Fara í efni

Sveitarstjórn

392. fundur 14. febrúar 2024 kl. 15:23 - 15:47 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Helgi Pétur Ottesen boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 391

2401005F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 53

2402001F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 53 Við skráningu barna í gegnum Sportabler getur sveitarfélagið komið frístundastyrkjum til íbúa í gegnum rafrænt ferli og einfaldar foreldrum að sækja tómstundastyrkinn. Einnig er mikill tímasparnaður fyrir starfsfólk Hvalfjarðarsveitar þar sem verkferlar eru gerðir sjálfvirkari og einfaldari. Gott utanumhald er á hvað margir eru að nýta sér frístundastyrkinn og hægt er að fá góða tölfræði í gegnum kerfið.

    Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur því til að sveitastjórn samþykki framlagðan samning um skráningakerfið Sportabler til reynslu út árið 2024.

    Fjölskyldu- og frístundanefnd óskar eftir viðauka vegna samnings við Sportabler vegna uppsetningar og tengingar annarsvegar og hinsvegar vegna mánaðarlegra gjalda, samtals upphæð kr. 481.800.- Málinu vísað til sveitastjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan samning um skráningakerfið Sportabler frá undirritun í eitt ár og felur sveitarstjóra undirritun hans. Samstarf samningsaðila snýst um að sveitarfélagið geti komið frístundastyrkjum til íbúa í rafrænt ferli. Rúm 60% samningsfjárhæðarinnar er einskiptisaðgerð fyrir uppsetningu og tenginginu á Hvata kerfinu. Sveitarstjórn samþykkir vegna samningsins viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 555.520 á deild 06024, lykil 4992 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 53 Fjölskyldu- og frístundanefnd fagnar því að hefja eigi svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi og leggur nefndin til að Hvalfjarðarsveit taki þátt í því samráði í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúanna og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu. Málinu vísað til sveitarstjórnar til samþykkis. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir með fjölskyldu- og frístundanefnd og fagnar því að hefja eigi svæðisbundið samráð gegn ofbeldi og afbrotum á Vesturlandi og samþykkir að Hvalfjarðarsveit taki þátt í samráðinu í því skyni að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og tryggja þjónustu fyrir þolendur ofbeldis á svæðinu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra undirritun samstarfsyfirlýsingar sveitarfélaga á Vesturlandi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 68

2401007F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 68 Stjórn hestamannafélagsins Dreyra óskar eftir að fá afnot af beitarlandi í eigu Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða svæði sem liggur neðan við Fannahlíð og niður að Eiðisvatni, en þjóðvegur 1 skiptir landinu í tvennt (Bláberjaholt og Öskuhús/Selhæð).

    Huti svæðisins er innan svokallaðs þynningarsvæðis sem skilgreint er vegna stóriðjunnar við Grundartanga. Samkvæmt aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 eru ákveðnar takmarkanir á nýtingu lands innan þynningarsvæðis en innan þess er að jafnaði ekki heimil beit á túnum nema sýnt sé fram á að mengun í jarðvegi og grunnvatni sé undir viðmiðunarmörkum. Rétt er að taka fram, að takmarkanir vegna þynningarsvæðisins verða endurskoðaðar með endurnýjun starfsleyfa á svæðinu og hefst sú vinna síðar á árinu, skv. upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Þynningarsvæði sem sýnd eru á aðalskipulagsuppdrættinum er því víkjandi á skipulagstímabilinu.

    Niðurstöður gróðursýnamælinga fyrir árið 2023 vegna vöktunaráætlunar benda ekki til þess að flúormagn í grasi sé nálægt eða yfir viðmiðunarmörkum þess sem teljast skaðleg grasi eða grasbítum.

    Miðað við þessar forsendur, leggst Mannvirkja- og framkvæmdanefnd ekki gegn því að Hestamannafélagið Dreyri fái heimild til að nýta svæðið til beitar, að því gefnu að niðurstöður vöktunar sýni ekki mæligildi mengandi efna yfir viðmiðunarmörkum. Þeir annmarkar eru þó á sýnatökunni, að ekki eru tekin sýni úr jarðvegi eða grunnvatni, þar sem þessar mælingar eru ekki hluti umhverfisvöktunar. Þó eru tekin sýni úr Urriðaá og Kalmannsá. Einnig má nefna að almennt er talið að upptaka plantna á flúor og binding í plöntuvefinn sé í gegnum loftaugu, síður úr jarðvegi og/eða grunnvatni.

    Nýting svæðisins yrði að öllu leiti á ábyrgð Hestamannfélagsins Dreyra og félagið skal sjá til þess að svæðið sé girt öruggri girðingu.

    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá samningi við Hestamannafélagið Dreyra um umbeðið beitarland með þeim fyrirvörum sem fyrir liggja og í samræmi við samninga um beitarhólf sem fyrir eru hjá Hvalfjarðarsveit.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Ása Hólmarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

4.Menningar- og markaðsnefnd - 49

2402002F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 32

2401006F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 32 USNL nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við undirbúning útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit og að sveitarstjóra, oddvita, formanni USNL-nefndar og umhverfisfulltrúa verði falið að hefja þann undirbúning og setja fram tímalínu og áætlaðan kostnað ásamt tillögu að fyrirkomulagi við verkefnið og leggja fyrir USNL-nefnd og sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu nefndarinnar, að hafinn verði undirbúningur útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit og felur sveitarstjóra, oddvita, formanni USNL-nefndar og umhverfisfulltrúa að hefja undirbúning og leggja fram tímalínu, áætlaðan kostnað auk tillögu að fyrirkomulagi verkefnisins og leggja fyrir USNL nefnd og sveitarstjórn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.5 2401048 Klippikort.
    Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 32 Samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar fær hvert íbúðarhús í sveitarfélaginu eitt klippikort á ári sem íbúar geta nýtt til að losa sig við úrgang sem ekki er hægt að setja í hefðbundnar sorptunnur við heimili. Á þessum forsendum leggur USNL-nefnd til við sveitarstjórn að hafna erindinu en að benda bréfritara á grenndargáma í sveitarfélaginu, þar sem hægt er að losa sig við flokkaðan heimilisúrgang. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar með vísan til samþykktar sveitarstjórnar þess efnis að hvert íbúðarhús í sveitarfélaginu fær eitt klippikort á ári sem íbúar geta nýtt til að losa sig við úrgang sem ekki má setja í hefðbundin sorpílát við heimili, erindi bréfritara er því hafnað um leið og bréfritara er bent á grenndargáma í sveitarfélaginu, þar sem hægt er að losa sig við flokkaðan heimilisúrgang."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Starf umhverfisfulltrúa

2402010

Erindi frá Arnheiði Hjörleifsdóttur.
Framlagt uppsagnarbréf, dags. 29. janúar 2024, frá umhverfisfulltrúa, Arnheiði Hjörleifsdóttur.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar Arnheiði fyrir gott og farsælt samstarf og óskar henni velfarnaðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2402015

Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði sunnudaginn 11. febrúar sl. vegna stofnfundar Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit (FEBHV). Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Hluthafafundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.

2402016

Erindi frá Menntaskóla Borgarfjarðar.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80-2002 (endurgreiðslur).

2402001

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar.

10.Umsögn um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 521. mál.

2402006

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

11.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán).

2402008

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.

12.942. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2402013

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:47.

Efni síðunnar