Fara í efni

Sveitarstjórn

351. fundur 10. maí 2022 kl. 15:14 - 16:07 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 350

2204006F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 39

2204008F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 39 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn samþykkja stöðugildi í Skýjaborg fyrir skólaárið 2022-2023. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar varðandi fjölda stöðugilda í leikskólanum Skýjaborg fyrir skólaárið 2022-2023."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 39 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óbreytta kennslustundaúthlutun og starfshlutfall almennra starfsmanna fyrir skólaárið 2022-2023 í samræmi við þau gögn sem skólastjóri lagði fram. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um óbreytta kennslustundaúthlutun og starfshlutfall almennra starfsmanna við grunnskólann Heiðarskóla fyrir skólaárið 2022-2023."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 39 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að gera samning um skólaþjónustu leik- og grunnskóla við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Er sú þjónusta á grundvelli 21.-23. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, 40.gr, laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarrað í grunnskólum nr. 444/2019. Beinist þjónustan að því að efla leik- og grunnskóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og nýtt eigin bjargir. Þjónusta við skólana tekur til stjórnunar, kennsluráðgjafar og starfsþróunar. Slíkur samningur mun styðja við starfsemi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og hægt að nýta til fagþróunar- og úrbótaverkefna. Til að mynda við gerð og framkvæmd starfsþróunaráætlana, úttektar á skólastarfi í samræmi við niðurstöður foreldra- og starfsmannakannana og innleiðingu nýrrar menntastefnu
    Fræðslunefnd leggur til að gerður verði samningur sem nemur 100 klst á ári til þriggja ára. Kostnaður við samninginn er um kr. 1.440.000,- á ári.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gera samning um skólaþjónustu fyrir leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, eins og fram kemur í bókun nefndarinnar. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram í samráði við formann fræðslunefndar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 39 Fræðslunefnd fagnar því að búið er að skipulegggja vor- og haustfrístund fyrir börn í 1. - 4. bekk í Hvalfjarðarsveit. Nefndin tekur jafnframt undir tillögu stjórnar foreldrafélags Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að gerð verði samantekt í lok vor- og haustfrístundar um hvernig tiltókst og hún tekin fyrir í fræðslunefnd sem og fjölskyldu- og frístundanefnd.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að daggjald vegna frístundar verði kr. 2000.- á dag sbr. framlagt skráningarblað í vorfrístund."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 39 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Önnu Kristínu Ólafsdóttur um gerð lógós fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar með gerð viðauka við fjárhagsáætlun kr. 154.440- Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að samið verði við Önnu Kristínu Ólafsdóttur um gerð merkis fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, jafnframt samþykkir sveitarstjórn gerð viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna þessa að fjárhæð kr. 154.440.- á deild 04020, lykil 4980, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 39 Fræðslunefnd tekur undir niðurstöður starfshóps um framtíðarsýn í leikskólamálum og leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við undirbúning og framkvæmd við lausa kennslustofu á lóð leikskólans Skýjaborgar sem allra fyrst. Jafnframt leggur fræðslunefnd áherslu á að hafin verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi strax að því loknu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og starfshópsins að hafinn verði strax undirbúningur að því að koma fyrir lausri kennslustofu á lóð leikskólans Skýjaborgar sbr. álit starfshópsins. Einnig að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi að því loknu sbr. álit starfshópsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 39 Fráfarandi fulltrúar í fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd telja mikilvægt að unnin verði frístundastefna fyrir Hvalfjarðarsveit á næsta kjörtímabili (2022-2026) sem tekur til fjölbreytts og skapandi frístundastarfs í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa en þó með sérstaka áherslu á börn, ungmenni og eldri borgara. Slík stefnumótunarvinna mun styðja við og efla þróun frístundastarfs í sveitarfélaginu og styrkja forvarnir, heilsueflingu og almenna lýðheilsu íbúa Hvalfjarðarsveitar.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá fræðslunefnd og fjölskyldu- og frístundanefnd að afloknum kosningum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 34

2205001F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 34 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Samningur þessi er mikilvægur liður í að styðja við öflugt íþrótta, forvarna- og félagsstarf fyrir samfélagið í Hvalfjarðarsveit.

    Nefndin vísar drögunum til staðfestingar hjá sveitastjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir drög að samstarfssamningi milli Hvalfjarðarsveitar og Íþróttabandalags Akraness. Með samningnum styður sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit við fjölbreytt íþrótta-, forvarnar- og félagsstarf sem Íþróttabandalag Akraness stendur fyrir. Jafnframt er tryggt aðgengi íbúa Hvalfjarðarsveitar að öllu starfi sem fram fer hjá Íþróttabandalagi Akraness. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tók DO.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 159

2204007F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 159 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsögn nefndarinnar um umhverfismatsskýrslu vegna endurnýjunar búnaðar og aukna framleiðslugetu eggjabús Vallár á Kjalarnesi.

    Umsögn umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar:

    Erindið: Skipulagsstofnun fer fram á að umsagnaraðilar veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum umræddrar framkvæmdar í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

    Framkvæmdin og eggjaframleiðslan er öll utan Hvalfjarðarsveitar en fyrirtækið hyggst losa sig við hænsnaskít af búinu með því að dreifa honum sem áburði á land Geldingaár í Hvalfjarðarsveit (og á fleiri svæði, en þetta er eina svæðið sem nýtt verður til dreifingar innan Hvalfjarðarsveitar).

    Þeir framkvæmdaþættir sem hafa áhrif á umhverfið eru hænsnaskítur og fráveituvatn vegna fjölgunar á fuglum á búinu. Umhverfisþættirnir sem metnir eru í umhverfismatsskýrslunni eru: lyktarmengun, yfirborðsvatn og grunnvatn og sýkingarhætta.

    Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 eru merkt inn þó nokkur vatnsból og brunnsvæði í landi Geldingaár þar sem fyrirhugað er að dreifa hænsnaskít. Stór hluti svæðisins er einnig skilgreindur sem vatnsverndarsvæði. Samkvæmt umræddu skipulagi er dreifingarsvæðið við Geldingaá innan skilgreinds vatnsverndarsvæðis. Við austurjaðar afmarkaðs svæðis er brunnsvæði vatnsbóls við Bugalæk þar sem fyrirhugað er að dreifa hænsnaskít. Hluti afmarkaðs svæðis er einnig innan skilgreinds grannsvæðis vatnsbóls. Þá eru samkvæmt auðlindakorti aðalskipulagsins tilgreind nokkur brunnsvæði til viðbótar bæði innan afmarkaða svæðisins og sunnan við það. Í aðalskipulagi er tekið fram að innan grannsvæðis vatnsbóls skuli áburðarnotkun vera undir ströngu eftirliti.

    Vatnsbólin í landi Geldingaár eru nýtt af nærliggjandi bæjum og hafa verið það frá árinu 1964.
    Jarðfræðilegar aðstæður eru þannig að efsta jarðlagið (þ.e.a.s. undir jarðvegi, þar sem hans nýtur við) er möl, yfirleitt 1-2 metrar að þykkt. Hún er hriplek og tekur vel við öllu yfirborðsvatni. Undir henni er þéttur jökulruðningur sem hleypir vatni illa í gegnum sig. Vatn sem kemur að ofan stoppar því á þessum lagmótum og rennur um mölina sem grunnvatn. Landslagið bendir til þess að grunnvatnsrennsli frá landgræðslusvæðinu (áburðardreifingarsvæðinu) sé til suðurs í átt að vatnsbóli Skipaness. Vera kann að skurðirnir umhverfis mýrina, sem vatnsbólið er í, hafi einhver áhrif. Það þyrfti að kanna og meta betur. Samkvæmt áliti jarðfræðings sem Hvalfjarðarsveit leitaði til, er lagt til að svæðið sé skoðað með tilliti til þess að mengun sé möguleg frá dreifingasvæðinu, þar sem dreifing hænsnaskíts liggur ofar í landinu og því getur mengað vatn sigið niður í grunnvatnið sem leiðir að brunnsvæði. Mikilvægt er talið að sérfræðingar á þessu sviði meti hvort hætta sé á mengun.

    Um landið rennur samnefnd á, Geldingaá, og hún fellur í Grunnafjörð. Sveitarfélagið áréttar að Grunnafjörður er svokallað Ramsar svæði, sem þýðir að um það gilda ákveðnar reglur sem alþjóðlega mikilvægt votlendi. Þá er óraskað votlendi við suðurjaðar svæðisins, sem nýtur sérstakrar verndar skv. Náttúruverndarlögum og skv. gildandi aðalskipulagi.

    Í reglugerð um neysluvatn (nr. 536/2001) segir í 9. gr.: Umhverfis hvert vatnsból skal heilbrigðisnefnd ákvarða vatnsverndarsvæði sem skiptist í brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði, sbr. reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Brunnsvæði skal vera algjörlega friðað fyrir óviðkomandi umferð og framkvæmdum öðrum en þeim sem nauðsynlegar eru vegna vatnsveitunnar. Heilbrigðisnefnd skal, þar sem þörf krefur, krefjast þess að svæðið skuli girt gripa- og mannheldri griðingu, sem sé minnst 5 metra frá vatnsbóli.

    Í umhverfismatsskýrslunni kemur fram að skíturinn sem fellur til á eggjabúinu á Vallá fari í gám og sé fjarlægður þaðan eigi sjaldnar en tvisvar í viku og fluttur að Geldingaá. Einnig kemur fram að þar (á Geldingaá) sé hauggeymsla til geymslu á skít sem rúmar um 120 tonn af skít. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um hauggeymsluna á Geldingaá og flutning og flutningsmáta gámanna á milli svæða.

    Í reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri (nr. 804/1999) segir í 7.gr. að: Í starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda búfjárframleiðslu skulu vera ákvæði um söfnun, geymslu og dreifingu búfjáráburðar sem taki mið af starfsreglum um góða búskaparhætti.

    Í kynningarferlinu varðandi tillögu að matsáætlun, benti Hvalfjarðarsveit á að mikilvægt væri að umfjöllun yrði um lyktarmengun við Geldingaá vegna þess magns af skít sem dreifa á þar ár hvert. Óskar sveitarfélagið eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna það er ekki gert. Í reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri (nr. 804/1999) segir í grein 7.2 að í umsókn um starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda búfjárframleiðslu eigi fyrirtæki að gera ráðstafanir til að draga úr óþægindum m.a. vegna lyktarvandamála vegna geymslu og dreifingar búfjáráburðar.

    Búfjáráburður getur verið uppspretta sýkla en í kafla um sýkingarhættu er niðurstaðan sú að sýkingarhætta frá starfseminni sé óveruleg. Í ábendingum sínum um tillögu að matsáætlun, benti Hvalfjarðarsveit á sýkingarhættu og smitleiðir vegna fugla sem dreifing á hænsnaskít gæti haft í för með sér og óskaði eftir því að nánari grein væri gerð fyrir þessum þáttum í frummatsskýrslu.

    Hvað varðar dreifingu hænsnaskíts í landi Geldingaár, þarf að sækja um starfsleyfi fyrir henni til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

    Að lokum vill umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar ítreka áður fram komnar ábendingar um að fenginn verði óháður aðili til að meta hvort hætta sé á að vatnsbólin í nágrenni við dreifingasvæðið mengist. Einnig að ítarlegri grein sé gerð fyrir flutningum á þessu magni af skít, hvernig þeim verði háttað og mögulegum áhrifum á umferð og umferðaröryggi í Hvalfjarðarsveit.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir umsögn nefndarinnar um umhverfismatsskýrslu vegna endurnýjunar búnaðar og aukna framleiðslugetu eggjabús Vallár á Kjalarnesi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Umsögn umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar: Erindið: Skipulagsstofnun fer fram á að umsagnaraðilar veiti umsögn um mat á umhverfisáhrifum umræddrar framkvæmdar í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Framkvæmdin og eggjaframleiðslan er öll utan Hvalfjarðarsveitar en fyrirtækið hyggst losa sig við hænsnaskít af búinu með því að dreifa honum sem áburði á land Geldingaár í Hvalfjarðarsveit (og á fleiri svæði, en þetta er eina svæðið sem nýtt verður til dreifingar innan Hvalfjarðarsveitar). Þeir framkvæmdaþættir sem hafa áhrif á umhverfið eru hænsnaskítur og fráveituvatn vegna fjölgunar á fuglum á búinu. Umhverfisþættirnir sem metnir eru í umhverfismatsskýrslunni eru: lyktarmengun, yfirborðsvatn og grunnvatn og sýkingarhætta. Í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 eru merkt inn þó nokkur vatnsból og brunnsvæði í landi Geldingaár þar sem fyrirhugað er að dreifa hænsnaskít. Stór hluti svæðisins er einnig skilgreindur sem vatnsverndarsvæði. Samkvæmt umræddu skipulagi er dreifingarsvæðið við Geldingaá innan skilgreinds vatnsverndarsvæðis. Við austurjaðar afmarkaðs svæðis er brunnsvæði vatnsbóls við Bugalæk þar sem fyrirhugað er að dreifa hænsnaskít. Hluti afmarkaðs svæðis er einnig innan skilgreinds grannsvæðis vatnsbóls. Þá eru samkvæmt auðlindakorti aðalskipulagsins tilgreind nokkur brunnsvæði til viðbótar bæði innan afmarkaða svæðisins og sunnan við það. Í aðalskipulagi er tekið fram að innan grannsvæðis vatnsbóls skuli áburðarnotkun vera undir ströngu eftirliti. Vatnsbólin í landi Geldingaár eru nýtt af nærliggjandi bæjum og hafa verið það frá árinu 1964. Jarðfræðilegar aðstæður eru þannig að efsta jarðlagið (þ.e.a.s. undir jarðvegi, þar sem hans nýtur við) er möl, yfirleitt 1-2 metrar að þykkt. Hún er hriplek og tekur vel við öllu yfirborðsvatni. Undir henni er þéttur jökulruðningur sem hleypir vatni illa í gegnum sig. Vatn sem kemur að ofan stoppar því á þessum lagmótum og rennur um mölina sem grunnvatn. Landslagið bendir til þess að grunnvatnsrennsli frá landgræðslusvæðinu (áburðardreifingarsvæðinu) sé til suðurs í átt að vatnsbóli Skipaness. Vera kann að skurðirnir umhverfis mýrina, sem vatnsbólið er í, hafi einhver áhrif. Það þyrfti að kanna og meta betur. Samkvæmt áliti jarðfræðings sem Hvalfjarðarsveit leitaði til, er lagt til að svæðið sé skoðað með tilliti til þess að mengun sé möguleg frá dreifingasvæðinu, þar sem dreifing hænsnaskíts liggur ofar í landinu og því getur mengað vatn sigið niður í grunnvatnið sem leiðir að brunnsvæði. Mikilvægt er talið að sérfræðingar á þessu sviði meti hvort hætta sé á mengun. Um landið rennur samnefnd á, Geldingaá, og hún fellur í Grunnafjörð. Sveitarfélagið áréttar að Grunnafjörður er svokallað Ramsar svæði, sem þýðir að um það gilda ákveðnar reglur sem alþjóðlega mikilvægt votlendi. Þá er óraskað votlendi við suðurjaðar svæðisins, sem nýtur sérstakrar verndar skv. Náttúruverndarlögum og skv. gildandi aðalskipulagi. Í reglugerð um neysluvatn (nr. 536/2001) segir í 9. gr.: Umhverfis hvert vatnsból skal heilbrigðisnefnd ákvarða vatnsverndarsvæði sem skiptist í brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði, sbr. reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Brunnsvæði skal vera algjörlega friðað fyrir óviðkomandi umferð og framkvæmdum öðrum en þeim sem nauðsynlegar eru vegna vatnsveitunnar. Heilbrigðisnefnd skal, þar sem þörf krefur, krefjast þess að svæðið skuli girt gripa- og mannheldri griðingu, sem sé minnst 5 metra frá vatnsbóli. Í umhverfismatsskýrslunni kemur fram að skíturinn sem fellur til á eggjabúinu á Vallá fari í gám og sé fjarlægður þaðan eigi sjaldnar en tvisvar í viku og fluttur að Geldingaá. Einnig kemur fram að þar (á Geldingaá) sé hauggeymsla til geymslu á skít sem rúmar um 120 tonn af skít. Hvalfjarðarsveit óskar eftir nánari upplýsingum um hauggeymsluna á Geldingaá og flutning og flutningsmáta gámanna á milli svæða. Í reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri (nr. 804/1999) segir í 7.gr. að: Í starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda búfjárframleiðslu skulu vera ákvæði um söfnun, geymslu og dreifingu búfjáráburðar sem taki mið af starfsreglum um góða búskaparhætti. Í kynningarferlinu varðandi tillögu að matsáætlun, benti Hvalfjarðarsveit á að mikilvægt væri að umfjöllun yrði um lyktarmengun við Geldingaá vegna þess magns af skít sem dreifa á þar ár hvert. Óskar sveitarfélagið eftir rökstuðningi fyrir því hvers vegna það er ekki gert. Í reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum köfnunarefnissambanda frá landbúnaði og öðrum atvinnurekstri (nr. 804/1999) segir í grein 7.2 að í umsókn um starfsleyfi fyrir starfsleyfisskylda búfjárframleiðslu eigi fyrirtæki að gera ráðstafanir til að draga úr óþægindum m.a. vegna lyktarvandamála vegna geymslu og dreifingar búfjáráburðar. Búfjáráburður getur verið uppspretta sýkla en í kafla um sýkingarhættu er niðurstaðan sú að sýkingarhætta frá starfseminni sé óveruleg. Í ábendingum sínum um tillögu að matsáætlun, benti Hvalfjarðarsveit á sýkingarhættu og smitleiðir vegna fugla sem dreifing á hænsnaskít gæti haft í för með sér og óskaði eftir því að nánari grein væri gerð fyrir þessum þáttum í frummatsskýrslu. Hvað varðar dreifingu hænsnaskíts í landi Geldingaár, þarf að sækja um starfsleyfi fyrir henni til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Að lokum vill umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar ítreka áður fram komnar ábendingar um að fenginn verði óháður aðili til að meta hvort hætta sé á að vatnsbólin í nágrenni við dreifingasvæðið mengist. Einnig að ítarlegri grein sé gerð fyrir flutningum á þessu magni af skít, hvernig þeim verði háttað og mögulegum áhrifum á umferð og umferðaröryggi í Hvalfjarðarsveit.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 159 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðanna sbr. meðfylgjandi erindi og gögn frá Direkta lögfræðiþjónustu fyrir hönd Vegagerðarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 159 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Gröf 2, landeignanúmer L207694 sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
    Nefndin telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að Gröf 2, landeignanúmer L207694 sbr. 17. gr. jarðarlaga nr. 81/2004. Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar um að æskilegt sé að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 159 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn með tillögu að breytingu á aðalskipulagi í Reykjavík er varðar nýja Skerjafjörð. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur er varðar Nýja Skerjafjörð."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 159 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela Umhverfisfulltrúa að móta tillögur um hvernig hægt sé að standa að söfnun og eyðingu dýraleifa í Hvalfjarðarsveit hjá dýraeigendum og bændum sem ekki reka starfsleyfisskyldan rekstur. Skoðaðir verði kostir þess að fara í samstarf við nágrannasveitarfélög um verkefnið.
    Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela Umhverfisfulltrúa að móta tillögur um hvernig hægt sé að standa að söfnun og eyðingu dýraleifa í Hvalfjarðarsveit hjá dýraeigendum og bændum sem ekki reka starfsleyfisskyldan rekstur. Skoðaðir verði kostir þess að fara í samstarf við nágrannasveitarfélög um verkefnið. Umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram og skila tillögum sínum til USN nefndar fyrir lok ágúst næstkomandi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 49

2204004F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 49 Öllum tilskyldum leyfum hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins vegna útgáfu framkvæmdaleyfis. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja leyfi fyrir tengingu við ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að heimila tengingu við ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins vegna lagningar ljósleiðarakerfis í landi Bjarteyjarsands. Félagið tekur að sér að leggja lögnina en að lagningu lokinni verður hún eign sveitarfélagsins og hluti af ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins. Framkvæmdin skal unnin í samráði við og undir verkeftirliti verkefnastjóra framkvæmda og eigna sveitarfélagsins sem mun að framkvæmd lokinni taka hana út áður en kerfið er afhent sveitarfélaginu til eignar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.2 2009013 Hitaveita
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 49 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða gjaldskrá og samþykktir Heiðarveitu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá og samþykktir vegna Heiðarveitu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 49 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja meðfylgjandi reglur í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um styrki vegna uppsetningar varmadæla í Hvalfjarðarsveit. Reglurnar taka gildi við samþykkt þeirra."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG sátu hjá.

    Til máls tók DO.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 49 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd tekur undir niðurstöður starfshóps um framtíðarsýn í leikskólamálum og leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við undirbúning og framkvæmd við lausa kennslustofu á lóð leikskólans Skýjaborgar sem allra fyrst. Jafnframt leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd áherslu á að hafin verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi strax að því loknu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og starfshópsins að hafinn verði strax undirbúningur að því að koma fyrir lausri kennslustofu á lóð leikskólans Skýjaborgar sbr. álit starfshópsins. Einnig að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Melahverfi að því loknu sbr. álit starfshópsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 49 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar breytingu á viðmiðunarreglum varðandi snjómokstur í Hvalfjarðarsveit. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir framlagðar viðmiðunarreglur varðandi snjómokstur í Hvalfjarðarsveit með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Rekstraryfirlit janúar til mars 2022.

2205024

Framlagt fjárhagsyfirlit.
Framlagt rekstraryfirlit fyrir janúar til mars 2022.

Rekstrarniðurstaða fyrstu þrjá mánuði ársins er tæpum 38mkr. betri en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir, fyrst og fremst vegna 19mkr. hærri útsvarstekna er helgast bæði af íbúafjölgun sem og varfærinni áætlun. Flestir málaflokkar eru einnig undir áætlun tímabilsins auk þess sem vaxtatekjur veltufjármuna eru 5,7mkr. hærri en áætlun tímabilsins.

7.Starf aðalbókara.

2204044

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa 100% stöðugildi aðalbókara hjá Hvalfjarðarsveit, um er að ræða aukningu stöðugildis um 20% en verkefni starfsins verða aukin og mun það gefa svigrúm til að færa til verkefni innan stjórnsýslunnar og jafna vinnuálag meðal starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að fara yfir og meta umsóknir og koma með tillögu til sveitarstjórnar um ráðningu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 9.

2205022

Viðauki nr. 9.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna launa- og stöðugildabreytinga frá 1. september 2022. Með samþykktinni er verið að gera ráð fyrir auknu stöðugildi aðalbókara úr 80% í 100% stöðugildi en samhliða breytingunni verða verkefni starfsins aukin. Jafnframt er verið að lagfæra launaröðun í samræmi við jafnlaunavottun sveitarfélagsins. Fjárhæð viðaukans er kr. 2.585.750 er færast á deildir 02002, 05002, 06002, 09007 og 21040, ýmsa lykla en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2204043

Síðari umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir fyrir sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit, erindið var tekið til fyrri umræðu á 350. fundi sveitarstjórnar þann 26. apríl sl. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra að auglýsa samþykktirnar í B deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Erindisbréf umhverfis-,skipulags-,náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar.

2205021

Tillaga að nýju erindisbréfi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt nýtt erindisbréf fyrir umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar. Við samþykkt þessa falla eldri erindisbréf umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar og landbúnaðarnefndar úr gildi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Brunavarnaáætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

1801024

Brunavarnaáætlun 2022-2026.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða Brunavarnaráætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og felur sveitarstjóra að undirrita hana. Áætlunin hefur verið yfirfarin af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Samstarfsnefnd slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

2205016

Tillaga um samstarfsnefnd slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar til sveitarstjórna Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu sameiginlegs vinnuhóps Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um stofnun samstarfsnefndar um málefni slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Sumarlokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

2205019

Erindi frá oddvita Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð vegna
sumarleyfa starfsfólks frá og með 18. júlí nk. til og með 29. júlí nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Hitaveita á Grundartanga

2205020

Erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga.
Þróunarfélag Grundartanga vinnur að stofnun hita- og gufuveitu á Grundartanga í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu. Gert er ráð fyrir að nýta umfram orku frá orkufyrirtækjum á Grundartanga til að setja upp varmadælur sem munu framleiða hitaveituvatn sem veitt verður til fyrirtækja á svæðinu, og hins vegar gufu sem mun verða veitt til fóðurverksmiðju Líflands. Gufuveitan mun leysa af hólmi umtalsverða olíubrennslu hjá fyrirtækinu. Umhverfislegur ávinningur af þessu verkefni er verulegur í formi minna kolefnispors og einnig í bættri nýtingu orku sem nú er nýtt til kyndingar á svæðinu. Með fyrirhugaðri varmaveitu í stað núverandi rafhitunar má gera ráð fyrir að sparist um 4.200 MWh/ári og að ávinningur notenda til lækkunar í orkukaupum til húshitunar geti numið allt að 60%. Á þessu stigi er horft til hitaveitukerfis sem þjónustar Grundartanga en við hönnun kerfisins verður gert ráð fyrir þeim möguleika, til framtíðar, að hægt verði að leiða kerfið á köld svæði í nágrenni Grundartanga ef það þykir hagkvæmt í samanburði við aðra kosti. Þróunarfélagið vinnur að umsókn um stofnstyrk hjá Orkusjóði og óskar eftir vilyrði sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um þátttöku í styrkumsókninni.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vera samstarfsaðili Þróunarfélags Grundartanga vegna styrkumsóknar til Orkusjóðs vegna hita- og gufuveitu á Grundartanga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.





15.Viðhald og gerð reiðvega í Hvalfjarðarsveit.

2205014

Samningsbeiðni frá Hestamannafélaginu Dreyra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindi Hestamannafélagsins Dreyra um gerð samnings vegna reiðvegagerðar í Hvalfjarðarsveit, og að unnin sé stefnumótun um forgangsröðun reiðleiða í sveitarfélaginu. Málinu er vísað til umfjöllunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar og hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2205023

Erindi frá Elínu Ósk Gunnarsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við beiðni um endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði svo bréfritari geti staðið fyrir opnum kynningarfundi frambjóðenda vegna kosninga til sveitarstjórnar í Hvalfjarðarsveit. Leigufjárhæðin færist til tekna á félagsheimilið og sem kostnaður á sveitarstjórnarkosningar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

17.Aðalfundarboð Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis fyrir árið 2021.

2205009

Aðalfundarboð.
Aðalfundarboð Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis lagt fram, fundurinn er haldinn fimmtudaginn 12. maí klukkan 16:30.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur Helgu Harðardóttur að sækja fundinn fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Umsögn um frumvarp til laga um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar (umhverfisvæn orkuöflun), 582. mál.

2204054

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Erindið er framlagt.

19.Umsögn um frumvarp til laga um atvinnuréttindi útlendinga (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.

2205003

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið er framlagt.

20.Umsögn um frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál.

2205005

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið er framlagt.

21.Brotthvarf úr framhaldsskólum.

2205015

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið er framlagt.
Vísað til kynningar í fræðslunefnd.

22.909. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2205001

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:07.

Efni síðunnar