Fara í efni

Sveitarstjórn

323. fundur 09. febrúar 2021 kl. 15:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Daníel Ottesen, varaoddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Björgvin Helgason boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 322

2101006F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók RÍ.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 20

2101004F

Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 21

2101002F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Fræðslunefnd - 25

2102002F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 25 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja beiðni skólastjóra um að ráða stuðningsfulltrúa í 75% starf við Heiðarskóla til og með 9. júní 2021.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að ráðið sé tímabundið í 75% starf stuðningsfulltrúa við Heiðarskóla."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130

2101009F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á tilgreindum matshlutum á jörðinni Innri-Hólmi, L133691. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að heimila niðurrif á tilgreindum matshlutum á jörðinni Innra-Hólmi, L133691."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130 Umhverfis-, skipulags,- og náttúruverndarnefnd samþykkir erindið með þeim áskilnaði að gengið verði frá kvöð um aðgengi og umferð þar sem við á, einnig kvöð um aðgengi að neysluvatni. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar með þeim kvöðum sem fram koma í bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar að mati nefndarinnar eru lóðarhafar við Asparskóga 3, 4, 5, 7, 8, 19 og 20 og landeiganda. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir þeim lóðarhöfum sem fram koma í bókun nefndarinnar ásamt landeiganda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi Bjarkaráss vegna lóðarinnar Bjarkaráss nr. 6, en málsmeðferð vegna málsins var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt að senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um afgreiðslu erindisins, vegna minniháttar breytingar á deiliskipulagi Bjarkaráss."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytinguna.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og fellst á nafnabreytinguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytinguna.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og fellst á nafnabreytinguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 130 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja nafnabreytinguna.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og fellst á nafnabreytinguna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 6

2101008F

Fundargerðin framlögð.

7.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 með síðari breytingum.

2005007

Lokaafgreiðsla eftir yfirlestur ráðuneytis.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir lagfærða tillögu um breytingar á ákvæðum samþykktar um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013 með síðari breytingum og felur sveitarstjóra að óska að nýju staðfestingar ráðherra á breytingum samþykktarinnar og birtingu í Stjórnartíðindum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

8.Hitaveita.

2009013

Erindi frá Auði Svavarsdóttur f.h. íbúa í Silfurtúni og Bjarkarási 1,5,6,8 og 10.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að boða viðkomandi íbúa til fundar með sveitarstjóra, Björgvini Helgasyni, Guðjóni Jónassyni og Elínu Ósk Gunnarsdóttur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók GJ.

9.Beiðni um lausn frá störfum í menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar.

2101127

Erindi frá Ástu Marý Stefánsdóttur.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Ástu Marý um beiðni um lausn frá störfum í Menningar- og markaðsnefnd. Sveitarstjórn þakkar henni fyrir gott starf í nefndinni og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Tilnefningu nýs fulltrúa í nefndina er frestað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók BÞ.

10.Fundarboð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2101126

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt en boðað er til landsþingsins föstudaginn 26. mars nk.

11.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

2101128

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og senda inn umsögn um frumvarpið á grundvelli tillögu starfshóps minni sveitarfélaga um ákvæði í stað íbúalágmarks en umsagnarfrestur rennur út 18. febrúar nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnu sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

2102008

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

13.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

2101129

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

14.Umsögn um drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins.

2102005

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt.

15.Umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

2012035

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt.

16.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

2101096

Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

18.Umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamál.

2102007

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið framlagt.

19.893. og 894. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2102002

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

20.116. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2101114

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:40.

Efni síðunnar