Fara í efni

Sveitarstjórn

202. fundur 25. ágúst 2015 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Oddviti leitaði afbrigða og óskaði eftir því að tekinn yrði á dagskrá fundarins 11. liður; Skýrsla sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

1.Sveitarstjórn - 201

1508001F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 58

1508004F

AH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.

3.Fjölskyldunefnd - 52

1507003F

ÁH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Fjölskyldunefnd - 52 Stefnumótun fjölskyldunefndar lögð fram til samþykktar. Hún samþykkt og vísað til sveitastjórnar. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu á stefnumótun fjölskyldunefndar. Sveitarstjórn mun vinna áfram með tillöguna í stefnumótunarvinnu fyrir ýmis málefni sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.10. fundur landbúnaðarnefndar.

1508015

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um tilhögun gangna og rétta haustið 2015. Sveitarstjóra falið að birta upplýsingar um dagsetningar gangna og rétta á heimasíðu sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.6. fundur veitunefndar Hvalfjarðarsveitar.

1507030

SÁ fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
Fundargerð framlögð.

6.7. fundur veitunefndar, 20. ágúst 2015.

1508016

SÁ greindi frá fyrirhugaðri lokaúttekt á framkvæmd ljósleiðaralagnar.
Fundargerð framlögð.

7.Álagning fasteignaskatts á sumarhúsaeigendur.

1508004

Bréf frá Landslögum, dagsett 14. ágúst 2015.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins og lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Samkomulag um framkvæmd eftirlits vegna ríkisstyrkja Hvalfjarðarsveitar til Silicor Material Iceland ehf. og umboð til endurkröfu.

1508017

Frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Oddviti bar uppeftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt samkomulag milli Hvalfjarðarsveitar og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um framkvæmd eftirlits vegna ríkisstyrkja Hvalfjarðarsveitar til Silicor Material Iceland ehf. og umboð um endurkröfu og felur sveitarstjóra undirritun þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. AH situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

9.Másstaðir 3 - Smáhýsi 5 talsins

1505027

Afgreiðsla að fengnu áliti Skipulagsstofnunar og lögmanns sveitarfélagsins
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Byggingarleyfisumsókninni er synjað að svo stöddu þar sem umsóknin samræmist ekki aðalskipulagi sveitarfélagsins sbr. umsögn Skipulagsstofnunar frá 22. júní sl.
Hafin er vinna við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir sambærilegum framkvæmdum þó þannig að eingöngu sé heimilt að byggja þrjú frístundahús á hverri jörð, samkvæmt skipulagslýsingu sem nú liggur fyrir. Þá gerir skipulagslýsingin ráð fyrir því að þegar fleiri en tvö íbúðarhús/frístundahús séu ráðgerð á sömu jörð skuli deiliskipuleggja svæði sem nær yfir öll húsin. Er umsækjanda bent á að fylgjast með kynningar- og auglýsingarferli tillögunnar. Í ljósi þess að tillagan gerir ráð fyrir því að vinna þurfi deiliskipulag er umsækjanda bent á að hann geti á eigin ábyrgð látið vinna tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar eða þess svæðis sem byggja á umrædd hús sem mögulegt væri að auglýsa til kynningar samhliða aðalskipulagsbreytingunni til að flýta því ferli. Er umsækjanda bent á að hafa samvinnu um það við skipulagsfulltrúa vilji hann fara þá leið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. HS situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

10.52. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1508013

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri fór yfir helstu störf sín frá síðasta fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar