Fara í efni

Sveitarstjórn

217. fundur 12. apríl 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Hjördís Stefánsdóttir boðaði forföll.

Oddviti óskaði að taka á dagskrá mál nr. 1602002 og 1604020 og var það samþykkt samhljóða.

1.Sveitarstjórn - 216

1603002F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 65

1603005F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 65 Erindi Elkem Ísland er í samræmi við stefnu fyrirtækisins um að hámarka endurvinnslu og endurnýtingu á öllum aukaafurðum sem falla til við framleiðslu fyrirtækisins (grein 2.18 í starfsleyfi). Erindið hefur verið kynnt fyrir bæði Faxaflóahöfnum og Umhverfisstofnun sem gera ekki athugasemdir við umrædda ráðstöfun.USN leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 65 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Ölvers/Móhóls og Narfastaða sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Ölvers/Móhóls og Narfastaða sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 65 Fyrir er tekin að nýju, að beiðni umsækjanda, umsókn, dags. 26. maí 2015, um byggingu fimm "Sæluhúsa" á lóðinni Másstöðum 3, skv. uppdrætti Arkamon, dags. maí 20155.
    Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir að heimilt sé að byggja frístundahús á spildu undir 20ha. nema þar sé ekki fyrir neitt íbúðarhús. Á slíkum spildum er því ekki heimilt að byggja nema eitt íbúðarhús eða eitt frístundahús. Umsóknin er því ekki í samræmi við aðalskipulag.
    Umsækjandi hefur yfir að ráða Másstöðum 2-6 og á a.m.k. þremur þessara spildna er ekkert hús. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi gæti landeigandi byggt eitt sumarhús á hverri af hinum óbyggðu spildum þ.e. á þeim spildum þar sem hvorki er íbúðarhúsnæði né sumarhús. Slíkt væri að mati nefndarinnar óheppilegt á meðan endurskoðun á þessum reglum aðalskipulagsins stendur yfir. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að veitt verði byggingarleyfi í samræmi við umsókn fyrir 3 húsum að Másstöðum 3 enda verði umsókn og gögn lagfærð í samræmi við það og þinglýst yfirlýsingu á hinar spildurnar um að óheimilt sé að byggja á þeim þar til ákvæði aðalskipulagsins hafa verið endurskoðuð að þessu leyti. Slík umsókn verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum.
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina þegar uppfærð gögn hafa borist fyrir landeigenda á Ægissíðu, Gerði og Másstöðum lnr. 133706 skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina þegar uppfærð gögn hafa borist fyrir landeigendum Ægissíðu, Gerðis og Másstaða lnr. 133706 skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn áréttar að vatnsöflun er á ábyrgð landeiganda. Samþykkt þessi er gerð með þeim fyrirvara að yfirlýsingu, sbr. bókun USN-nefndar frá 65. fundi dags. 30. mars sl., hafi verið þinglýst og að hún hafi borist skipulags- og umhverfisfulltrúa."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
    ÁH situr hjá við afgreiðsluna.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 65 USN nefnd telur að nafnabreyting þessi sé í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015 og gerir því ekki athugasemdir við breytinguna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir nafnabreytinguna þar sem hún er í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 65 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðar á jörðinni Geldingarárland lnr. 133740 sem verður 1200 fm. að stærð.
    Byggingarfulltrúa falið að kanna nánar heiti á lóð í samræmi við lög um örnefni nr. 22/2015.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila stofnun lóðar á jörðinni Geldingaárland lnr. 133740 að stærð 1200 fm."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 65 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum eftirfarandi landnúmera: 133538, 1333539, 1333540, 1333542 og 133543. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum eftirfarandi landnúmera: 133538, 133539, 133540, 133542 og 133543."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Viðhaldsáætlun 2016.

1604015

Frá byggingarfulltrúa og umsjónarmanni fasteigna Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti bar undir atkvæði einstaka hluta Viðhaldsáætlunar Hvalfjarðarsveitar 2016 sbr. eftirfarandi:
Viðhaldsáætlun Fannahlíðar, félagsheimili kr. 1.621.500- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Heiðarborg kr. 2.647.845- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Heiðarskóli kr. 2.433.441- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Hlaðir, félagsheimili kr. 789.000- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Hlaðir sundlaug kr. 22.139.000-
ÁH lagði fram eftirfarandi breytingatillögu:
"Ég leggst gegn því að fara í frekara viðhald á sundlauginni að Hlöðum, þetta árið. Ég legg því til að það fjármagn sem áætlað er í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári sé nýtt í frekara viðhald á öðrum fasteignum sveitarfélagsins."
Tillaga ÁH borin undir atkvæði og var hún felld með 4 atkvæðum BH, AH, SGÁ og JS gegn 3 atkvæðum ÁH, DO og ÓIJ.
Tillaga í viðhaldsáætlun kr. 22.139.000- samþykkt með 4 atkvæðum BH, AH, SGÁ og JS gegn 3 atkvæðum ÁH, DO og ÓIJ.
Viðhaldsáætlun Innrimelur 3 kr. 944.120- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Miðgarður, félagsheimili kr. 580.000- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Skýjaborg kr. 5.106.500- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Vatnsveita kr. 750.000- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Hitaveitu kr. 885.000- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Fjárréttir kr. 908.000- borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Viðhaldsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2016 sbr. ofangreint er alls kr. 38.724.406-.
AH tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu gagnvart viðhaldsáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leggja fram viðauka v/ afgreiðslu Viðhaldsáætlunar 2016 á næsta fundi sveitarstjórnar.

4.Afturvirkni kjarasamnings.

1603007

Áður frestað.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindi Verkalýðsfélags Akraness um afturvirkni kjarasamnings gagnvart starfsmönnum Hvalfjarðarsveitar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagðan viðauka vegna þessa:
Viðauki 1 - Óskað er eftir viðbótarframlagi vegna afturvirkni kjarasamnings Verkalýðsfélags Akraness. Sveitarstjórn samþykkir að færa kr. 1.100.000- af óvissum útgjöldum 21085 yfir á eftirfarandi bókhaldslykil 1110 á eftirfarandi málaflokkum 02055, 04012, 04022, 04027, 05053-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Tölvumál leik- og grunnskóla

1602002

Óskað eftir viðbótarframlagi vegna endurnýjunar á fartölvum í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi viðauka vegna máls nr. 1602002, endurnýjun á fartölvum í leik- og grunnskóla, sem samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar:
Sveitarstjórn samþykkir að færa kr. 2.000.000- af óvissum útgjöldum 21085 yfir á 5853-04020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Frestun 218. fundar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

1604020

Frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fella niður næsta reglulega fundi sveitarstjórnar sem vera átti þann 26. apríl nk. og fund sveitarstjórnar þann 10. maí nk. Í stað þeirra funda verður næsti fundur sveitarstjórnar haldinn þann 3. maí nk.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Rekstraryfirlit janúar til febrúar 2016.

1604016

Frá fjármálastjóra.
Rekstraryfirlit framlagt.

8.Erindi til sveitarfélaga - fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits.

1604012

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. apríl 2016.
Bréf lagt fram til kynningar.

9.Málefni fatlaðra.

1603003

Afgreiðsla bæjarráðs Akraness til Hvalfjarðarsveitar, dagsett 1. apríl 2016.
Bréf lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundarboð SSV.

1603018

Ársskýrsla og ársreikningar 2015 liggja frammi.
Gögn frá aðalfundum lögð fram til kynningar.

11.Ársreikningur og ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2015.

1604013

Skýrslurnar liggja frammi.
Ársreikningur og ársskýrsla lögð fram til kynningar.

12.Ársreikningur og grænt bókhald Sorpurðunar Vesturlands hf. 2015.

1604014

Skýrslurnar liggja frammi.
Gögn lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar