Fara í efni

Sveitarstjórn

324. fundur 23. febrúar 2021 kl. 15:00 - 15:31 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2101005 - Starf aðalbókara.
Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 323

2102001F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 131

2102003F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði í fundargerðinni.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 131 Nefndin tekur jákvætt í erindið og heimilar fyrir sitt leyti stöðuleyfi til eins árs fyrir matarvagni á malbikuðu bílaplani við Hvalfjarðargöng, enda liggi fyrir leyfi landeiganda og lóðarhafa.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að heimila stöðuleyfi til eins árs, enda liggi fyrir samþykki landeiganda og lóðarhafa."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 131 Skipulags-, umhverfis- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum en breytingin felst í því að búið er að setja inn texta um niðurstöðu ofanflóðamats um að byggingarreitir liggi utan hættusvæða.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 131 Umhverfis- skipulags- og náttúrverndarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu að breytingu á 1. mgr. 2. gr. samkomulags Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga, frá 06.05.2015, enda taka samningsaðilar sameiginlega ákvörðun um hvort til úthlutunar lóðar á svæðinu kemur, en skv. a-lið 2. mgr. 2. gr. samkomulagsins er áskilið að ný fyrirtæki skili Faxaflóahöfnum, Hvalfjarðarsveit og Skipulagsstofnun umhverfis­skýrslu, þar sem fyrirhugaðri starfsemi er ítarlega lýst. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á 1. mgr., 2. gr. samkomulagsins enda felur hún í sér faglegri nálgun við lóðaúthlutun, þ.e. að byggja í öllum tilfellum á formlegri umhverfisskýrslu um líkleg umhverfisáhrif í stað þess að útiloka ákveðna starfsemi án skoðunar eða mats. Lóðaúthlutun á svæðinu byggir, eins og áður, á sameiginlegri ákvörðun samningsaðila."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 131 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi á Grundartanga, enda bárust engar athugasemdir á auglýsingar- og kynningartíma skipulagsins.
  Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með áorðnum breytingum og afgreiða skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar skv. 3. mgr. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið með áorðnum breytingum sem auglýst hefur verið skv. skipulagslögum nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 131 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Belgsholt nr. 2.
  Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þeir eru að mati nefndarinnar lóðarhafar við Belgsholt nr. 2."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

  Elín Ósk Gunnarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 131 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir upplýsingaskilti á bílaplani við Miðgarð enda liggi fyrir afstaða Vegagerðarinnar vegna staðsetningar skiltisins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um afgreiðslu framkvæmdaleyfisins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Starf aðalbókara.

2101005

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til tillögu og framlagðra gagna frá Björgvini Helgasyni, oddvita, Brynju Þorbjörnsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa og Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráða Sæmund Rúnar Þorgeirsson í 80% starf aðalbókara hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Sæmund Rúnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Endurbætur á Höfða.

2008006

Erindi frá framkvæmdastjóra Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að greiða hlutfallslega af framkvæmdaláni Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis vegna endurbóta og breytinga á húsnæði Höfða. Sveitarfélagið mun greiða af framkvæmdaláninu í samræmi/hlutfalli við eignarhluta þess í Höfða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir jafnframt að fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við áætlanir sveitarfélagsins um uppbyggingu á þjónustu fyrir aldraða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Sparkvöllur við Heiðarskóla.

2102087

Erindi frá Nemendafélagi Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021.

2102088

Erindi frá Kvennaathvarfinu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Fjölskyldu- og frístundanefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

2101128

Innsend umsögn ásamt tillögu starfhóps minni sveitarfélaga.
Framlögð innsend umsögn Hvalfjarðarsveitar ásamt tillögu starfshóps minni sveitarfélaga.

8.Skólaakstur.

1909023

Svarbréf til Mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Framlagt svarbréf lögfræðings Hvalfjarðarsveitar til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Drög að umsögn um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.

2102085

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt.

10.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

2101032

Fundargerð ásamt fundarboði.
Erindið framlagt.

11.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

2102086

Erindi frá Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga.
Erindið framlagt.

12.Íbúakönnun 2020-Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi.

2102083

Niðurstöður íbúakönnunar landshlutanna fyrir Vesturland.
Erindið framlagt.

13.Stofnun Hinsegin Vesturlands - félags fyrir hinsegin fólk á Vesturlandi.

2102084

Kynningarbréf frá félagi Hinsegin fólks á Vesturlandi.
Erindið framlagt, sveitarstjórn fagnar stofnun félagsins.

14.Umsögn um frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál.

2102081

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

15.165. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2102077

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:31.

Efni síðunnar