Fara í efni

Fræðslunefnd

41. fundur 04. ágúst 2022 kl. 16:30 - 17:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Dagný Hauksdóttir formaður
  • Guðlaug Ásmundsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Þórisdóttir áheyrnafulltrúi
  • Unnur Tedda Toftum áheyrnafulltrúi
  • Helgi Halldórsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Inga María Sigurðardóttir og Ásdís Björg Björgvinsdóttir boðuðu forföll.

1.Beiðni vegna sértækra stuðningsþarfa.

2206021

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við beiðni skólastjóra Heiðarskóla vegna sérstakra stuðningsþarfa með viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2023 í samræmi við gögn málsins.

2.Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

2208002

Umsókn.
Fræðslunefnd synjar beiðni um kostnaðarþátttöku við leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags þar sem umsóknin grundvallast ekki á skilyrðum Hvalfjarðarsveitar sbr. Reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimlissveitarfélags.

3.Leikskólahúsnæði - þarfagreining 2022

2202016

Skýrsla - framtíðarsýn í leikskólamálum.
Umræða um næstu skref varðandi leikskólahúsnæði og kynning á skýrslu starfshópsins um framtíðarsýn í leikskólamálum í Hvalfjarðarsveit frá apríl 2022.

4.Beiðni um kaup á búnaði

2208006

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Fræðslunefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar nefndarinnar.

5.Trúnaðarmál fræðslunefndar

2108003

Trúnaðarmál 2108002.
Mál nr. 2108002
Erindi fært í trúnaðarbók

Fundi slitið - kl. 17:15.

Efni síðunnar