Fara í efni

Sveitarstjórn

369. fundur 08. febrúar 2023 kl. 15:00 - 15:28 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
 • Helga Harðardóttir varaoddviti
 • Helgi Pétur Ottesen ritari
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
 • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
 • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
 • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnardóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2212037 - Ósk um stækkun friðlands í Grunnafirði. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2302012 - Samstarf slökkviliða á Vesturlandi. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2302011 - Gröf II, L207694, beiðni um niðurfellingu á dagbókarfærðu skjali. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 368

2301005F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 14

2301006F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 14 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Hafnarfjalls 2 skv. fyrirliggjandi tillögu, skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Hafnarfjalls 2 skv. fyrirliggjandi tillögu, skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 14 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt til Veitna ohf. vegna endurnýjunar á aðveitulögn hitaveitu Veitna, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsókn dags. 18.11.2022 og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
  Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.
  Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt til Veitna ohf. vegna endurnýjunar á aðveitulögn hitaveitu Veitna, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsókn dags. 18.11.2022 og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
  Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar.
  Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 37

2301007F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Menningar- og markaðsnefnd - 37 Menningar- og markaðsnefnd leggur til að Hvalfjarðarsveit taki þátt í stofnun safnaklasa Vesturlands sem hluthafi í Byggðasafni á Görðum og Snorrastofu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir að Hvalfjarðarsveit taki þátt í stofnun safnaklasa Vesturlands sem hluthafi í Byggðasafninu á Görðum og Snorrastofu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 42

2301008F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 42 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu í Hvalfjarðarsveit og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu í Hvalfjarðarsveit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 42 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir verktakasamning við Sólveigu Sigurðardóttur og vísar erindinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  “Sveitarstjórn samþykkir framlagðan verktakasamning við Sólveigu Sigurðardóttur vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.

2206005

Erindisbréf fyrir Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindisbréfi fyrir Öldungaráð Hvalfjarðarsveitar til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og frístundanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ósk um stækkun friðlands í Grunnafirði

2212037

Málinu var frestað á 368. sveitarstjórnarfundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og tekur undir eftirfarandi bókun umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar. Í aðalskipulagi 2020-2032 er ekki gert ráð fyrir friðun lands á þessu svæði og myndi því þurfa aðalskipulagsbreytingu til verði friðunin samþykkt. Hinsvegar vísar nefndin til minnisblaðs dags. 16.01.2023 frá Eflu Verkfræðistofu vegna málsins. Í minnisblaðinu er m.a. lýsing á því hvernig fyrirhuguð áform um stækkun friðlandsins, samræmast aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, en þar segir m.a.: "Svæðið sjálft sem möguleg friðlýsing myndi ná til er að hluta til strandsvæði ST2 og ST3, sem fylgir strandlengjunni. Einnig er svæðið skilgreint sem hverfisverndarsvæði (HV2) og er skilgreint að hluta til sem önnur náttúruvernd. Beggja vegna við ósinn er landbúnaðarland L2 og norðan hans er einnig reiðleið að ósnum. Almennir skilmálar gilda um svæðið, sbr. ákvæði aðalskipulags fyrir viðkomandi svæði og einnig ákvæði um stakar framkvæmdir. Grunnafjörður sjálfur og ósinn er friðlýstur FS1. Innan strandsvæðis- og hverfisverndarsvæðisins er einungis heimild til mannvirkjagerðar til að bæta aðgengi til útivistar eða vegna rannsókna. Heimilt er að fara í bakkavarnir til að verjast ágangi sjávar. Innan svæðisins er raflína, Vatnshamralína 2 sem gert er ráð fyrir að verði fjarlægð sem loftlína og lögð í jörð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Samstarf slökkviliða á Vesturlandi.

2302012

Erindi frá SSV.
Stjórn samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur samþykkt erindisbréf fyrir vinnuhóp um úttekt á samstarfsmöguleikum slökkviliða á Vesturlandi. Í erindisbréfinu kemur fram að hópurinn skuli skipaður fimm fulltrúum og óskað er tilnefninga frá sveitarfélögunum varðandi skipan 4 fulltrúa en SSV skipar formann og verður Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi á Akranesi og fulltrúi í stjórn SSV formaður hópsins. Óskað er eftir því að Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit skipi sameiginlega 1 fulltrúa í vinnuhópinn.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti að sameiginlegur fulltrúi Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar í vinnuhópnum verði Björgvin Helgason."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Afskriftabeiðni.

2302002

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi samtals að fjárhæð kr. 1.125.557."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Gröf II, L 207694 - beiðni um niðurfellingu á dagbókarfærðu skjali.

2302011

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Sýslumaður óskar eftir samþykki Hvalfjarðarsveitar að dagbókarfærðum samningi frá árinu 2015 verði aflétt af eigninni þannig að unnt sé að taka hann út úr þinglýsingarkerfi. Um er að ræða samkomulag vegna jarðhitarannsókna og leitar á Gröf II, fnr.2334005, L207694 en boranir leiddu í ljós að vatnið var ekki nothæft til hitaveitu þar sem það reyndist saltvatn.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ofangreindum samningi verði aflétt af eigninni og hann afmáður úr þinglýsingarkerfi sýslumanns."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Umsagnarbeiðni - Þorrablót í Miðgarði.

2302004

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.XXXVIII landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2301040

Fundarboð.
Erindið framlagt en boðað er til landsþingsins föstudaginn 31. mars nk.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.

12.Frístundastefna.

2204059

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.136. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2302003

Fundargerð ásamt fylgiskjölum.
Fundargerðin ásamt fylgiskjölum lögð fram til kynningar.

Til máls tók HPO.

14.225. - 227. fundargerðir Faxaflóahafna sf.

15.917. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2301033

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.918. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2302006

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:28.

Efni síðunnar