Fara í efni

Sveitarstjórn

335. fundur 24. ágúst 2021 kl. 15:00 - 15:34 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Daníel A. Ottesen, varaoddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 334

2108001F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 39

2108002F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku EÓG og GJ.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 39 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við Þrótt ehf með fyrirvara á samþykki Veitna ohf, RARIK ehf og Mílu ehf og Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga við Þrótt ehf., með fyrirvara um samþykki Veitna ohf., RARIK ehf. og Mílu ehf. Sveitarstjórn felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá sameiginlegum verksamningi þar um við Þrótt ehf."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


  • 2.2 2009013 Hitaveita
    Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 39 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppkast af samningi við landeigendur verði samþykktur og samningur við Veitur ohf verði samþykktur með fyrirvara er varðar gr. 4 um mögulega yfirtöku Veitna ohf á veitunni.
    Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja gjaldskrá með fyrirvara um undirritaða samninga við Veitur og landeigendur.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um drög að samningi við landeigendur, samning við Veitur ohf. ásamt gjaldskrá með þeim fyrirvara sem um er getið. Lögfræðingi sveitarfélagsins verði falið að yfirfara gögnin ásamt samþykktum og reglum fyrir veituna áður en ritað verði undir. Jafnframt verði kannað með bindandi skuldbindingar væntanlegra notenda veitunnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, MN og EÓG sátu hjá.

    Marteinn Njálsson og Elín Ósk Gunnarsdóttir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum:
    "Vegna máls númer 2.2 2009013 - Hitaveita sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.
    Við teljum afar mikilvægt að Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar komi því skýrt til skila að öllum íbúum sveitarfélagsins á köldum svæðum eða þeim sem hyggjast fara í hitaveituframkvæmdir standi til boða sama aðkoma sveitarfélagsins í formi styrkja og samninga."

    Til máls tók EÓG.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 39 Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja tilboð lægstbjóðanda, Jónasar Guðmundssonar ehf með fyrirvara um samþykktir Veitna ohf og landeigendur.

    Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Jónas Guðmundsson ehf. um leið og undirritaðir samningar við landeigendur og Veitur ohf. liggja fyrir. Jafnframt skulu liggja fyrir skrifleg og bindandi samþykki væntanlegra notenda veitunnar um tengingu við veituna. Sveitarstjórn felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi við Jónas Guðmundsson ehf. að frágengnum ofantöldum atriðum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

    Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

3.Landbúnaðarnefnd - 17

2108003F

Fundargerðin framlögð.
  • 3.1 2108009 Fjallskil 2021.
    Landbúnaðarnefnd - 17 Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2021.

    Fjallaskilaseðill Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2021

    A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar.
    Leitardagur er á laugardegi fyrir réttir.
    Fyrri leitir Núparétt sunnudaginn 12. sept kl:13 og seinni rétt laugardaginn 25.sept þegar smölun lýkur
    Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
    Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
    Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
    Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

    B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.
    Fyrri Reynisrétt laugardaginn 18. Sept. þegar smölun lýkur og seinni
    rétt laugardaginn 25. Sept. þegar smölun lýkur
    Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Sigurgeir Guðni Ólafsson.
    Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
    Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson.

    C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.
    Fyrri Svarthamarsrétt sunnudaginn 19. sept kl: 10 og seinni rétt
    sunnudaginn 3.okt þegar smölun lýkur
    Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
    Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
    Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Brynjólfur Ottesen.
    Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

    Bent er á að huga að sóttvörnum eins og kostur er.
    Ef breytingar verða á samkomutakmörkum verður það auglýst síðar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir og staðfestir afgreiðslu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ráðning félagsmálastjóra.

2009038

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir á grundvelli breytinga sem fyrirséð er að verði á málaflokknum hjá sveitarfélaginu í nánustu framtíð, t.a.m. stendur til að rekstri verði hætt í Herdísarholti sem hefur verið eina búsetuúrræði sveitarfélagsins fyrir fullorðna einstaklinga með fötlun, þurfi að endurmeta og endurskoða starfið, viðfangsefni þess og umfang. Vinna þess efnis mun fara fram á vegum sveitarstjórnar á komandi vetri. Í ljósi þessa fellur sveitarstjórn frá fyrirhugaðri fastráðningu félagsmálastjóra og felur sveitarstjóra að gera nauðsynlegar ráðstafanir svo ráða megi einstakling tímabundið í starf félagsmálastjóra til eins árs, og þá mögulega í hlutastarf, á meðan framangreind vinna við nánari skilgreiningu starfsins fer fram hjá sveitarfélaginu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Eystri-vestri Leirárgarðar vegstæði.

2106060

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins vegna óskar bréfritara um fund vegna málsins sem sveitarstjórn samþykkir að verða við. Sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins er falið að svara erindinu og að hafa milligöngu um að fundur verði haldinn eins fljótt og kostur er. Fundinn muni sitja f.h. sveitarfélagsins, sveitarstjóri, oddviti, skipulags- og umhverfisfulltrúi, formaður umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar, fulltrúi Í-listans auk lögmanns sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Marteinn Njálsson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins. Jóhanna Harðardóttir, varamaður, tók sæti Marteins undir þessum lið.

Til máls tóku EÓG, GJ og JH.

6.Sundlaugin að Hlöðum - beiðni um breytingu sbr. samningsákvæði.

2108016

Erindi frá Ravisa ehf.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku EÓG og LBP.

7.Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10593-2020 er varðar úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnsýslukæru nr. 90-2018.

2108015

Erindið framlagt.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að meta hvort tilefni er til að tjá sig frekar um beiðnina en nú þegar hefur verið óskað eftir fresti þar að lútandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2108011

Erindi frá danshópnum Sporinu.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu með þeim skilyrðum að ekki komi til aukins kostnaðar vegna þrifa á húsnæðinu og jafnframt sé forgangur aðila sem greiði leigu að húsnæðinu. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2108012

Erindi frá Skraddaralúsum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu með þeim skilyrðum að ekki komi til aukins kostnaðar vegna þrifa á húsnæðinu og jafnframt sé forgangur aðila sem greiði leigu að húsnæðinu. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku MN, BÞ og LBP.

Fundi slitið - kl. 15:34.

Efni síðunnar