Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

37. fundur 01. febrúar 2023 kl. 16:30 - 19:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Safnaklasi Vesturlands - stofnun.

2212019

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Menningar- og markaðsnefnd leggur til að Hvalfjarðarsveit taki þátt í stofnun safnaklasa Vesturlands sem hluthafi í Byggðasafni á Görðum og Snorrastofu.

2.Hugmyndir og ábendingar Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar

2301008

Erindi frá Ungmennaráði.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar Ungmennráði fyrir góðar ábendingar um að gott væri að hafa bekki með borðum við félagsheimilið Miðgarð og felur frístunda- og menningarfulltrúa að ganga frá kaupum á tveimur borðum.

3.Hvalfjarðardagar 2023

2210005

Undirbúningur við Hvalfjarðardaga.
Hugmyndavinna við Hvalfjarðardaga sem fram fara helgina 23.-25. júní fór vel af stað og skiptu nefndarmenn með sér verkefnum. Nefndin hvetur alla til að taka helgina frá.

4.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Vinna við skilti fimm er í fullum gangi og er texti langt kominn í vinnslu. Farið var í vettvangsferð og svæði skoðað sem gæti hentað fyrir skiltið. Hugmyndavinna að næsta skilti er hafin.

5.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit

1905042

Markaðskynning á Hvalfjarðarsveit.
Farið var yfir ýmsa kosti í kynningarmálum Hvalfjarðarsveitar þar á meðal safnrit og bæklinga á borð við, Ísland - atvinnuhættir og menning, Land og saga og Vegahandbók.

6.Skýrsla um málstefnu - ferðaþjónusta

2301043

Skýrsla um málstefnu í ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Efni síðunnar