Fara í efni

Sveitarstjórn

394. fundur 13. mars 2024 kl. 15:14 - 15:36 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2402038 - Erindi frá Skýjaborg - aukin stuðningsþörf. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2402058 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Ómar Örn Kristófersson boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 393

2402007F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 69

2402008F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 69 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur og gjaldskrá fyrir Beitarhólf Melahverfi 2 sem og leigusamning fyrir beitarhólf Melahverfi 2. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur og gjaldskrá fyrir Beitarhólf Melahverfi 2 sem og leigusamning fyrir beitarhólf Melahverfi 2."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 50

2402009F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 54

2403001F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 54 Engar umsóknir bárust um rekstraraðila sundlaugarinnar að Hlöðum. Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til við sveitastjórn að greina kosti og galla þess að sveitarfélagið sjái um rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum.

    Málinu vísað til sveitastjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela frístunda- og menningarfulltrúa að hefja undirbúning að opnun sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2024, þ.m.t. að auglýsa eftir starfsfólki, þar sem sveitarfélagið mun sjá um reksturinn í ljósi þess að engin umsókn barst um rekstraraðila.
    Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að í haust verði framtíðarrekstrarform sundlaugarinnar metið en nánari útfærsla þeirrar vinnu verður ákveðin síðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2023.

2403015

Ásreikningur lagður fram.
Ársreikningur vegna ársins 2023 lagður fram til fyrri umræðu.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2023 námu rúmum 1.429,8mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta rúmum 1.413mkr.

Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2023 voru 1.176,8mkr. fyrir A og B hluta en 1.138,8mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir námu 261mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 346þús.kr. gjöld.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 513,7mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 4.404,1mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 39,6%, veltufjárhlutfall 17,35% og eiginfjárhlutfall 97%.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2023 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

6.Skipurit Hvalfjarðarsveitar.

2006036

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða breytingu á skipuriti sveitarfélagsins er felst í stofnun nýrrar deildar, Umhverfis- og skipulagsdeild. Yfirmaður deildarinnar er deildarstjóri, sem heyrir undir sveitarstjóra, en auk hans eru innan deildarinnar tveir verkefnastjórar auk verkefnastjóra framkvæmda og eigna og heyra verkefnastjórarnir þrír allir undir deildarstjóra.

Breytingar þessar eru gerðar í því skyni að stuðla að framtíðar stöðugleika og verkefnasamstarfi innan nýrrar deildar með trausta og faglega þjónustu að leiðarljósi en helstu verkefni nýrrar deildar er allt er viðkemur skipulags-, byggingar-, umhverfis-, náttúruverndar-, landbúnaðar-, eigna- og framkvæmdamálum. Sveitarstjórn samþykkir framlagt skipurit Hvalfjarðarsveitar sem kemur í stað skipurits frá desember 2020."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Beiðni um lausn frá störfum í USNL nefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd Hvalfjarðarsveitar.

2403016

Erindi frá Helgu Harðardóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Helgu Harðardóttur um tímabundna lausn í eitt ár frá störfum í USNL nefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn þakkar Helgu kærlega fyrir hennar störf í nefndunum. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til eins árs verði Helgi Pétur Ottesen. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að nýr aðalmaður til eins árs í USNL nefnd verði Þorsteinn Már Ólafsson.

Í ljósi ofangreindra breytinga samþykkir sveitarstjórn að Helgi Pétur Ottesen fái tímabundna lausn, til eins árs, frá störfum sem aðalmaður í Fjölskyldu- og frístundanefnd og nýr aðalmaður til eins árs verði Sæmundur Rúnar Þorgeirsson.
Aníta Rún Óskarsdóttir hefur misst kjörgengi sem varamaður í Fjölskyldu- og frístundanefnd vegna búsetuflutninga úr sveitarfélaginu, sveitarstjórn tilnefnir því Andreu Ýr Arnarsdóttur í hennar stað sem 2. varamann en Andrea verður þá fyrsti varamaður tímabundið í eitt ár þangað til Sæmundur Rúnar Þorgeirsson tekur aftur það sæti. Að auki samþykkir sveitarstjórn að Ása Hólmarsdóttur verði 2. varamaður tímabundið í eitt ár."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Helga Harðardóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

8.Erindi frá Skýjaborg - aukin stuðningsþörf

2402038

Frístunda- og menningarfulltrúi hefur unnið að málinu í samvinnu við leikskólastjóra, leikskólasérkennara og MSHA. Minnisblað frá MSHA er lagt fram.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið og felur fræðslunefnd fullnaðarafgreiðslu málsins og rúmist afgreiðsla nefndarinnar ekki innan fjárheimilda ársins skal beiðni um viðauka send til sveitarstjórnar."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. 2024.

2403009

Aðalfundarboð ásamt fylgigögnum.
Aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf. verður haldinn miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Hamri, Borgarbyggð.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands hf."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024.

2402058

Aðalfundarboð.
Aðalfundar Lánsjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 16:30 í Silfurbergi, Hörpu.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Samstarfsnefnd Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar.

2309018

Fundargerðir.
Fundargerðir frá fyrsta og öðrum fundi nefndarinnar lagðar fram til kynningar.

12.179. fundargerð stjórnar SSV,

2403003

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

13.944. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2403005

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

14.Stjórnarfundir Sorpurðunar Vesturlands hf.

2403010

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:36.

Efni síðunnar