Fara í efni

Sveitarstjórn

421. fundur 28. maí 2025 kl. 15:05 - 15:11 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir varaoddviti
Dagskrá

1.Sveitarstjórn - 420

2505004F

Fundargerðin framlögð.

2.Velferðar- og fræðslunefnd - 2

2505003F

Fundargerðin framlögð.
  • 2.2 2108020 Fjöliðjan
    Velferðar- og fræðslunefnd - 2 Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að gerður verði samningur milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar. Deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar er falið að vinna málið áfram út frá umræðum á fundi og vísað til sveitastjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að gerður verði samningur milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar sumarið 2025. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess viðauka nr. 17 að fjárhæð 1.495.500 kr. Aukin útgjöld koma til lækkunar á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Velferðar- og fræðslunefnd - 2 Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Sigríði Láru fyrir tímanlega upplýsingagjöf um fyrirhuguð starfslok að loknu næsta skólaári. Nefndin metur framlag hennar mikils og lítur svo á að næsta ár gefi góðan undirbúning fyrir ráðningu nýs skólastjóra og að tryggður sé stöðugleiki í skólasamfélaginu. Málinu vísað til sveitastjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra, í samvinnu við deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar, að hefja undirbúning að ráðningarferli nýs skólastjóra, sem taki við starfi eigi síðar en haustið 2026."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Kjör oddvita og varaoddvita í samræmi við ákvæði 7. gr. samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2305024

Tillaga kom fram um að Andrea Ýr Arnarsdóttir yrði oddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

Tillaga kom fram um að Helga Harðardóttir yrði varaoddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Aðalfundur Faxaflóahafna sf 2025.

2505020

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, fari með umboð og atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður miðvikudaginn 4. júní nk. kl.15.

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Helgu Harðardóttur, til áframhaldandi setu, sem aðalfulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varafulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sameiginlegur fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar verði Páll S. Brynjarsson.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum."

5.Virkjun í landi Þórisstaða.

6.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

7.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Framlagt.

8.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2502009

Fundargerðir 160. og 161. fundar.
Fundargerðirnar framlagðar.

9.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerð 979. fundar.
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:11.

Efni síðunnar