Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Salvör Lilja Brandsdóttir boðar forföll.
1.Íþróttahús - Heiðarborg
2001042
Fundarmenn fóru í vettvangsskoðun á verkstað við Heiðarborg og kynntu sér verkstöðu framkvæmda.
Verkstaða framkvæmda kynnt.
2.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd
2409030
Útboð fyrsta áfanga gatnaframkvæmda Melahverfis III var auglýst 02.maí 2025, tilboð verða opnuð mánudaginn 26.05.2025 kl. 10:00 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
Verkinu skal að fullu lokið 31.12.2025.
Verkinu skal að fullu lokið 31.12.2025.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að gera verðkönnun í verkeftirlit gatnaframkvæmda í samræmi við útsend útboðsgögn gatnaframkvæmda.
3.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg
2202016
Verksamningur við Andrúm arkitekta um hönnun leikskóla og landlagshönnun var undirritaður 06.05.2025.
Framlögð er verk- og tímaáætlun hönnuða.
4.Heiðarskóli eldhús 2025
2504035
Óskað er eftir endurnýjun á eldri gufuofni í eldhúsi Heiðarskóla, leitað hefur verið eftir tilboðum hjá birgjum stóreldhústækja.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja viðaukabeiðni vegna kaupa á Rational gufuofni í Heiðarskóla.
Erindinu vísað til samþykktar sveitastjórnar.
Erindinu vísað til samþykktar sveitastjórnar.
5.Snjómokstur 2023-2026
2212001
Samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar við Miðfellsbúið ehf vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit rennur út 30.04.2025 með möguleika á framlengingu til 30.04.2027.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samstarfssamningur Hvalfjarðarsveitar og Vegagerðarinnar við Miðfellsbúið ehf., vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit, sem rennur út 30.04.2025, verði endurnýjaður til 30.04.2027, Vegagerðin hefur gefið samþykki sitt fyrir endurnýjun samningsins við verktakann.
6.Lóðaleiga - vatnsveitumál
1309003
Erindi frá Hvalfjarðarsveit.
Í gildi er samningur um lóðarleigu vegna spildu úr landi Saurbæjar L133203.
Landeignanúmer spildunnar er 222078 og ber hún heitið Lindarmelur og er 1,79 ha að stærð.
Það hefur verið í umræðunni að ganga til viðræðna við Þjóðkirkjuna / Prestsetrasjóð um lóðina og kanna möguleika þess að skila lóðinni og rifta samningi.
Í gildi er samningur um lóðarleigu vegna spildu úr landi Saurbæjar L133203.
Landeignanúmer spildunnar er 222078 og ber hún heitið Lindarmelur og er 1,79 ha að stærð.
Það hefur verið í umræðunni að ganga til viðræðna við Þjóðkirkjuna / Prestsetrasjóð um lóðina og kanna möguleika þess að skila lóðinni og rifta samningi.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram.
7.Snjómokstur í Svarfhólsskógi.
2504036
Erindi frá Reyni Ásgeirssyni.
Í samræmi við gildandi viðmiðunarreglur snjómoksturs í Hvalfjarðarsveit er ekki gert ráð fyrir snjómokstri í sumarhúsabyggðum. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd getur því ekki orðið við beiðni um snjómokstur í sumarhúsabyggðum Hvalfjarðarsveitar.
8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028
2409031
Verkefnastjóri framkvæmda fer yfir verkstöðu framkvæmda og önnur mál.
Fundi slitið - kl. 17:30.