Fara í efni

Velferðar- og fræðslunefnd

2. fundur 21. maí 2025 kl. 16:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir formaður
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir varaformaður
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir ritari
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sátu undir liðum nr. 1, 4, 5, 6 og 8.

1.Heiðarskóli - samningar um ræstingu

2505021

Umræða um breytt fyrirkomulag á ræstingu 2025-2026.
Skólastjóri fór yfir stöðuna vegna ræstinga í Heiðarskóla. Velferðar- og fræðslunefnd tekur vel í að skoða að gera samning við utanaðkomandi aðila um ræstingar skólaárið 2025-2026. Skólastjóra falið að vinna málið áfram og fá tilboð í verkið.

2.Fjöliðjan

2108020

Umræða um samning milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar Vinnu- og hæfingarstöðvar fyrir fatlað fólk. Þegar samningur liggur fyrir verður honum vísað til sveitastjórnar.
Velferðar- og fræðslunefnd samþykkir að gerður verði samningur milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um kaup á þjónustu Fjöliðjunnar. Deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar er falið að vinna málið áfram út frá umræðum á fundi og vísað til sveitastjórnar.

3.Trúnaðarmál Velferðar- og fræðslunefndar

2504003

Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.

4.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar 2025.

2504019

Umsóknir í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar - Fyrri úthlutun.
Ein umsókn barst í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar frá Guðbjörgu Bjarteyju Guðmundsdóttur. Umsóknin uppfyllir skilyrði sjóðsins. Guðbjörg stundar nám í Towson University í Maryland í Bandaríkjunum og æfir sund með sundliðinu þar. Sundliðið keppir í 1. deild og er Guðbjörg 4. stigahæsta sundkonan í sínu liði. Guðbjörg náði lágmarki inn á stórt sundmót í Flórída ásamt því hefur Guðbjörg unnið til silfurverðlauna með sundliðinu sínu. Nefndin ákvað að veita Guðbjörgu afreksstyrk að upphæð 100.000 kr. og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

5.Stöðugildi í leikskólanum Skýjaborg 2025 - 2026.

2504005

Stöðugildaþörf í Skýjaborg haust 2025 til kynningar.
Velferðar- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við stöðugildaþörf í Skýjaborg skólaárið 2025-2026. Nefndin samþykkir að auki aukningu á stuðningi um 0.125 stöðugildi.

6.Barnaþing á yngsta stigi 2025

2505023

Yngsta stig í Heiðarskóla hélt sína útgáfu af Barnaþingi 23. apríl 2025. Kynning á niðurstöðum.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum Barnaþings yngsta stigs í Heiðarskóla. Í niðurstöðum þingsins komu meðal annars fram sjónarmið barna um þátttöku í íþróttum og tómstundum og hvað stuðlar að vellíðan þeirra í skóla. Nefndin leggur áherslu á að niðurstöðurnar verði nýttar sem hluti af vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í tengslum við innleiðingu barnvæns sveitarfélags samkvæmt viðmiðum UNICEF.

7.Barnaþing 2025.

2503015

Samantekt frá Barnaþingi 2025 var vísað inn til kynningar í allar nefndir sveitarfélagsins af sveitastjórn.



Miðvikudaginn 23. apríl fór fram fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla. Þingið er liður í því ferli að gera sveitarfélagið að barnvænu samfélagi samkvæmt viðmiðum UNICEF.



Nemendur í 5. til 10. bekk í Heiðarskóla tóku þátt í þinginu, sem var skipulagt í formi málstofa og umræðna þar sem börnin fengu tækifæri til að ræða málefni sem þeim eru hugleikin. Þau unnu saman að veggspjöldum, tóku virkan þátt í umræðum og kynntu niðurstöður sínar.



Áhersla var lögð á að skoða hvernig bæta mætti samfélagið og nærumhverfið út frá sjónarhorni barnanna. Meðal umræðuefna voru geðheilsa og aðgengi að aðstoð, tómstundir og skemmtanir, vellíðan í skólanum, tækninotkun og skjátími, öryggi í nærumhverfinu, umhverfismál, samgöngur, réttindi barna og þátttaka í ákvarðanatöku. Einnig voru börnin hvött til að koma með nýjar hugmyndir.



Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar kom að undirbúningi þingsins og naut sveitarfélagið einnig aðstoðar frá ráðgjafarfyrirtækinu RATA við skipulagningu og utanumhald. Alls tóku um 50 börn þátt í viðburðinum.



Barnaþingið heppnaðist afar vel og börnin sýndu bæði metnað og sköpunargleði. Hugmyndir þeirra og tillögur endurspegluðu vilja þeirra til að hafa áhrif á samfélagið. Lögð var rík áhersla á að hlusta á raddir barnanna, en virkt lýðræðislegt samtal og þátttaka barna í málum sem snerta líf þeirra er hornsteinn barnvæns samfélags.
Velferðar- og fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til allra barna sem tóku þátt í þinginu. Nefndin fagnar þeirri sýn og virkni sem börn sýndu í umræðum og tillögum um samfélagið Hvalfjarðarsveit. Niðurstöður verða nýttar sem hluti af vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í tengslum við innleiðingu barnvæns sveitarfélags samkvæmt viðmiðum UNICEF.

8.Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar

2401027

Farið yfir starfsmannamál og skipulag á vinnuskólanum í Hvalfjarðarsveit 2025.
Mál lagt fram til kynningar.

9.Tilkynning um starfslok skólastjóra Heiðarskóla

2505022

Tilkynning um uppsögn í Heiðarskóla.
Velferðar- og fræðslunefnd þakkar Sigríði Láru fyrir tímanlega upplýsingagjöf um fyrirhuguð starfslok að loknu næsta skólaári. Nefndin metur framlag hennar mikils og lítur svo á að næsta ár gefi góðan undirbúning fyrir ráðningu nýs skólastjóra og að tryggður sé stöðugleiki í skólasamfélaginu. Málinu vísað til sveitastjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar