mótun framtíðarsýnar fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg með það að markmiði að nýta húsnæðið sem best. Einnig að stuðla að fjölbreyttri starfsemi sem þjónar öllum aldurshópum og samfélagsþátttöku í sveitarfélaginu.
Velferðar- og fræðslunefnd leggur ríka áherslu á að hefja undirbúning að mótun framtíðarsýnar fyrir Samfélagsmiðstöð í Heiðarborg.
Nefndin telur brýnt að leggja sérstaka áherslu á:
- Að móta heildarsýn og skilgreina hlutverk Samfélagsmiðstöðvar í þágu lýðheilsu, forvarna og samfélagsþátttöku.
- Að tryggja samræmt skipulag og framtíðarhugsun milli nýja og eldri hluta húsnæðisins.
- Að efla samstarf við hagaðila á svæðinu, m.a. skóla, íþrótta-, menningar- og æskulýðsfélög, sem og eldri borgara.
- Að skipuleggja rekstrar- og framkvæmdaáætlun til lengri tíma.
Til að tryggja fagleg vinnubrögð og samfellu í verkefninu leggur nefndin til við sveitarstjórn að samið verði við Guðmundu Ólafsdóttur, í samræmi við framlagða verk- og tímaáætlun, um verkefnastjórn um mótun heildarsýnar fyrir Heiðarborg sem Samfélagsmiðstöð.
Nefndin telur brýnt að leggja sérstaka áherslu á:
- Að móta heildarsýn og skilgreina hlutverk Samfélagsmiðstöðvar í þágu lýðheilsu, forvarna og samfélagsþátttöku.
- Að tryggja samræmt skipulag og framtíðarhugsun milli nýja og eldri hluta húsnæðisins.
- Að efla samstarf við hagaðila á svæðinu, m.a. skóla, íþrótta-, menningar- og æskulýðsfélög, sem og eldri borgara.
- Að skipuleggja rekstrar- og framkvæmdaáætlun til lengri tíma.
Til að tryggja fagleg vinnubrögð og samfellu í verkefninu leggur nefndin til við sveitarstjórn að samið verði við Guðmundu Ólafsdóttur, í samræmi við framlagða verk- og tímaáætlun, um verkefnastjórn um mótun heildarsýnar fyrir Heiðarborg sem Samfélagsmiðstöð.
6.Ársskýrsla Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2024-2025
2509004
Kynning á ársskýrslu Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
7.Starfsáætlun Skýjaborgar 2025-2026
2509005
Starfsáætlun Skýjaborgar 2025-2026 kynnt.
Lagt fram til kynningar.
8.Starfsáætlun Heiðarskóla 2025-2026
2509006
Starfsáætlun Heiðarskóla 2025-2026 kynnt.
Lagt fram til kynningar.
9.Heiðarskóli - samningar um ræstingu
2505021
Kynntar breytingar á fyrirkomulagi á ræstingu í Heiðarskóla, skólaárið 2025 -2026.
Skólastjóri kynnti breytingar á fyrirkomulagi á ræstingu í Heiðarskóla, skólaárið 2025-2026. Gerður hefur verið samningur við Dagar ehf um þjónustu.
10.Akstursáætlun Heiðarskóla 2025-2026
2509009
Akstursáætlun Heiðarskóla 2025-2026 kynnt.
Lagt fram til kynningar.
11.Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar
2401027
Skýrsla um vinnuskóla sumarið 2025 lögð fram.
Lagt fram til kynningar. Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir góð störf.
12.Öldungaráð
2305056
Lagt fram fundargerð 5. fundar Öldungaráðs sem fram fór þann 7. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:37.