Fara í efni

Sveitarstjórn

350. fundur 26. apríl 2022 kl. 15:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2204048 - Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2009038 - Ráðning félagsmálastjóra. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 349

2204003F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 30

2204002F

Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tók HH.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 158

2204005F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 158 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið, með fyrirvara um samþykki landeiganda og um leyfi fyrir tengingu við ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til mannvirkja- og framkvæmdanefndar sem fer með veitumál sveitarfélagsins, þ.m.t. ljósleiðara."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 158 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og leggjur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa deiliskipulagstillögu með áorðnum breytingum, fyrir Réttarhaga I og II, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 158 Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti aðalskipulagstillöguna til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga á fundi sínum þann 8. mars 2022 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun var send tillagan til athugunar þann 10. mars 2022.
  Skipulagsstofnun skilaði yfirferð sinni í bréfi dagsettu 8. apríl 2022 og hefur sveitarfélagið brugðist við þeim.
  Helstu breytingar sem gerðar voru á aðalskipulagstillögunni, í kjölfar athugunar Skipulagsstofnunar, eru m.a. listaðar upp í greinargerðarhefti aðalskipulagstillögunnar, í 4 kafla um skipulagsferli, einnig í forsendum umhverfismatsskýrslu.

  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að auglýsa aðalskipulagstillöguna samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og að auglýsa aðalskipulagstillöguna samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 158 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir stækkun framleiðsluplans. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir stækkun framleiðsluplans Hvalstöðvarinnar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 158 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að samþykkja stofnun lóðar í kringum gamla skólahús Heiðarskóla sbr. meðfylgjandi erindi."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 158 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd beinir því til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að samþykkja framkvæmdaleyfið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna uppsetningar skiltisins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2022 nr. 4-8.

2204042

Viðaukar nr. 4-8.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2022 en um er að ræða 1.544.000 kr. tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna skjalavistunarvinnu í Tæknideild, fjármunirnir verða færðir af óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971, á deild 09007, lykil 4980.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2022 vegna viðbótarfjárheimildar launa í leikskólanum Skýjaborg, kr. 735.147 færast á deild 04012 en hækkun útgjalda er mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð 2,5mkr. vegna aðkeyptrar afleysingarvinnu á Tæknideild, deild 09007, lykil 4320 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð 500þús.kr. vegna styrkveitingar til félags slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar, færist á deild 07089, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 8 við framkvæmdaáætlun ársins 2022 að fjárhæð 58mkr. vegna hitaveituframkvæmda við Heiðarveitu þar sem efniskaup sem áætluð voru á framkvæmdaáætlun ársins 2021 gengu ekki eftir og af þeim sökum færast þau milli ára. Viðbótarfjárheimildin, 58mkr., færist á deild 52051, lykil 11470 en aukinni fjárfestingu verður mætt með lækkun á handbæru fé."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 með síðari breytingum.

2204043

Breytingar á samþykktum og skipuriti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að samþykktum og nýju skipuriti fyrir Hvalfjarðarsveit og vísar þeim til síðari umræðu. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að uppfæra erindisbréf nefnda í samræmi við breyttar samþykktir og leggja fyrir sveitarstjórn til samþykktar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.

2204048

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna með gildistöku þann 1. júní 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Starf aðalbókara.

2204044

Erindi frá Sæmundi R. Þorgeirssyni.
Uppsögn aðalbókara framlögð.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar aðalbókara fyrir hans störf í þágu sveitarfélagsins.

8.Ráðning félagsmálastjóra.

2009038

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til tillögu frá Björgvini Helgasyni, oddvita, Helga Pétri Ottesen, formanni fjölskyldu- og frístundanefndar og Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráða Freyju Þöll Smáradóttur ótímabundið í 100% starf félagsmálastjóra hjá Hvalfjarðarsveit frá og með 1. maí nk. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Freyju Þöll."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Tillaga að breyttum sameignarfélagasamningi Faxaflóahafna.

2204037

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti drög að nýjum sameignarfélagssamningi fyrir Faxaflóahafnir sf. og jafnframt drög að eigendastefnu fyrir félagið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók DO.

10.Stjórnsýslukæra nr. 33-2022, vegna vegar að Ölver 12.

2204040

Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að svara erindinu og koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

2204038

Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Helga Harðardóttir fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Styrkumsókn vegna náms.

2204039

Erindi frá Sigríði H. Indriðadóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu, en óskar bréfritara velfarnaðar í sínu námi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Hitaveita.

2009013

Samþykktir og gjaldskrá Heiðarveitu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar samþykktir Heiðarveitu ásamt framlögðum gjaldskrárdrögum Heiðarveitu og vísar þeim til síðari umræðu hjá sveitarstjórn. Jafnframt er samþykktunum og gjaldskránni vísað til umræðu í mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillaga borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.

2204019

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

15.Vorfundur Landsnets.

2204041

Fundarboð.
Erindið framlagt.

Fundi slitið.

Efni síðunnar