Fara í efni

Sveitarstjórn

352. fundur 24. maí 2022 kl. 15:00 - 15:27 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Marteinn Njálsson 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 351

2205003F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160

2205004F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd felur umhverfisfulltrúa að vinna umsögn á grundvelli umræðna á fundinum og fyrri bókunar um málið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fela umhverfisfulltrúa að vinna umsögn í samræmi við umræður á fundi nefndarinnar og fyrri bókunar um málið. Umhverfisfulltrúa er falið að skila inn umsögninni í samráði við formann USN nefndar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu á grundvelli gildandi deiliskipulagsskilmála í deiliskipulagi svæðisins, en mælist til að farið verði í deiliskipulagsbreytingu í samráði við landeigendur. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun nefndarinnar um að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki skilmálum deiliskipulags á svæðinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

  Brynja Þorbjörnsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Narfastaða.
  Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að byggingarleyfisumsóknin sé grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Narfastaða skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt að gengið verði frá kvöð um aðkomu að lóðinni og gerð grein fyrir öflun neysluvatns fyrir viðkomandi mannvirki."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Í ljósi minnisblaðs frá lögmanni sveitarfélagsins, sem nefndin óskaði eftir og þess að sú umsókn, sem nú er til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu, hefur ekki verið grenndarkynnt fyrir öðrum eigendum lóða við Bjarkarás sbr. 1. grein skipulagsskilmála deiliskipulagsins, leggur umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum í Bjarkarási. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að umsóknin verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum og landeigendum Bjarkaráss."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • 2.9 2101108 Narfabakki.
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Umrætt deiliskipulag samræmist ekki gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 og því er erindinu hafnað og málsaðila bent á að senda erindið inn að nýju þegar nýtt aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 hefur tekið gildi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að hafna erindinu þar sem umrætt deiliskipulag er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag 2008-2020."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
  Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að byggingarleyfisumsóknin sé grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Litla Botnslands skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt að gengið verði frá kvöð um aðkomu að lóðinni og gerð grein fyrir öflun neysluvatns fyrir viðkomandi mannvirki."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
  Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að byggingarleyfisumsóknin sé grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Litla Botnslands skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt að gengið verði frá kvöð um aðkomu að lóðinni og gerð grein fyrir öflun neysluvatns fyrir viðkomandi mannvirki."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 160 Fyrir liggur að gerð stíflunnar er óleyfisframkvæmd og ljóst að forsendur munu ekki breytast.
  Umhverfis, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarsjórn að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að sjá til þess að niðurrif stíflumannvirkja verði hafið sem fyrst og dagsektum beitt ef þörf krefur.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að sjá til þess að niðurrif stíflumannvirkja sem reist voru í óleyfi verði hafið sem fyrst og beitt verði dagsektum gerist þess þörf."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Starf aðalbókara.

2204044

Ráðning aðalbókara Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til tillögu og framlagðra gagna frá sveitarstjóra og skrifstofustjóra samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráða Guðrúnu Guðmundsdóttur í 100% starf aðalbókara hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Guðrúnu Guðmundsdóttur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Umbótaáætlun Leikskólinn Skýjaborg 2021-2022.

2205010

Erindi frá Mennta- og barnamálaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við formann fræðslunefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Sveitafélagaskólinn.

2205035

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn hvetur nýkjörna sveitarstjórn, nefndarfólk og starfsfólk nefnda hjá Hvalfjarðarsveit til að skrá sig til þátttöku í sveitarfélagaskólann sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að sveitarfélagið greiði kostnað framangreindra aðila sem skrá sig í skólann."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál.

2205048

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

7.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.

2205049

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

8.Umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

2205050

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

9.127. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2205032

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin framlögð.

10.Stjórnarfundir Sorpurðunar Vesturlands, 9. mars og 4. maí 2022.

2205031

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:27.

Efni síðunnar