Fara í efni

Landbúnaðarnefnd 2009-2021

17. fundur 18. ágúst 2021 kl. 15:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Baldvin Björnsson formaður
  • Magnús Már Haraldsson aðalmaður
  • Lilja Guðrún Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen embættismaður
Dagskrá

1.Fjallskil 2021.

2108009

Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2021.
Göngur og réttir í Hvalfjarðarsveit 2021.

Fjallaskilaseðill Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2021

A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar.
Leitardagur er á laugardegi fyrir réttir.
Fyrri leitir Núparétt sunnudaginn 12. sept kl:13 og seinni rétt laugardaginn 25.sept þegar smölun lýkur
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson.
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.
Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru.
Fyrri Reynisrétt laugardaginn 18. Sept. þegar smölun lýkur og seinni
rétt laugardaginn 25. Sept. þegar smölun lýkur
Leitarstjórar eru Bjarki Borgdal Magnússon og Sigurgeir Guðni Ólafsson.
Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.
Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Haraldur Benediktsson.

C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir.
Fyrri Svarthamarsrétt sunnudaginn 19. sept kl: 10 og seinni rétt
sunnudaginn 3.okt þegar smölun lýkur
Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Guðmundur Brynjólfur Ottesen.
Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

Bent er á að huga að sóttvörnum eins og kostur er.
Ef breytingar verða á samkomutakmörkum verður það auglýst síðar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Efni síðunnar