Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

25. fundur 02. júní 2021 kl. 16:30 - 18:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
  • Sólveig Sigurðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Sólveig Sigurðardóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Stuðningur við Knattspyrnufélagið ÍA.

2104004

Erindi frá knattspyrnufélagi ÍA.
Knattspyrnufélagi ÍA er þakkað fyrir erindið.
Vilji er fyrir samstarfi og óskað hefur verið eftir að knattspyrnufélagið komi og kynni starfsemina fyrir börnum í Hvalfjarðarsveit.
Nefndin felur frístunda- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram í samstarfi við Knattspyrnufélagið.

2.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit

2105002

Lokaútgáfa af reglum Hvalfjarðarsveitar um stuðnings- og stoðþjónustu lögð fyrir nefndina.
Á 24. fundi nefndarinnar var farið yfir drög að nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit. Nefndin hefur yfirfarið reglurnar og samþykkir þær.

Nefndin vísar nýjum reglum um stuðnings- og stoðþjónustu í Hvalfjarðarsveit til samþykktar hjá sveitarstjórn og leggur til að reglur Hvalfjarðarsveitar um félagslega liðveislu, reglur um félagslega heimaþjónustu og reglur um akstursþjónustu verði felldar úr gildi.

3.Stuðningur við þróun náms- og starfsferils íbúa í Hvalfjarðarsveit.

2104045

Erindi frá Katrínu Rós Sigvaldadóttur, MA í náms- og starfsráðgjöf.
Á 24. fundi nefndarinnar var erindið lagt fyrir og félagsmálastjóra ásamt formanni var falið að funda með bréfritara og fór sá fundur fram þann 19. maí sl. Erindið fjallar í stuttu máli um stuðning og ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa við ungmenni og forráðamenn eftir grunnskóla. Tilgangurinn er að aðstoða ungmenni við að átta sig á styrkleikum sínum, færni og áhuga til að eiga auðveldara með að ákveða stefnu í námi eða starfi.

Nefndin ætlar að taka þennan hluta erindis Katrínar til frekari skoðunar.

Erindi Katrínar fjallar einnig um náms- og starfsráðgjöf við starfslok íbúa Hvalfjarðarsveitar. Þar fjallar Katrín um þörfina á því að efla upplýsingar og þjónustu við eldra fólk m.a. við undirbúning starfsloka og lífið eftir starfslok til að auka lífsgæði.

Nefndin leggur til í samstarfi við Katrínu Rós að hún verði með fræðsluerindi um náms- og starfsráðgjöf við starfslok fyrir eldri íbúa í Hvalfjarðarsveit. Frístunda- og menningarfulltrúa var falið að sjá um skipulagninguna.

4.Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar- Umsóknir 2021

2104051

Umsóknir.
Umsóknarfrestur var framlengdur til 28. maí sl. og liggur fyrir ein umsókn frá Foreldrafélagi leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Í umsókninni er óskað eftir 150,000 kr. styrk til sumarhátíðar fyrir fjölskyldur í Hvalfjarðarsveit og uppfyllti umsóknin skilyrði sjóðsins.

Nefndin ákvað að styrkja Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar um 150,000 kr. og vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

5.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2105025
Barnaverndarmál
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2006043
Barnaverndarmál
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

7.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2103141
Barnaverndarmál
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

8.Trúnaðarmál

2010014

Mál nr. 2105050
Fjárhagsaðstoð
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

9.Reglur Hvalfjarðarsveitar um stuðningsfjölskyldur

2105051

Umræður um drög að nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur.
Félagsmálastjóri fór yfir drög að nýjum reglum um stuðningsfjölskyldur.

Umræður voru um nýju reglurnar og lagt til að lokaútgáfa þeirra væri klár á næsta fundi nefndarinnar.

10.Leikjanámskeið

2104001

Umræður um leikjanámskeið sumarið 2021.
Ekki er unnt að bjóða upp á leikjanámskeið í júní. Umræður um mögulegt leikjanámskeið í tvær vikur í ágúst áður en skólastarf hefst. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að skipuleggja starfið nánar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Efni síðunnar