Fara í efni

Sveitarstjórn

420. fundur 14. maí 2025 kl. 15:07 - 15:20 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 419

2504008F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 81

2504007F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 81 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja viðaukabeiðni vegna kaupa á Rational gufuofni í Heiðarskóla.
    Erindinu vísað til samþykktar sveitastjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir viðauka nr. 16 um tilfærslu á 4,5 milljón af deild 31090 á deild 31042 vegna kaupa á gufuofni í eldhúsið í Heiðarskóla."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 81 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar við Miðfellsbúið ehf., vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit, sem rennur út 30.04.2025, verði endurnýjaður til 30.04.2027, Vegagerðin hefur gefið samþykki sitt fyrir endurnýjun samningsins við verktakann.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar við Miðfellsbúið ehf., vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit, sem rann út 30.apríl sl., verði endurnýjaður til 30.apríl 2027."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 99

2505002F

Fundargerðin framlögð.
  • 3.1 2504041 Merkjalýsing - Hjallholt 1 L133558
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 99 Stofnun lóðar er samþykkt. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2026-2029.

2505008

Tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar.
Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026 og þriggja ára áætlun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Sumarleyfi sveitarstjórnar og sumarlokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

2505012

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 21. júlí til og með 1. ágúst nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 23. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 13. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um lausn frá störfum í Velferðar- og fræðslunefnd.

2504038

Erindi frá Helga Halldórssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Helga Halldórssonar um lausn frá störfum í Velferðar- og fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar frá og með 14. maí 2025. Sveitarstjórn þakkar Helga kærlega fyrir hans störf í nefndum. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í Velferðar- og fræðslunefnd verði Marie Greve Rasmussen, sem áður var fyrsti varamaður. Aðrir varamenn færast upp og er Birkir Snær Guðlaugsson skipaður sem fimmti varamaður."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sjávartröð 7 - Flokkur 1

2502026

Kynningartíma grenndarkynningar vegna byggingarleyfis lokið.

Engar athugasemdir bárust.

https://skipulagsgatt.is/issues/2025/402
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt frá 07.04.2025 - 05.05.2025. Engar athugasemdir bárust."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ós 5 - Flokkur 2

2503030

Grenndarkynningar vegna byggingarleyfis er lokið.

Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sjá í Skipulagsgátt. https://skipulagsgatt.is/issues/2025/552

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt. Aðliggjandi lóðarhafar hafa veitt samþykki inni á skipulagsgátt."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Hringvöllur-keppnisvöllur hrossa norðan við Melahverfi.

2505013

Erindi frá eigendum og ábúendum Stóra-Lambhaga 1a og Eiðisvatns 1.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu inn til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Birkir Snær Guðlaugsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

10.Aðalfundur Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis 2025.

2505006

Aðalfundarboð.
Aðalfundur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis verður haldinn í Höfðasal mánudaginn 19. maí nk. kl. 16:30.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Breyting á starfsleyfi Elkem Ísland og Norðuráls Grundartanga.

2505007

Umsagnarbeiðni vegna breytinga á starfsleyfum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa málinu inn til umsagnar til USNL nefndar. Óskað hefur verið eftir fresti til að skila inn athugasemdum til 13. júní."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Samgönguáætlun 2026-2030, hafnargarðar og sjóvarnir.

2505009

Umsóknir vegna hafnargarða og sjóvarna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa málinu inn til afgreiðslu USNL nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Barnaþing 2025.

2503015

Barnaþing haldið í Heiðarskóla 23.apríl 2025.
Miðvikudaginn 23. apríl fór fram fyrsta barnaþing Hvalfjarðarsveitar í Heiðarskóla. Þingið er liður í því ferli að gera sveitarfélagið að barnvænu samfélagi samkvæmt viðmiðum UNICEF.

Nemendur í 5. til 10. bekk í Heiðarskóla tóku þátt í þinginu, sem var skipulagt í formi málstofa og umræðna þar sem börnin fengu tækifæri til að ræða málefni sem þeim eru hugleikin. Þau unnu saman að veggspjöldum, tóku virkan þátt í umræðum og kynntu niðurstöður sínar.

Áhersla var lögð á að skoða hvernig bæta mætti samfélagið og nærumhverfið út frá sjónarhorni barnanna. Meðal umræðuefna voru geðheilsa og aðgengi að aðstoð, tómstundir og skemmtanir, vellíðan í skólanum, tækninotkun og skjátími, öryggi í nærumhverfinu, umhverfismál, samgöngur, réttindi barna og þátttaka í ákvarðanatöku. Einnig voru börnin hvött til að koma með nýjar hugmyndir.

Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar kom að undirbúningi þingsins og naut sveitarfélagið einnig aðstoðar frá ráðgjafarfyrirtækinu RATA við skipulagningu og utanumhald. Alls tóku um 50 börn þátt í viðburðinum.

Barnaþingið heppnaðist afar vel og börnin sýndu bæði metnað og sköpunargleði. Hugmyndir þeirra og tillögur endurspegluðu vilja þeirra til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Lögð var rík áhersla á að hlusta á raddir barnanna, en virkt lýðræðislegt samtal og þátttaka barna í málum sem snerta líf þeirra er hornsteinn barnvæns samfélags.

Samantekt frá barnaþinginu vísað inn til kynningar í allar nefndir sveitarfélagsins.

14.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Framlagt.

15.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerðir 977. og 978. fundar.
Fundargerðirnar framlagðar.

16.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Faxaflóahafnir sf.

17.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

2503002

Fundargerðir 187. og 188. fundar.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Efni síðunnar