Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

50. fundur 02. júlí 2025 kl. 15:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Guðbjartur Þór Stefánsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar
Dagskrá
Þorsteinn Ólafsson boðaði forföll.

1.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.

2210038

Umhverfis- og skipulagsdeild hefur samið við landeigendur Litla-Botnslands um svæði fyrir grenndargám fyrir almennt sorp, staðsetningin er til reynslu í ca. eitt ár. Ef reynsla af svæðinu verður góð, mun sveitarfélagið gera samning við landeigendur til lengri tíma.



Grenndarstöð við Ölver og Narfastaði.

Sumarhúsafélagið í Ölveri og sorphirðuverktaki hafa óskað eftir nýrri staðsetningu að grenndargámum í Ölveri, ný staðsetning verður í samstarfi við sumarhúsafélag Narfastaða. Komin er hugmynd að staðsetningu, sem nefndin þarf að taka afstöðu til.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að kanna aðstæður og gera tillögu að framtíðarstaðsetningu ásamt kostnaðarmati.

2.Kerfill í Hvalfjarðarsveit

1208019

Erindi til Hvalfjarðarsveitar er varðar Kerfil meðfram þjóðvegum í sveitarfélaginu.

Sveitarfélaginu barst erindi þann 3. júní sl., þar sem hvatt er til að farið verði í átak við að slá Kerfil og upplýst að hann sé ágeng jurt en láti verulega á sjá við reglubundinn slátt og nái þá ekki að dreifa sér frekar.

Einnig er í erindinu hvatt til þess að kynna skaðsemi Kerfilsins fyrir íbúum Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að beina því til landeigenda að huga að slætti á kerfli til að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. Samþykkt að setja almenna auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins þessu tengt.

3.Klafastaðavegur 5, 7 og 9 - Fyrirspurnarerindi

2504039

Erindi frá VSÓ-Ráðgjöf f.h. lóðarhafa Eimskips Íslands ehf.

Spurst er fyrir um hvort sveitarfélagið heimili breytingu deiliskipulags fyrir lóðir nr. 5, 7 og 9 við Klafastaðaveg á Grundartanga. Í breytingunni felst að notkunarskilmálar lóðanna verði rýmkaðir þannig að heimilt verði að nýta lóðirnar sem geymslusvæði í tengslum við starfsemi Eimskips.

Jafnframt að aðlaga byggingarreit á lóð nr. 7, vegna starfsmannaaðstöðu.

Fyrir liggur að skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna gerir ekki athugasemd við breytinguna.

Þá er sótt um að girða lóðina á lóðarmörkum og steypa undirstöður fyrir þrjú 18 m há ljósamöstur, eitt á hverri lóð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila lóðarhafa að gera skipulagsbreytingar á lóðinni í samstarfi við landeiganda/Faxaflóahafnir og sveitarfélagið. Nefndin gerir ekki athugasemd við að lóðarhafi beini erindi sínu er varðar girðingu á lóðarmörkum og ljósamöstur til frekari afgreiðslu byggingarfulltrúa.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Melahverfi III - gatnaframkvæmd.

2506014

Erindi frá Verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Hvalfjarðarsveit f.h.Hvalfjarðarsveitar.

Sótt um framkvæmdaleyfi er varðar framkvæmdir við gatnagerð og lagnir vegna Melahverfis III, nánar tiltekið vegna hluta gatnanna Urðarmels og Holtamels.

Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar og deiliskipulag fyrir Melahverfi III.

Með umsókn fylgdu gögn vegna framkvæmdaleyfisumsóknar s.s. afstöðumynd, áfangaskipting, hönnunargögn, lýsing á framkvæmd og verkáætlun verktaka, sbr. 7. grein reglugerðar um framkvæmdaleyfi.

Eftirlit með framkvæmd verksins verður í höndum Verkís verkfræðistofu og verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis til framkvæmdaraðila, Borgarverks, fyrir gatnaframkvæmd í Melahverfi III skv. gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Gildistími framkvæmdaleyfis verði til 09.07.2026.

5.Virkjun í landi Þórisstaða.

2310021

Erindi dags. 27.06.2025 frá Axel Helgasyni f.h. landeigenda Þórisstöðum.

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fallpípu vegna fyrirhugaðrar virkjunar.

Unnið er að deiliskipulagi vegna virkjunarinnar.

Með erindinu fylgdu m.a. umsókn um framkvæmdaleyfi, skýringaruppdráttur, greinargerð ásamt m.a. umsögnum veiðifélags, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og Vegagerðarinnar.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur áður fjallað um erindi er varða greinda framkvæmd og liggur fyrir sú afstaða nefndarinnar að deiliskipulag þurfi að liggja fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út. Hefur nefndin áður hafnað umsókn landeiganda um útgáfu framkvæmdarleyfis þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Þá ákvörðun USNL-nefndar kærði landeigandi til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hafnaði Úrskurðarnefndin kröfu kæranda/landeiganda um að ógilda ákvarðanir sveitarfélagsins vegna synjunar á veitingu framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í landi Þórisstaða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur því ekki fært að verða við beiðni landeiganda um að veitingu framkvæmdaleyfis fyrir gerð fallpípu vegna fyrirhugaðrar virkjunar, fyrr en staðfest deiliskipulag liggur fyrir.
Nefndin hafnar því erindinu og ítrekar fyrri afstöðu sína og bendir á að réttur farvegur málsins er að deiliskipulag verði gert fyrir umrætt svæði.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

6.Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 - umsagnarbeiðni.

2306040

Erindi dags. 24.06.2025 frá Skipulagsgátt.

Borgarbyggð hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037, mál nr. 0242/2023.

Kynningartími er frá 24.6.2025 til 28.8.2025.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna umsögn vegna aðalskipulagstillögunnar og leggja fram á næsta fundi USNL-nefndar.

7.Eyrarlundur - Fyrirspurn um skipulag

2506009

Erindi frá Fossi fjármálum ehf, f.h landeigenda að Eyrarlundi L177284.

Sótt er um að breyta landnotkun Eyrarlundar, í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, úr frístundabyggð í landbúnaðarland L3.

Fram kemur í erindinu að árið 1996 hafi þáverandi landbúnaðarráðherra samþykkt að landeignin skyldi leyst úr landbúnaðarnotum, en í bréfi ráðherra kom fram að landeignin væri ætluð til byggingar íbúðarhúss. Síðar sama ár samþykkti Byggingarnefnd Snæfellsnes- og Borgarfjarðarumdæmis umsókn lóðarhafa um byggingu 121,3fm. íbúðarhúss á lóðinni. Hefur húsið verið skráð sem íbúðarhús í fasteignaskrá allar götur síðan.



Í gildandi aðalskipulagi er svæðið kringum Eyrarlund skráð frístundabyggð og er stærð þess sagt vera 5 hektarar. Heimilt er að skrá 5 lóðir á svæðinu, en einungis eru tvær lóðir skráðar nú þegar.

Í greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 segir m.a. að föst búseta sé óheimil í frístundabyggðum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að heimila landeiganda að vinna breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem unnin verði í samstarfi við Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar.

8.Leirá L133774- Torfholt - Fyrirspurn um skipulag

2506031

Erindi frá landeigendum Leirár.

Sótt er um heimild til breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er varðar svokallað Torfholt í landi Leirár.

Einnig er sótt um heimild til gerðar deiliskipulags verði þess þörf.

Svæðið sem um ræðir er cirka 10 hektarar að stærð og er sótt m.a. um breytta landnotkun á svæðinu vegna fyrirhugaðra áforma um uppbyggingu smábýlabyggðar.

Smábýlabyggð gæti falið í sér byggingu íbúðarhúsnæðis ásamt bílgeymslu/skemmu, og/eða húss undir frístundabúskap og/eða útleiguhúss í tengslum við ferðaþjónustu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að óska eftir fundi með landeigendum.
Afgreiðslu málsins frestað.

9.Aðalskipulag - þynningarsvæði.

2506015

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.

Á síðasta fundi USNL-nefndar var fjallað um tillögu að breytingu á starfsleyfi Elkem Ísland og Norðuráls Grundartanga, skv. erindi frá Umhverfis- og orkustofnun.

Með erindinu tilkynnti stofnunin að hún hafi auglýst tillögu að breytingu á starfsleyfi Elkem Ísland ehf. og Norðuráls Grundartanga ehf og að tilefnið séu breytingar á lögum um málefnið.

Tillagan fól m.a. í sér að afnema ákvæði um þynningarsvæði í starfsleyfi.

Ljóst er því að sveitarfélagið þarf að hefja vinnu við að breyta aðalskipulagi og afnema þynningarsvæði úr aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd ræddi um fyrirhugað afnám þynningarsvæðis í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Afgreiðslu málsins frestað og er Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu.

10.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.

2311012

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu. Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 5.000 m2. Unnin var matstilkynning til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Auglýsingatími aðalskipulagsbreytingarinnar var frá 30.01.-17.03.2025 og bárust 8 athugasemdir í Skipulagsgátt. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, miðvikudaginn 12.mars 2025 kl. 17. Á fundi Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 19. mars s.l. var lagður fram listi yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust í Skipulagsgátt við tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, á kynningartíma tillögunnar. Farið var yfir þær athugasemdir og voru umræður um þær. Umhverfis- og skipulagsdeild var svo í kjölfarið falið að vinna áfram að málinu.



Á fundi USNL-nefndar þann 16. apríl sl., var eftirfarandi m.a. bókað:

"Fyrir liggur samantekt athugasemda og viðbrögð við þeim. Samþykkt að leita álits lögmanns sveitarfélagsins. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum, einn (GÞS) var á móti."



Lagðar fram tillögur að svörum við umsögnum þeirra aðila sem gerðu athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Litla-Botnslands 1, eftir yfirferð lögfræðings.

Fyrir liggur samantekt athugasemda eftir yfirferð lögfræðings sveitarfélagsins og viðbrögð við þeim. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við samantekt um málið og leggur til að þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna verði svarað í samræmi við framlagðar tillögur að svörum, og að tillagan verði send Skipulagstofnun til afgreiðslu í samræmi við 3. mgr. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum, 1 (GÞS) var á móti.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

11.Kúludalsárland - Aðalskipulagsbreyting.

2409001

Á 419. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 23. apríl 2025, var samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu í Kúludalsárlandi í samræmi við 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingartillögunni fólst að í landi Kúludalsár 2 og 4 yrði landbúnaðarsvæði L1 breytt í íbúðarbyggð eða 5,4 ha (ÍB11) og 18 ha frístundabyggð (F35) yrði breytt í athafnasvæði 7 ha (AT16) og landbúnaðarsvæði L1 (11 ha).

Var tillagan send Skipulagsstofun dags. 25. apríl 2025 til athugunar, samkvæmt 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Með bréfi dags. 2. júní 2025, kom fram að Skipulagsstofnun hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við eftirfarandi atriðum:



1) Gera þarf nánari grein fyrir forsendum fyrir stefnu um nýja íbúðarbyggð með vísan í húsnæðisstefnu sveitarfélagsins og samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um íbúðarbyggð. Fjalla þarf um áhrif þess að breyta almennum ákvæðum um íbúðarbyggð í

öllu sveitarfélaginu úr því sem nú gildir, þar sem ekki er gert ráð fyrir nýjum íbúðarsvæðum í dreifbýli, í það að heimila íbúðarbyggð í dreifbýli með ákveðnum skilyrðum.



2) Mikilvægt er að setja fram skýrari ákvæði eða viðmið í aðalskipulagið um þær sérstöku aðstæður sem þurfa að vera fyrir hendi til að það komi til álita að heimila nýja íbúðabyggð í dreifbýli og er minnt á lagalega bindandi ákvæði 5. gr. jarðalaga í því sambandi. Að mati Skipulagsstofnunar ætti að setja það sem skilyrði fyrir lausn úr landbúnaðarnotum að henni fylgi greinargerð með rökstuðningi fyrir breytingunni þar sem tekin sé afstaða til þeirra þátta sem tilgreindir eru í jarðalögum. Þá þarf einnig að setja stefnuna fram í samhengi við stefnu um t.a.m. landbúnaðarsvæði L1 ? L3 svo skýrt sé hvar þessar heimildir koma til álita. Auk þessa er æskilegt að setja skilyrði eða viðmið um umfang/stærð svæða og samhengi við þjónustuinnviði (skólar, sorphirða, heilsugæsla o.s.frv.).



3) Í umhverfismati tillögunnar þarf að gera nánari grein fyrir áhrifum breyttrar stefnu um íbúðarbyggð í sveitarfélaginu öllu en ekki aðeins á þessu tiltekna svæði enda um að ræða stefnubreytingu sveitarstjórnar sem hefur áhrif víðar.



Lögð fram leiðrétt greinargerð til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Heimilað var, eftir síðustu aldamót, að stofna litlar lóðir við Kúludalsá og þar er nú skráð íbúðarhús. Þótt stefna gildandi aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar miði að því að heimila ekki ný íbúðarsvæði í dreifbýli, þá telur Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd að ekki sé verið að breyta heildarstefnu sveitarfélagsins varðandi að heimila ný íbúðarsvæði í dreifbýli. Gefin voru ákveðin vilyrði með stofnun lóða og því sé verið að koma til móts við þegar heimilaða uppbyggingu og því verið að leiðrétta aðalskipulag.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir uppfærða greinargerð aðalskipulagsbreytingar Kúludalsárlands og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að auglýsa breytinguna í samræmi við 1. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Galtarlækur - Aðalskipulagsbreyting

2405015

Aðalskipulagsbreyting.

Erindi frá Eflu f.h. landeiganda Galtalækjar.

Lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir athafnasvæði í landi Galtalækjar.



Breyting aðalskipulags felst í nýju athafna- og hafnarsvæði vestan núverandi Grundartangasvæðis. Nýtt hafnarsvæði í landi jarðarinnar Galtarlækjar (L133627), rúmlega 100 ha að stærð.

Aðkoma er af Vesturlandsvegi um núverandi vegtengingu að Grundartanga. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi skipulagi.

Þar verður ný höfn með viðlegukanti sem nýtist til fjölbreyttrar hafnsækinnar starfsemi. Aðstæður á svæðinu eru hagstæðar fyrir hafnargerðar, þar er m.a. aðdjúpt. Höfnin mun geta tekið á móti stórum skipum með mikla djúpristu. Skipulagssvæðið mun hýsa hreinlega og vistvæna starfsemi, svo sem vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og þjónustustarfsemi tengda hafnarrekstri. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfisvænar lausnir varðandi neysluvatn, fráveitu og raftengingar fyrir skip og bifreiðar, sem dregur verulega úr útblæstri og mengun.

Lögð er áhersla á starfsemi sem fellur að hringrásarhagkerfinu, þar sem leitast er við að hámarka nýtingu auðlinda og koma í veg fyrir úrgang í framleiðslukeðjum. Áhersla verður lögð á hreinlega starfsemi þar sem vel verður hugað að sjálfbærum lausnum á sviði innviða og auðlindanýtingar.

Í samræmi við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana verður unnið umhverfismat, þar sem hafnarframkvæmdir að þessari stærðargráðu eru umhverfismatsskyldar.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með 3 atkvæðum, 2 (ÁH og SNVA) sitja hjá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

13.Katanesvegur, Grundartanga - aðalskipulagsbreyting.

2504025

Erindi frá Eflu f.h. lóðarhafa þar sem óskað er breytingar á lóðum við Katanesveg á Grundartanga, en í breytingunum felst að breyta lóðum úr athafnasvæði í iðnaðarsvæði á austasta svæðinu við Grundartanga.

Nánar tiltekið felst breytingin í að athafnasvæði AT5, sem liggur að iðnaðarsvæði Grundartanga, verði breytt í iðnaðarsvæði. Um er að ræða 49 ha. Skilmálar athafnasvæðisins eru fyrir hreinlega starfsemi. Á hinu nýja iðnaðarsvæði, næst sjónum, verður heimilt að vera með fiskeldi á landi þar sem framleidd verða um 28.000 tonn af fiski á ári. Aðliggjandi landnotkunarreitir geta tekið breytingum vegna útrásar frá fiskeldi í sjó og vegna vatnstöku úr sjó. Að öðru leyti er framtíðar starfsemi ekki ákvörðuð en landeigandi svæðisins, Faxaflóahafnir, telja að frekari eftirspurn sé eftir iðnaðarlóðum heldur en athafnalóðum. Þá kemur fram í gögnum Faxaflóahafna með erindinu að fyrirhuguð sé breyting á aðalskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Galtarlækjar, sem sé vestan Grundartanga, þar sem 67,6 ha svæði verði breytt í athafnasvæði, og að sú skipulagsbreyting sé í ferli og að þessi breyting muni koma til móts við eftirspurn eftir athafnalóðum á svæðinu.

Með erindinu fylgdi skipulagslýsing.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

14.Lækur Hafnarlandi L210327 - Aðalskipulagsbreyting

2506025

Erindi frá Eflu f.h. landeiganda.

Sótt er um leyfi fyrir aðalskipulagsbreytingu og gerð nýs deiliskipulags fyrir Læk í Hafnarlandi.



Nánar tiltekið er sett fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir Læk Hafnarlandi (landeignanr. 210327) í Hvalfjarðarsveit. Landeigandi hyggst byggja lóðina upp og er áætlað að byggja þar íbúðarhús og gistihús til útleigu, fyrir allt að 60 gesti, auk þjónustubygginga. Í aðalskipulagi verður frístundabyggð breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Heildarstærð skipulagssvæðis er um 15ha og innan þess verður heimild til fastrar búsetu og ferðaþjónustu. Í grófum dráttum er gert er ráð fyrir tveimur íbúðarhúsum ásamt allt að 13 gistihúsum til útleigu og þremur þjónustubyggingum fyrir ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir allt að 60 gestum í gistingu.



Lóðin Lækur Hafnarland er 14,7 ha að stærð og liggur vestan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Hestholt Hafnarlandi, Árós Hafnarlandi og Sæla Hafnarlandi. Lóðin er mikið gróin og nokkuð flatlend en hallar þó til vesturs að sjó. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Engar byggingar eru á lóðinni. Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.



Með erindinu fylgdi skipulagslýsing.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og er Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu.
Málinu frestað.

15.Hafnarland, Ölver -Deiliskipulag

2406027

Erindi er varðar skipulagsmál í Ölveri.

Fyrir liggur tillaga að skipulagslýsingu, aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi. Einnig liggur fyrir merkjalýsing vegna stofnunar nýrrar lóðar. Umrædd gögn hafa ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarfélagsins þar sem ekki hefur náðst að ljúka tilteknum atriðum sem útaf standa.

Mál lóðarhafa hafa ítrekað verið til umfjöllunar í USNL-nefnd og nú liggur fyrir að fjalla að nýju um skipulagsgögn málsins og byggja þau gögn á merkjalýsingu sem er ófrágengin.

Í tengslum við mál lóðarhafa hefur sveitarfélagið rætt við lögmann lóðarhafa hjá Lagastoð lögmannsstofu, þess efnis að fenginn verði óháður fagaðili að málinu, til að freista þess að ljúka þeim atriðum sem útaf standa gagnvart sveitarfélaginu.



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Hafnarland Ölver.
Samþykkið er með þeim áskilnaði að skipulagsgögn og merkjalýsing vegna málsins hafi hlotið yfirferð óháðs fagaðila á vegum lóðarhafa og að gögn málsins verði uppfærð til samræmis við samtal sem Umhverfis- og skipulagsdeild átti við lögmann lóðarhafa hjá Lagastoð lögmannsstofu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

16.Katnaesvegur 30 og 32 - deiliskipulagsbreyting.

2506026

Erindi dags. 27.06.2025 frá Faxaflóahöfnum.

Óskað er breytingar á deiliskipulagi við Katanestjörn á Grundartanga.

Helstu breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru listaðar upp í kafla 5.2 í greinargerð deiliskipulagstillögunnar.



Í uppfærðri deiliskipulagstillögu (dags. 25. júní 2025) hefur verið tekið tillit til athugasemda og niðurstöðu umhverfismatsskýrslu.

Byggingarreitir verið aðlagaðir að frumhönnun mannvirkja sem fyrirhugaðar eru og byggingarreitur fyrir 60 m háan stromp minnkaður.

Eftirfarandi köflum er bætt við greinargerð til frekari skýringa:



- Kafli 1.2 um samræmi við gildandi aðalskipulag.

- Kafli 1.3 um fyrirliggjandi umhverfismat.

- Kafli 3.1 um fornminjar og úrval minjastaða merkt á uppdrætti.

- Umhverfismat áætlunar (4. kafli) uppfært m.t.t. fyrirliggjandi umhverfismats framkvæmda.

- Núverandi vegslóði og bygging á framkvæmdasvæði sýnd til skýringar.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþkkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

17.Höfn II - breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar.

2506023

Erindi dags. 26.06.2025 frá landeiganda Hafnar II í Hvalfjarðarsveit.

Óskað er eftir heimild til að breyta deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II í Hvalfjarðarsveit.

Breytingin tekur til byggingaskilmála, allra byggingarreita innan skipulagssvæðisins, þar sem heildar byggingarmagn byggingarreits er aukið úr 80 m2 í 110 m2. Ástæða breytingarinnar er að uppfæra byggingarheimildir í samræmi við óskir um auknar byggingarheimildir. Byggingarreitir breytast ekki.

Með erindinu fylgdi tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa verulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar II í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

18.Holtaflöt - Deiliskipulagsbreyting - Tækjahús við Hvalfjarðargöng

2504012

Erindi frá Vegagerðinni.

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Holtsflöt í landi Kirkjubóls og Innri-Hólms sem staðfest var af hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps þann 27.03.1995 og af Skipulagsstjóra ríkisins þann 21.04.1995. Er breytingin til komin vegna fyrirhugaðs tækjahúss við Hvalfjarðargöng.



Málið var áður á dagskrá USNL-nefndar þann 16.04.2025, og bókaði nefndin m.a. að ekki liggi fyrir heimild landeiganda fyrir breytingum deiliskipulagins, ekki sé í deiliskipulaginu fjallað um aðrar framkvæmdir s.s. gám sem þegar er á svæðinu, vísað til ákvæða d-liðar greinar 5.3.2.4 í skipulagsreglugerð þar sem segir að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja aðrar byggingar en íbúðar- og frístundahús, nær stofn- eða tengivegum og öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi, en heimilt sé að víkja frá þessum ákvæðum þegar um sé að ræða verslunar- og þjónustubyggingar en gæta skuli ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.



Skv. þeirri tillögu sem nú er lögð fram er umrætt tæknihús/þjónustuhús er allt að 3,5 m á hæð, allt að 30 m2 að stærð og innan 261 m2 lóðar. Einnig er skv. tillögunni heimilt að hafa gám innan byggingarreits lóðar.Byggingarreitur er í tillögunni staðsettur innan öryggissvæðis, einnig er sami byggingarreitur staðsettur innan 30 m veghelgunarsvæðis og innan 50 m svæðis skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.3.2.4. Gámurinn sem verður innan byggingarreits er geymslugámur fyrir m.a. verkfæri og skilti sem notuð eru í göngunum.

Fram kemur í tillögunni að sækja þurfi um undanþágu vegna nálægðar við veg.

Í gögnum málsins kemur fram að Vegagerðin hafi rætt þessa framkvæmd við landeiganda Innri-Hólms og að hann geri ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd. Skrifleg staðfesting landeiganda liggur þó ekki fyrir.

Í gögnum málsins er einnig vísað til svars Skipulagsstofnunar þar sem vísað er til d-liðar í 13. mgr. 45. greinar skipulagslaga, þar sem segir að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um fjarlægð frá stofn- og tengivegum þegar um sé að ræða verslunar- og

þjónustubyggingar en gæta skuli ákvæða vegalaga um veghelgunarsvæði.

Með gögnum fylgir staðfesting svæðisstjóra Vegagerðarinnar fyrir staðsetningu skúrs, og er samþykkið með þeim áskilnaði að skúrinn verði staðsettur út fyrir tvöfalt öryggissvæði sem er 2x6 metrar eða 12 metrar fyrir 70 km hámarksrhaða sem þarna er.

Í gögnum fylgir staðfesting Vegagerðarinnar á leyfi fyrir fyrirhuguðu tæknihúsi, innan veghelgunarsvæðis.

Ekki liggur fyrir merkjalýsing eða þinglýst staðfesting á eignamörkum þess lands sem Vegagerðin telur sig eiga. Ekki liggur fyrir skriflega staðfesting landeiganda Kirkjubóls/Innri-Hólms,.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að Vegagerðin hafi ekki uppfyllt þau skilyrði sem sveitarfélagið setti í fyrri afgreiðslu vegna málsins.
Rétt er að ganga formlega frá eignarhaldi á framkvæmdasvæði Vegagerðarinnar t.d. með gerð merkjalýsingar og þinglýstra gagna sem staðfesta eignarhald aðila á svæðinu.
Er erindinu hafnað á grundvelli þess að ekki liggur fyrir hvert eignarhald aðila er á svæðinu.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

19.Kúludalsárland 4 L133703 - Deiliskipulagsbreyting

2505029

Erindi frá landeiganda Kúludalsárlands.

Lagt fram deiliskipulag.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis og skipulagsdeild að ræða við landeiganda.

20.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Neðra-Skarð 133792 - Flokkur 1

2506006

Erindi vísað frá byggingarfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu eða skipulagsferli.

Sótt er um leyfi til byggingar íbúðarhúss á jörðinni Neðra-Skarði, stærð 72,5 m2 / 257,9 m3. Burðarvirki húss er timbur, en undirstöður eru steinsteyptar.



Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 segir um svæðið:



Land er skilgreint sem landbúnaðarland í flokki II-IV.

Heimilt að byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur búsins s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði, til að auðvelda kynslóðaskipti eða byggingar til landbúnaðar.

Lóðastærðir fara eftir umfangi framkvæmdar.

Forðast skal að raska samfellu á góðu ræktunarlandi með mannvirkjagerð.

Heimilt er að byggja upp á stökum landspildum, 2 ha eða stærri til fastrar búsetu. Nýtingarhlutfall lóðar allt að 0,05, þó aldrei meira en 2.500 m².



Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum s.s. Neðra-Skarð 1 L223468 og Neðra-Skarð 2 L176172. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


21.Merkjalýsing - Lísuborgir L203319 lóðir nr. 2-12 og 14-19 - Stofnun lóða

2507001

Sótt er um stofnun nýrra lóða í upprunalandinu Hafnarland Lísuborgir L203319, stærð 20 ha., skv. samþykktu deiliskipulagi dags. 10.01.2024.

Nýju lóðirnar liggja hvergi að útmörkum Hafnarlands Lísuborga.



Stofnaðar eru eftirtaldar lóðir:

Lísuborgir 2 - Stærð: 10.264,3 m²

Lísuborgir 4 - Stærð: 3.365,3 m²

Lísuborgir 6 - Stærð: 4.516,1 m²

Lísuborgir 8 - Stærð: 4.516,1 m²

Lísuborgir 9 - Stærð: 6.194,4 m²

Lísuborgir 10 - Stærð: 883,7 m²

Lísuborgir 11 - Stærð: 6.745,6 m²

Lísuborgir 12 - Stærð: 2.023,4 m²

Lísuborgir 14 - Stærð: 2.399,2 m²

Lísuborgir 15 - Stærð: 2.742,3 m²

Lísuborgir 16 - Stærð: 2.480,4 m²

Lísuborgir 17 - Stærð: 2.816,7 m²

Lísuborgir 19 - Stærð: 3.210,9 m²

Stærð Hafnarlands Lísuborga, L203319, verður eftir breytingu 153.218,1 m².

Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðanna og merkjalýsingu vegna þeirra. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

22.Merkjalýsing - Neðra-Skarð L133792

2506017

Sótt er um stofnun 8.433 m2 lóðar úr jörðinni Neðra-Skarði L133792, sem nefnd verður Múlakot.

Neðra-Skarð er skráð 495,3 ha að stærð og verður eftir útskiptinu Múlakots, 494,5 ha.

Kvöð um aðkomu er í gegnum bæjarhlaðið á Neðra-Skarði og kvöð um heimild til tengingar Múlakots við vatnsveitu sbr. vatnsból VB36 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.



Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og merkjalýsingu vegna hennar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

23.Merkjalýsing - Jaðar L223085

2506016

Sótt er um stofnun 2,1 ha lóðar, Jaðars millispildu, úr jörðinni Gröf L133629. Lóðin verður sameinuð Jaðri L223085.

Gröf er skráð 184,1 ha í fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar, en minnkar um 2,1 ha og verður 182 ha.

Jaðar er skráð 2,3 ha í fasteignaskrá og verður eftir sameiningu við Jaðar millispildu, 4,4 ha að stærð.

Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að afla frekari upplýsinga vegna málsins.

Jökull Helgason vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins vegna tengsla við málið.

24.Höfn 2 L174854 - Hafnarskógar 45 - Merkjalýsing

2506022

Sótt er um stofnun nýrrar landeignar úr landi Hafnar 2 L174854, Hafnarskógar 45, stærð 1.600 m2. Stærð upprunalands er 594,7 ha sem minnkar sem nemur stærð nýrrar landeignar.

Lóðin er stofnuð skv. deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hafnar 2 sem samþykkt var 10.06.2008.

Aðkoma verður um Hafnarskógaveg.

Aðliggjandi lóðir eru Hafnarskógar 46 og Höfn 2.

Meðfylgjandi eru undirrituð gögn skv. lögum um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001 og reglugerð um merki fasteigna 160/2024.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og merkjalýsingu vegna hennar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

25.Kross L198194 - Spennistöð Merkjalýsing

2506019

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.

Stofna þarf lóð fyrir spennistöð Rarik í landi Kross L198194, en lóðin er skv. deiliskipulagi fyrir svæðið.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að láta vinna merkjalýsingu fyrir lóðina.

26.Melahverfi L191618 - Spennistöð Merkjalýsing

2506020

Erindi frá Hvalfjarðarsveit.

Stofna þarf lóð í Melahverfi L191618 fyrir spennistöð RARIK.

Er lóðin til komin vegna aukinnar orkuþarfar vegna Melahverfis III.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að láta vinna merkjalýsingu fyrir lóðina.

27.Upplýsingar vegna vísindarannsókna.

2502007

Erindi frá Utanríkisráðuneyti vegna umsóknar Rastar Sjávarrannsóknarseturs ehf. (hér eftir „umsækjandi“) um leyfi til vísindarannsóknar í Hvalfirði á grundvelli 9. gr. laga nr. 41/1979. Utanríkisráðuneytið hafnaði umsókn umsækjanda um rannsóknarleyfi 9. maí sl.

Þann 30. maí sl. barst ráðuneytinu endurupptökubeiðni frá umsækjanda þar sem farið var fram á að umsókn umsækjanda yrði endurupptekin að öllu leyti eða að hluta.

Ráðuneytið er með til skoðunar að endurupptaka þann hluta umsóknarinnar sem snýr að litarefnarannsókninni sem var áformuð í maí á þessu ári og var önnur af tveimur fyrirhuguðum rannsóknum umsækjanda. Sú rannsókn fæli í sér að tveimur lítrum af Rhodamine WT (sem 20% lausn), sem er vistfræðilega skaðlaust litarefni, væri blandað við sjó úr firðinum í tanki til að fá 1000 lítra lausn. Þessir 1000 lítrar yrðu svo losaðir í Hvalfjörð í nokkrar mínútur og ummerki sjáanleg við losunarsvæði í nokkrar klukkustundir. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka flæðimynstur og dreifingu í firðinum.

Við vinnslu endurupptökubeiðninnar mun ráðuneytið hafa hliðsjón af þegar veittum umsögnum, en þar voru almennt ekki gerðar athugasemdir við þennan hluta rannsóknarinnar. Þá hefur ráðuneytið þegar veitt leyfi fyrir sambærilegri rannsókn árið 2024.

Gert er ráð fyrir að ráðuneytið ljúki málinu innan tveggja vikna.
Lagt fram til kynningar.

28.Orkumál á köldum svæðum á Vesturlandi.

2506011

Skýrsla um raforkuöryggi, bætta orkunýtingu og lækkun orkukostnaðar á rafkyntum svæðum á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar