Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

146. fundur 06. október 2021 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen formaður
  • Guðjón Jónasson varaformaður
  • Ása Hólmarsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir
Dagskrá
Helgi Magnússon boðaði forföll.

1.Réttarhagi I og II stofnun lóða

2109022

Umsókn um stofnun lóða Réttarhagi I og II úr landi Leirá landr: 133774
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn stofnunar Árna Magnússonar vegna nafngifta lóða.

2.Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

2109025

Áætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 tekur til starfssvæðis fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins.
Lagt fram til kynningar.

3.NA - Gjallbygging - Kerskáli - Mhl.28 - Niðurrifsumsókn

2108025

Sótt er um leyfi til að rífa niður gjallbyggingu (70.09) samtengda og austna við núverandi steypuskála (70.01) matshluta 09.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á matshluta 28 sem er gjallbygging - kerskáli hjá Norðuráli á Grundartanga.

Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls.

4.NA - Rannsóknarstofa - Mhl.45 - Niðurrifsumsókn

2108022

Sótt er um leyfi til að rífa niður núverandi rannsóknarstofu (70.08) samtengda og austan við núverandi steypuskála (70.01) matshlua 09.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á matshluta 45 sem er rannsóknarstofa hjá Norðuráli á Grundartanga.

Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls.

5.NA - Gasstöð - Mhl.25 - Niðurrifsumsókn

2108021

Sótt er um leyfi til að rífa niður núvernadi gasstöð við suður lóðarmörk álversins.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á matshluta 25 sem er gasstöð hjá Norðuráli á Grundartanga.

Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir afgreiðslu þessa máls.

6.NA - Gjallbygging - Mhl.27 - byggingarleyfisumsókn

2108023

Sótt er um byggingarleyfi til að byggja nýja gjallbyggingu við Katanesveg 5 Grundartanga (70.99) samtengda sunnan við núverandi steypuskála (70.01) matshluta 09. Ný gjallbygging yfirtekur bygginganúmer og matshluta eldri byggingar sem verður rifin.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi fyrir nýrri gjallbyggingu sem verður 516.5m²/4051.0m³
að stærð, mhl. 27 hjá Norðuráli á Grundartanga. Mannvirkið er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.

7.NA - Steypuskáli - Mhl.57 - byggingarleyfisumsókn

2108024

Sótt er um byggingarleyfi til að byggja nýjan steypuskála við Katanesveg 5, Grundartanga (70.10) samtengdan austan við núverandi steypuskála (70.01) matshluta 09.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila byggingarleyfi fyrir nýjum steypuskála sem verður 9935.2m²/148553.6m³ að stærð, mhl. 57 hjá Norðuráli á Grundartanga. Mannvirkið er í samræmi við gildandi deiliskipulag.


Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.

8.Fornistekkur 37-byggingarleyfi-geymsla L202369

2103145

Sótt er um byggingarleyfi fyrir 50m² geymslu í stað gestahúss.
Stærð geymslu skal vera 50m2 að stærð sem er sjálfstæð viðbót við sumarhúsið 89,2m2, heildarmagn bygginga á
svæðinu verða því 139,2m2 og eru því innan stærðarmarka deiliskipulags sem kveðu á um 140m2 heildarstærð.
Sjálfstæða húsið verður með mænisás (4m) í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu. Nefndin telur að gera þurfi verulegar breytingar á gildandi deiliskipulagi. Afgeiðslu vísað til sveitarstjórnar.

9.Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum: Opnun verkfærukistu loftslagsvænni sveitarfélög.

2109033

Kynning á verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum er ætlað að efla og styðja íslensk sveitarfélög við að vinna aðgerðamiðaða stefnumótun í loftslagsmálum að markmiðum Parísarsamningsins.
Afgreiðslu frestað.

10.Fellsendavegur-héraðsvegur

2012031

Svarbréf Vegagerðarinnar við fyrirspurn Hvalfjarðarsveitar um veg milli Hringvegar (1-g1) og Akrafjallsvegar (51-02).
Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að vinna málið áfram með lögmanni sveitarfélagsins.

11.Reiðvegir Hvalfjarðarsveit

2105003

Svar við upplýsingum um framkvæmdir fyrir árið 2020 og áætlun um fyrir árið 2021.
Málið var á dagskrá (fundur nr:140) þann 04.05.2021 lið 8.
Svarbréf lagt fram til kynningar.

12.Gönguleiðir í Hvalfjarðarsveit.

2108014

Verkefni hjá Markaðsstofu Vesturlands sem unnin var í sumar við það að GPS mæla gönguleiðir á Vesturlandi. Um er að ræða svæðin Hafnarfjall, Síldarmannagötur, Akrafjall, Álfholtsskógur, Bláskeggsbrú og Paradísarfoss.
Lagt fram.

13.Glymsvæðið í landi Stóra-Botn

2009025

Samningsdrög við Björgunarfélagið á Akranesi vegna framkvæmda við Glym á komandi árum.
Farið yfir samningsdrög, Umhverfis- og skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram fyrir næsta umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar