Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Tekið var eitt trúnaðarmál fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók.
2.Sundlaugin að Hlöðum
2403002
Ákvörðun fyrir sumarið 2024.
Engar umsóknir bárust um rekstraraðila sundlaugarinnar að Hlöðum. Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til við sveitastjórn að greina kosti og galla þess að sveitarfélagið sjái um rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum.
Málinu vísað til sveitastjórnar.
Málinu vísað til sveitastjórnar.
3.Forvarnir
1910041
Úthlutun úr forvarnarsjóði 2024.
Fjölskyldu og frístundanefnd samþykkir að setja 65.000 kr. í forvarnarverkefni í samvinnu við Heiðarskóla. Fræðsluerindið var frá Indíönu Rós kynfræðing og var fyrir unglingastig og foreldra.
4.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80-2002 (endurgreiðslur).
2402001
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
5.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
2402032
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76-2003 (greiðsla meðlags).
2402021
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
7.Íþrótta- og tómstundastarf 2024
2403004
Umræður um íþrótta- og tómstundastarf 2024.
Lagt fram til kynningar. Frístunda- og menningafulltrúa falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
8.Fundargerðir Ungmennaráðs
2310003
15. fundargerð Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu
2403001
Gæða- og eftirlitstofnun velferðarmála (GEV) hefur stofnað til frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu. Athugun þessi er eitt af fyrstu skrefum stofnunarinnar í að sinna ytra eftirliti með stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
10.Samningur um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar
2308004
Kynntar breytingar á samning um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:54.