Fara í efni

Sveitarstjórn

357. fundur 10. ágúst 2022 kl. 15:10 - 15:33 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnardóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2207001F - 51. fundargerð mannvirkja- og framkvæmdanefndar ásamt þremur afgreiðslumálum. Fundargerðin verður nr. 3 á dagskránni og afgreiðslumálin nr. 3.1., 3.2. og 3.3. verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 356

2206010F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 41

2208001F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 41 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við beiðni skólastjóra Heiðarskóla vegna sérstakra stuðningsþarfa með viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023 í samræmi við gögn málsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu Fræðslunefndar að verða við beiðni skólastjóra Heiðarskóla vegna sérstakra stuðningsþarfa með viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023 í samræmi við gögn málsins. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð kr. 6.611.251 á deild 04022, lykla 1183, 1231, 1820 og 4391 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 51

2207001F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 51 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samið verði við lægst bjóðanda þ.e. Hróarstind ehf og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar að samið verði við lægstbjóðanda, Hróarstind ehf. og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 51 Óskað hefur verið eftir gögnum frá verktaka sem uppfylla skilyrði 0.1.3 í verksamningi.
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Fagurverk ehf eftir að uppfylltum skilyrðum er fullnægt og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar að gengið verði til samninga við Fagurverk ehf. eftir að uppfylltum skilyrðum er fullnægt og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 51 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Hagvarma ehf um verkþætti 2. áfanga verkefnisins og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvirkja- og framkvæmdanefndar að gengið verði til samninga við Hagvarma ehf. um verkþætti 2. og 3. áfanga verkefnisins og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð kr. 3.150.000 á deild 51003, lykil 4320 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."

    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, EÓG sat hjá.

4.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 10.

2208010

Viðauki nr. 10.
Viðaukinn framlagður.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Viðaukinn var samþykktur á fundi sveitarstjórnar nr. 355 þann 28. júní sl. sem viðauki nr. 9. Viðauki nr. 9 var áður til og er viðaukinn því aftur samþykktur hér sem viðauki nr. 10. Sveitarstjórn samþykkir tilfærslu á fjárheimildum á deild 02056, lykli 5947, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á deild 02002, lykli 4980. Tilfærslan er vegna styrks til félagsstarfs fatlaðs fólks."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 11.

2208011

Viðauki nr. 11.
Viðaukinn framlagður.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2022, um er að ræða tilfærslu fjármagns milli deilda, ekki er um kostnaðarauka að ræða. Tilfærslan er gerð vegna ákvæðis um hagvaxtaauka lífskjarasamninga síðustu kjarasamninga sem virkjaðist 1. apríl sl. og áætlað var fyrir á deild 21085, óviss útgjöld við síðustu fjárhagsáætlunargerð. Fjárhæðin er 4mkr. sem færist af deild 21085, lykli 5971 og skiptist hún niður á eftirfarandi deildir, 02002, 02055, 02057, 04012, 04022, 04027, 05002, 05052, 06002, 09007, 21040 og 21041, ýmsa lykla."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 12.

2208012

Viðauki nr. 12.
Viðaukinn framlagður.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2022 samtals að fjárhæð kr. 13.131.919 vegna breytinga á launakjörum sveitarstjórnar og nefnda sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi nr. 350, vegna tilfærslu af deild 13002, Landbúnaðarnefnd, á deild 11001, Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd vegna sameiningar nefnda sbr. sveitarstjórnarfund nr. 351, vegna hækkunar á deild 21001, sveitarstjórn, vegna styrkja til tölvukaupa og námskeiðs fyrir nýtt sveitarstjórnar- og nefndarfólk ásamt bifreiðastyrk sem féll út við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og vegna hækkunar á deild 21040, skrifstofa sveitarfélagsins, vegna vísitöluhækkana og launabreytinga. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé kr.12.852.416 og lækkun á deild 13002 kr. 279.503."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 13.

2208013

Viðauki nr. 13.
Viðaukinn framlagður.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð 7,2mkr. á deild 04012, lykla 1110, 1810 og 1820, vegna afleysinga í langtímaveikindum og lausnarlauna á Leikskólanum Skýjaborg en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 14.

2208014

Viðauki nr. 14.
Viðaukinn framlagður.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2022 en um er að ræða tekjuviðauka að fjárhæð kr. 51.984.062 vegna aukinnar arðgreiðslu frá Faxaflóahöfnum sem ekki var fyrirséð við fjárhagsáætlanagerð. Tekjuaukningin leiðir til hækkunar á handbæru fé."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Umsögn um drög að nýrri reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra í samráðsgátt stjórnvalda.

2208004

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindið framlagt og vísað til USNL nefndar.

10.Umsögn um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða.

2208009

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Erindið framlagt.

0ddviti sendi inn til Innviðaráðuneytis þann 5. ágúst sl., að gefnum lengri tímafresti ráðuneytisins, eftirfarandi umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Umsögnin var unnin í samstarfi við sveitarstjórn og sveitarstjóra.
„Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir að þjóðfélagslegur ávinningur fylgi því að hafa góðar samgöngur og það sé hagur allra landsmanna að flýta uppbyggingu samgönguinnviða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hinsvegar þungar áhyggjur hvað varðar áform um ný jarðgangnagjöld, á það sérstaklega við um Hvalfjarðargöng þar sem þau eru mikilvæg samgönguæð fyrir íbúa og gesti Hvalfjarðarsveitar auk þess að gegna mikilvægu hlutverki fyrir atvinnu- og þjónustufyrirtæki á svæðinu. Framkvæmd Hvalfjarðargangna hefur nú þegar verið greidd að fullu með 20 ára gjaldtöku frá vegfarendum og að hefja gjaldtöku þar að nýju væri að mati sveitarstjórnar mikil mismunun að ótöldum kostnaðarauka fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar leggst eindregið gegn áformum um gjaldtöku í þegar byggðum og fjármögnuðum jarðgöngum líkt og Hvalfjarðargöngum.“

Fundi slitið - kl. 15:33.

Efni síðunnar