Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

47. fundur 19. desember 2023 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Fundargerð ritaði: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Dagskrá

1.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Farið yfir tilboð frá auglýsingastofum sem bárust vegna markaðs- og kynningarmála í Hvalfjarðarsveit.
Tilboð frá eftirfarandi auglýsingastofum lögð fram: Hvíta húsinu, Brot, Kolofon, Ennemm og frá Unni Jónsdóttur og Aldísi Maríu Valdimarsdóttur.

Menningar- og markaðsnefnd samþykkir lægsta tilboðið sem barst, frá auglýsingarstofunni Ennemm. Tilboðið hljóðar uppá kr. 2.650.000, þar af kr. 1.950.000 vegna markaðs- og kynningarátaks og kr. 700.000.- fyrir hönnun og vinnslu á aðkomutákni Hvalfjarðarsveitar.

Menningar- og markaðsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Anna Kristín Ólafsdóttir og Guðjón Þór Grétarsson viku af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

2.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fimmta skiltið er tilbúið og uppsett. Afhjúpun verður auglýst síðar.

Hugmyndavinna komin af stað við skilti sex og búið er að ákveða staðsetningu á því. Formanni og oddvita falið að vinna málið áfram.

Umræður um áningarstaði við sögu- og merkisstaðaskiltin. Menningar- og markaðsnefnd felur oddvita að festa kaup á þremur bekkjum frá Krumma ehf., sem áætlað er að setja upp við sögu- og merkistaðaskiltin.

3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023

2303016

Jólagleði á Vinavelli.
Þann 9. desember síðastliðinn fór fram vel heppnuð jólagleði á Vinavelli í Melahverfi.

Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur í kuldanum og sáu jólasveinar til þess að stórir sem smáir skemmtu sér vel. Jólasöngvar voru sungnir og dansað var í kringum jólatréð. Jólasveinarnir komu færandi hendi með stútfullan poka af jólanammi fyrir káta krakka.

Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum þeim sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og er öllum sem komu að viðburðinum færðar bestu þakkir fyrir samstarfið.

4.Hvalfjarðardagar 2024

2311015

Umræður um Hvalfjarðardaga 2024.
Umræður fóru fram um Hvalfjarðardaga 2024 sem eiga að fara fram þriðju helgina í ágúst 2024.

5.Mannamót Markaðsstofu landhlutanna 2024

2312001

Mannamót 18. janúar 2024- opið fyrir skráningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar