Fara í efni

Sveitarstjórn

338. fundur 12. október 2021 kl. 15:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 337

2109007F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 146

2110001F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 146 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á matshluta 28 sem er gjallbygging - kerskáli hjá Norðuráli á Grundartanga.

  Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og heimilar niðurrif á matshluta nr. 28 sem er gjallbygging - kerskáli hjá Norðuráli á Grundartanga."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 146 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á matshluta 45 sem er rannsóknarstofa hjá Norðuráli á Grundartanga.

  Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og heimilar niðurrif á matshluta nr. 45 sem er rannsóknarstofa hjá Norðuráli á Grundartanga."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 146 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á matshluta 25 sem er gasstöð hjá Norðuráli á Grundartanga.

  Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og heimilar niðurrif á matshluta nr. 25 sem er gasstöð hjá Norðuráli á Grundartanga."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 146 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi fyrir nýrri gjallbyggingu sem verður 516.5m²/4051.0m³
  að stærð, mhl. 27 hjá Norðuráli á Grundartanga. Mannvirkið er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

  Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir byggingarleyfi fyrir nýrri gjallbyggingu sem verður 516.5m²/4051.0m³ að stærð, mhl. 27 hjá Norðuráli á Grundartanga. Mannvirkið er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 146 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi fyrir nýjum steypuskála sem verður 9935.2m²/148553.6m³ að stærð, mhl. 57 hjá Norðuráli á Grundartanga. Mannvirkið er í samræmi við gildandi deiliskipulag.


  Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir byggingarleyfi fyrir nýjum steypuskála sem verður 9935.2m²/148553.6m³ að stærð, mhl. 57 hjá Norðuráli á Grundartanga. Mannvirkið er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 146 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu. Nefndin telur að gera þurfi verulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi. Afgeiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun nefndarinnar og hafnar erindinu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 27

2109010F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 27 Nefndin samþykkir uppfærðar reglur um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilinum haustönn 2021 og vísar þeim til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir uppfærðar reglur um sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk fyrir börn á tekjulágum heimilum haustönn 2021."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 27 Á 26. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær. Nefndin vísar afgreiðslu málsins til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir reglur um þjónustu við fatlað fólk í Hvalfjarðarsveit. Reglurnar eru um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk og reglum um notendasamninga fyrir fatlað fólk og forsjáraðila fatlaðra barna í Hvalfjarðarsveit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 41

2109009F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Hitaveita.

2009013

Framkvæmdir-samningar og tengingar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Veitur ohf. vegna tengingar inn á stút Veitna ohf. við Beitistaði og felur sveitarstjóra að rita undir samninginn. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt framlagðan samning við landeigendur vegna lagningar Heiðarveitu frá tengingu Veitna ohf. við Beitistaði og felur sveitarstjóra að rita undir samninga við alla sjö landeigendur. Sveitarstjórn samþykkir vegna framkvæmda við Heiðarveitu viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 48.951.200 sem færist inn á framkvæmdaáætlun ársins en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Háimelur 2 - lóðaumsókn.

2109024

Lóðaúthlutun.
Að lokinni lóðaúthlutun í maí sl. við Háamel hafa verið lausar 2 einbýlishúsalóðir, nr. 2 og 4 en nú hefur borist umsókn um lóð nr. 2 og skv. reglum um lóðaúthlutun er heimilt að taka til afgreiðslu fyrstu umsókn sem berst.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir úthlutun lóðar nr. 2 við Háamel til Magnúsar Garðarssonar og Ingibjargar P. Guðmundsdóttur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2110006

Erindi frá sóknarnefnd Innri-Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um að fella niður leigu vegna markaðar til styrktar viðhaldssjóði kirkjunnar. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2110009

Erindi frá Félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um að fella niður leigu vegna lokahófs sumarstarfs fullorðins fatlaðs fólks, samstarfsverkefnis Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á deild 02054."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Menningarstefna Vesturlands 2021-2024.

2110001

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða Menningarstefnu fyrir Vesturland 2021-2024. Jafnframt þakkar sveitarstjórn fagráðinu fyrir þeirra vinnu við gerð metnaðarfullrar áætlunar í menningarmálum á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Stafrænt samstarf sveitarfélaga 2022.

2012010

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir þátttöku í verkefninu og að gert verði ráð fyrir framlaginu við fjárhagsáætlunargerð ársins 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.

2110005

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Erindið framlagt.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til frekari umfjöllunar á vinnufundi sveitarstjórnar, afgreiðslu frestað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Umsögn um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088-2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

2110008

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Lagt fram.

13.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.

2109044

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til USN nefndar og mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.209. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2109043

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:35.

Efni síðunnar