Sveitarstjórn
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
1.Sveitarstjórn - 423
2506002F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50
2506001F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis til framkvæmdaraðila, Borgarverks, fyrir gatnaframkvæmd í Melahverfi III skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Gildistími framkvæmdaleyfis verði til 09.07.2026.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur áður fjallað um erindi er varða greinda framkvæmd og liggur fyrir sú afstaða nefndarinnar að deiliskipulag þurfi að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út. Hefur nefndin áður hafnað umsókn landeiganda um útgáfu framkvæmdarleyfis þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Þá ákvörðun USNL-nefndar kærði landeigandi til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hafnaði Úrskurðarnefndin kröfu kæranda/landeiganda um að ógilda ákvarðanir sveitarfélagsins vegna synjunar á veitingu framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í landi Þórisstaða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur því ekki fært að verða við beiðni landeiganda um að veitingu framkvæmdaleyfis fyrir gerð fallpípu vegna fyrirhugaðrar virkjunar, fyrr en staðfest deiliskipulag liggur fyrir.
Nefndin hafnar því erindinu og ítrekar fyrri afstöðu sína og bendir á að réttur farvegur málsins er að deiliskipulag verði gert fyrir umrætt svæði.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Lagt fram erindi frá málsaðila dagsett 3. júlí sl. en erindið má finna undir 2. tölulið fundarins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Málsaðila var veittur umbeðinn frestur til sunnudagsins 6. júlí sl. til að leggja fram ný gögn í tengslum við málið. Engin gögn bárust innan þess frests. Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að verða við ósk málsaðila um fund og felur oddvita að hafa samband við bréfritara og finna hentugan fundartíma, að loknu sumarleyfi sveitarstjórnar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Fyrir liggur samantekt athugasemda eftir yfirferð lögfræðings sveitarfélagsins og viðbrögð við þeim. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna verði svarað í samræmi við framlagðar tillögur að svörum, og að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum, 1 (GÞS) var á móti.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að svara þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna í samræmi við framlagðar tillögur að svörum. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Heimilað var, eftir síðustu aldamót, að stofna litlar lóðir við Kúludalsá og þar er nú skráð íbúðarhús. Þótt stefna gildandi aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar miði að því að heimila ekki ný íbúðarsvæði í dreifbýli, þá telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að ekki sé verið að breyta heildarstefnu sveitarfélagsins varðandi að heimila ný íbúðarsvæði í dreifbýli. Gefin voru ákveðin vilyrði með stofnun lóða og því sé verið að koma til móts við þegar heimilaða uppbyggingu og því verið að leiðrétta aðalskipulag.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir uppfærða greinargerð aðalskipulagsbreytingar Kúludalsárlands og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að auglýsa breytinguna í samræmi við 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir uppfærða greinargerð aðalskipulagsbreytingar Kúludalsárlands og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að auglýsa breytinguna í samræmi við 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 3 atkvæðum, 2 (ÁH og SNVA) sitja hjá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Hafnarland Ölver.
Samþykkið er með þeim áskilnaði að skipulagsgögn og merkjalýsing vegna málsins hafi hlotið yfirferð óháðs fagaðila á vegum lóðarhafa og að gögn málsins verði uppfærð til samræmis við samtal sem Umhverfis- og skipulagsdeild átti við lögmann lóðarhafa hjá Lagastoð lögmannsstofu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar með þeim áskilnaði sem nefndin setur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþkkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa verulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa verulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að Vegagerðin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem sveitarfélagið setti í fyrri afgreiðslu vegna málsins.
Rétt er að ganga formlega frá eignarhaldi á framkvæmdasvæði Vegagerðarinnar t.d. með gerð merkjalýsingar og þinglýstra gagna sem staðfesta eignarhald aðila á svæðinu.
Er erindinu hafnað á grundvelli þess að ekki liggur fyrir hvert eignarhald aðila er á svæðinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir og samþykkir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum s.s. Neðra-Skarð 1 L223468 og Neðra-Skarð 2 L176172. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum sem eru Neðra-Skarð 1 L223468 og Neðra-Skarð 2 L176172."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðanna og merkjalýsingu vegna þeirra. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir stofnun lóðanna og merkjalýsingu vegna þeirra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og merkjalýsingu vegna hennar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir stofnun lóðarinnar og merkjalýsingu vegna hennar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 50 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og merkjalýsingu vegna hennar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir stofnun lóðarinnar og merkjalýsingu vegna hennar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Skólaakstur.
1901173
Framlengingarákvæði samnings um skólaakstur.
Samningur við Skagaverk ehf. um skólaakstur fyrir Hvalfjarðarsveit var gerður í ágúst 2019 með gildistíma til 31. júlí 2023 og framlengingarákvæði um 3x1 ár eða að hámarki 7 ára gildistíma. Tvisvar sinnum hefur samningurinn verið framlengdur um eitt ár í senn og er nú komið að þriðja og síðasta áfanga til framlengingar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að framlengja samningi við Skagaverk ehf. um skólaakstur í samræmi við ákvæði samningsins þar um en um er að ræða framlengingu samningsins til 31. júlí 2026. Sveitarstjóra í samráði við deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar og skólastjóra er falið að vinna málið áfram og ganga frá framlengingu samningsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Birkir Snær Guðlaugsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að framlengja samningi við Skagaverk ehf. um skólaakstur í samræmi við ákvæði samningsins þar um en um er að ræða framlengingu samningsins til 31. júlí 2026. Sveitarstjóra í samráði við deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar og skólastjóra er falið að vinna málið áfram og ganga frá framlengingu samningsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Birkir Snær Guðlaugsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
Fundi slitið - kl. 15:49.