Fara í efni

Sveitarstjórn

331. fundur 08. júní 2021 kl. 15:00 - 15:39 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Marteinn Njálsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2009038 - Ráðning félagsmálastjóra. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 330

2105004F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 25

2105005F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 25 Á 24. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær.

  Nefndin vísar nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit til samþykktar hjá sveitarstjórn og leggur til að reglur Hvalfjarðarsveitar um félagslega liðveislu, reglur um félagslega heimaþjónustu og reglur um akstursþjónustu verði felldar úr gildi.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að reglur um félagslega liðveislu, reglur um félagslega heimaþjónustu og reglur um akstursþjónustu falli úr gildi við gildistöku reglna um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 25 Umsóknarfrestur var framlengdur til 28. maí sl. og liggur fyrir ein umsókn frá Foreldrafélagi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Í umsókninni er óskað eftir 150,000 kr. styrk til sumarhátíðar fyrir fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit og uppfyllti umsóknin skilyrði sjóðsins.

  Nefndin ákvað að styrkja Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar um 150,000 kr. og vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar við afgreiðslu umsókna í íþrótta- og æskulýðssjóð."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 24

2105006F

Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Menningar- og markaðsnefnd - 24 Alls bárust 6 umsóknir í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar.

  Ravisa sem rekur sundlaugina að Hlöðum sækir um 105.000 kr. styrk vegna viðburðar í sundlauginni á Hvalfjarðardögum.

  Kór Saurbæjarprestakalls sækir um 200.000 kr. styrk til að halda út tónlistarstarfi. Kórinn hyggst halda tónleika eigi síðar en í haust.

  Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ sækir um 200.000 kr. styrk til að halda tónleika í kirkjunni.

  Fjölskyldan á Leirá sækir um 280.000 kr. styrk til að standa undir kostnaði við Fly-in dag á Hvalfjarðardögum.

  Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland sækja um 300.000 kr. styrk vegna sýningar á kirkjulistaverkum í Hallgrímskirkju í Saurbæ.

  Áskell Þórisson sækir um 220.000 kr. styrk til að halda ljósmyndasýningu.

  Menningar- og Markaðsnefnd ákvað að veita Kór Saurbæjarprestakalls 200.000 kr. styrk, Sumartónleikar í Hallgrímskirkju 175.000 kr. styrk, Ravisa 75.000 kr., Áskell Þórisson 75.000 kr., Fly-in dagur 150.000 kr., Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland 75.000 kr.

  Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar við afgreiðslu umsókna í Menningarsjóð."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  Til máls tók DO.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 141

2105002F

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 141 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhafa samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafi að Neðra Skarði II (L176172). Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhafa að Neðra Skarði II (L176172) samkvæmt 1. mgr., 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 141
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Asparskóga 3, 4, 5, 7, 8, 19 og 20 og landeiganda.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum að Asparsskógum 3, 4, 5, 7, 8, 19 og 20 ásamt landeiganda landssins samkvæmt 2. mgr., 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 141 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að ekki séu nægilega veigamiklar ástæður fyrir því að breyta núgildandi deiliskipulagi að Vestri-Leirárgörðum þannig að hin umrædda skipulagskvöð um umferðarrétt verði felld úr gildi.
  Vegna hagsmuna allra þeirra aðila sem eiga þátt í málinu verði að ná samkomulagi um breytingu á akstursleiðinni áður en hægt sé að samþykkja hið framlagða deiliskipulag.

  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna deiliskipulagstillögunni.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að hafna framlagðri deiliskipulagstillögu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, EÓG sat hjá.

  Marteinn Njálsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 141
  Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarsjórn að samþykkja stofnun lóðanna Hliðarfótar I, Hlíðarfótar II og Tjarnar úr landi Hlíðarfótar (L133180). í framlögðum gögnum koma fram upplýsingar um aðkomu og öflun neysluvatns.
  Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita skal umsagnar hjá stofnun Árna Magnússonar um nafngift lóðanna.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um stofnun lóðanna Hlíðarfótar I, Hlíðarfótar II og Tjarnar úr landi Hlíðarfótar (L133180)."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Kosningar skv. 7. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar nr. 554 frá 29. maí 2013.

2106006

Kosning oddvita og varaoddvita.
Tillaga kom fram um að Björgvin Helgason yrði oddviti og var tillagan samþykkt með 5 atkvæðum, MN og EÓG sátu hjá.

Tillaga kom fram um að Daníel Ottesen yrði varaoddviti og var tillagan samþykkt með 5 atkvæðum, MN og EÓG sátu hjá.

6.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

2106005

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 19. júlí til og með 30. júlí nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjórnarfundur sem vera ætti þann 27. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 10. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ráðning félagsmálastjóra

2009038

Starfsmannamál.
Í september 2020 var Sólveig Sigurðardóttir ráðin tímabundið til eins árs í 100% starf félagsmálastjóra. Því ráðningarsambandi mun ljúka þann 30. september nk. en fyrir liggur að Sólveig mun ekki sækjast eftir endurráðningu.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar félagsmálastjóra fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að auglýsa starf félagsmálastjóra. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, Björgvini Helgasyni og Helga Pétri Ottesen að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu félagsmálastjóra hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Elín Ósk Gunnarsdóttir lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Lagt er til að Elín Ósk Gunnarsdóttir verði einnig aðili að ráðningarhópi vegna ráðningar félagsmálstjóra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók EÓG.

8.53. stjórnarfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

2106013

Tilnefning aðalfundarfulltrúa auk tilnefningar tveggja stjórnarmanna fyrir næsta starfsár.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að Guðjón Jónasson og Marteinn Njálsson verði aðalmenn í stjórn Vatnsveitufélagsins næsta tímabil og Daníel Ottesen og Elín Ósk Gunnarsdóttir verði varamenn í stjórn félagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Aukaaðalfundur HeV 2021.

2105048

Fundargerð, minnisblað og samþykkt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir breytta samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sem þegar hefur hlotið samþykki bæði Heilbrigðisnefndar sem og aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Breytt samþykkt felur m.a. í sér að Kjósarhreppur verði hluti af starfssvæði HEV."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga og ákvörðun vatnsgjalds.

1911027

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.

2106015

Erindi frá Samband íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í fjölskyldu- og frístundanefnd.

12.Breytingar á jarðalögum 1. júlí 2021.

2106001

Erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í USN nefnd.

13.Launaþróun sveitarfélaga.

2106014

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt.

14.Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022.

2106012

Erindi frá félagi atvinnurekenda.
Erindið framlagt.

15.898. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2106003

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

16.XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2101126

Fundargerð ásamt skýrslu.
Fundargerð landsþings framlögð ásamt fleiri gögnum.

Fundi slitið - kl. 15:39.

Efni síðunnar