Fara í efni

Sveitarstjórn

389. fundur 27. desember 2023 kl. 15:00 - 15:04 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir varaoddviti
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Inga María Sigurðardóttir boðaði forföll.

1.Menningar- og markaðsnefnd - 47

2312002F

Fundargerðin framlögð.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 47 Tilboð frá eftirfarandi auglýsingastofum lögð fram: Hvíta húsinu, Brot, Kolofon, Ennemm og frá Unni Jónsdóttur og Aldísi Maríu Valdimarsdóttur.

    Menningar- og markaðsnefnd samþykkir lægsta tilboðið sem barst, frá auglýsingarstofunni Ennemm. Tilboðið hljóðar uppá kr. 2.650.000, þar af kr. 1.950.000 vegna markaðs- og kynningarátaks og kr. 700.000.- fyrir hönnun og vinnslu á aðkomutákni Hvalfjarðarsveitar.

    Menningar- og markaðsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

    Anna Kristín Ólafsdóttir og Guðjón Þór Grétarsson viku af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Tilboð í tengslum við markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit lögð fram frá eftirfarandi auglýsingastofum: Hvíta húsinu, Brot, Kolofon, Ennemm og frá Unni Jónsdóttur og Aldísi Maríu Valdimarsdóttur.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu menningar- og markaðsnefndar og samþykkir lægsta tilboðið sem barst, frá auglýsingarstofunni Ennemm. Tilboðið hljóðar uppá kr. 2.650.000, þar af kr. 1.950.000 vegna markaðs- og kynningarátaks og kr. 700.000.- fyrir hönnun og vinnslu á aðkomutákni Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn felur oddvita að ganga frá samningi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Hækkun útsvarsálagningar vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk.

2312025

Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.

Gert er ráð fyrir að útsvarsálagning sveitarfélaga hækki um 0,23% stig gegn samsvarandi lækkun tekjuskattsálagningar ríkisins og því mun hækkun á útsvarshlutfalli ekki leiða til þess að heildarálögur á skattgreiðendur muni hækka.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,14%."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:04.

Efni síðunnar