Fara í efni

Sveitarstjórn

317. fundur 10. nóvember 2020 kl. 15:15 - 16:22 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2009040 - Eftirlitsmyndavélar.
Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Brynja Þorbjörnsdóttir og Ragna Ívarsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað, Teams.

1.Sveitarstjórn - 316

2010006F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 18

2010007F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 18 Nefndin gerir engar athugasemdir við stöðu mála. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir ánægju með að jafnræði sé í kynjahlutföllum nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum sveitarfélagsins, eða 50 karlar og 51 kona. Ljóst er að markmiðum um sem jafnast kynjahlutfall er náð en samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar skal kynjahalli ekki vera undir 40%."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 32

2011002F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 32 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlengingu á snjómoksturssamning til 30.04.2022 samkvæmt ákvæði í verðkönnunargögnum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um framlengingu snjómoksturssamnings til 30. apríl 2022, sbr. ákvæði í verðkönnunargögnum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 32 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verðtilboð Verkís í vinnu við verkhönnun, teikningar, útboðs- og verklýsingu, magntöku og kostnaðaráætlun. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir verðtilboð Verkís í vinnu við verkhönnun, teikningar, útboðs- og verklýsingu, magntöku og kostnaðaráætlun."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 32 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð Verkís í vinnu við skoðun, tillögur að endurbótum, útboðs- og verklýsingu, teikningar, magntöku og kostnaðaráætlun. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tilboð Verkís í vinnu við skoðun, tillögur að endurbótum, útboðs- og verklýsingu, teikningar, magntöku og kostnaðaráætlun."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 32 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun 2021-2024. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða viðhaldsáætlun og vísar henni til fjárhagsáætlunar 2021-2024."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og EÓG voru á móti.

    Ragna lagði fram eftirfarandi bókun:
    Fulltrúar Íbúalistans gera alvarlega athugasemd vegna bókunar oddvita og geta ekki samþykkt hana eins og hún stendur.
    Ekki hafa borist umbeðin gögn fyrir fund sveitarstjórnar þ.e. Viðhaldsáætlun 2021-2024, þó beiðni um slíkt hafi verið sett fram í dag. Það er með öllu óásættanlegt að ætlast til að sveitarstjórnarfulltrúar greiði atkvæði um svo stórt mál án þess að hafa umbeðin gögn undir höndum.
    Jafnframt áréttum við, fulltrúar Íbúalistans, að vinnubrögð sem þessi verði ekki viðhöfð og bætt verði úr hið fyrsta.

    Ragna Ívarsdóttir og Elín Ósk Gunnarsdóttir.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126

2010008F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimilt verði að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að falla frá grenndarkynningu þar sem óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimilt verði að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 4.5 2010085 Hæðarbyggð 1
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir Hæðarbyggð 1 samkvæmt 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila vinnu við breytingu á deiliskipulagi fyrir Hæðarbyggð 1 samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tók fyrir erindi málsaðila við spurningum um Skólastíg 3.
    1) Lóðin er skilgreind sem þjónustustofnanir (þs) í gildandi aðalskipulagi. Möguleiki væri að hafa ráðstefnu- og menningarsetur en heimilar ekki einhliða gisti- og veitingarekstur í gildandi aðal- og deiliskipulagi.
    2) Kvaðir eru á eigninni varðandi hitaveituvatn, og bendir nefndin málsaðila á að skoða þinglýst gögn varðandi sölu á milli núverandi eiganda og Hvalfjarðarsveitar.
    3) Samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi er ekki heimilt að eiga lögheimili á Skólastíg 3.

    Nefndin er reiðubúin til frekari viðræðna um skipulag vegna nýtingarmöguleika á lóðinni.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tók fyrir erindi málsaðila við spurningum um Skólastíg 3.
    Nefndin er reiðubúin til frekari viðræðna um skipulag vegna nýtingarmöguleika á lóðinni.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggst gegn því að breyta deiliskipulagi varðandi mænisstefnu á lóð nr. 65 í Eyrarskógi.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar um að heimila ekki breytingu deiliskipulags varðandi mænisstefnu á lóð nr. 65 í Eyrarskógi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd ítrekar fyrri umsögn sem var bókuð á fundi nefndarinnar þann 09.ágúst 2018.

    Í frummatsskýrslunni segir m.a. að „framkvæmdin sé að öðru leyti í samræmi við það byggingarmagn sem leyft er í gildandi deiliskipulagi svæðisins og önnur ákvæði og því telur framkvæmdaaðili ekki vera þörf á endurskoðun deiliskipulags vegna þess. Með vísan til þess sem fram kemur hér að framan leggur Hvalfjarðarsveit áherslu á að deiliskipulagið verði endurskoðað með tilliti til framleiðsluaukningar og breyttra byggingaráforma þar sem núverandi deiliskipulag sé ekki fullnægjandi hvað þessi atriði varðar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar þar sem ítrekuð er fyrri umsögn hennar frá 9. ágúst 2018 þar sem m.a. er lögð áhersla á að deiliskipulagið verði endurskoðað m.t.t. framleiðsluaukningar og breyttra byggingaráforma þar sem núverandi deiliskipulag er ekki fullnægjandi hvað þessi atriði varðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd þakkar tillöguna.
    Í fjárhagsáætlun 2021-2024 er gert ráð fyrir fjármagni til að vinna deiliskipulag á Melahverfi III í samræmi við endurskoðun á aðalskipulagi 2020-2032.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 126 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við endurskoðun á stefnu Reykjavíkurborgar um skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdum málaflokkum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn við endurskoðun á stefnu Reykjavíkurborgar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Uppsögn á starfi byggingarfulltrúa.

2011018

Erindi frá Guðnýju Elíasdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar byggingarfulltrúa fyrir hennar störf í þágu sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að auglýsa starf byggingarfulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, Guðjóni Jónassyni og Marteini Njálssyni að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu byggingarfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillaga um viðauka nr. 12 - 16 við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2020.

2011020

Viðaukar nr. 12-16.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins sem felur í sér kr. 5.717.750 viðbótarfjárheimild til leikskólans Skýjaborgar vegna launakostnaðar langtímaveikinda, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda og bókhaldslykla vegna nýrrar stöðu félagsmálastjóra í stað samnings við Akraneskaupstað, engin aukafjárveiting fylgir viðaukanum.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna þjónustuaukningar í heimaþjónustu aldraðra, ekki er um aukafjárveitingu að ræða.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna aukins þjónustustigs Félagsmiðstöðvar, ekki er um aukafjárveitingu að ræða.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna vinnu við skjalavistunarmál Tæknideildar, ekki er um aukafjárveitingu að ræða."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Auglýsing um ákvörðun samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags.

2011015

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Tilkynning um framlengingu heimildar sem veitt var með auglýsingu í Stjórnartíðindum nr. 230/2020. Heimildin gildir til 10. mars 2021.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar heimilar, eins og áður á grundvelli þessa, fjarfundi sveitarstjórnar og fastanefnda sveitarfélagsins til að tryggja starfshæfni þegar aðstæður krefjast þess og að staðfesting fundargerða verði í samræmi leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Eftirlitsmyndarvélar

2009040

Erindi frá Lögreglustjóranum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir eftirlitsmyndavélar/öryggismyndavélar á tveimur stöðum í Hvalfjarðarsveit, sbr. bókun USN nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2021-2024.

2010082

Fjárhagsáætlun ásamt greinargerð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2021-2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Beiðni um styrk vegna jólaúthlutunar Mæðrastyrksnefndar Akraness.

2010087

Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akraness sem úthlutar jafnframt í Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 150.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. Sveitarstjórn þakkar Mæðrastyrksnefnd fyrir gott og þarft starf á krefjandi tímum."

Íbúalistinn lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 500.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. Sveitastjórn vill jafnframt þakka Mæðrastyrksnefnd Akraness fyrir þeirra góða starf á þessum krefjandi tímum."

Fundarhlé kl. 16:05
Fundi framhaldið kl. 16:17

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sammælist um eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir í ljósi núverandi aðstæðna, Covid-19, að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 250.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð. Sveitarstjórn þakkar Mæðrastyrksnefnd fyrir gott og þarft starf á krefjandi tímum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku RÍ, EÓG, HH og DO.

11.Beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum.

2010074

Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Erindið var sent til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem áframsendi það til sveitarfélaganna á Vesturlandi.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir með bréfriturum að heimsfaraldur Covid-19 og sóttvarnaraðgerðir ríkisins hafa haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna. Fasteignaskattur er hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga, sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og með málefni sveitarfélaga fer samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Sveitarfélög hafa í þessu sambandi lítið svigrúm og heimild til breytinga eða frestun greiðslna. Úrlausnarefnið er því flókið, bæði tæknilega og efnahagslega, og þörf á samstilltum aðgerðum sveitarfélaga og ríkisins. Sveitarstjórn samþykkir að erindinu verði svarað í samráði og samstöðu allra sveitarfélaganna á Vesturlandi, að það verði lagt fyrir stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og að samtökin svari erindinu sameiginlega fyrir hönd allra sveitarfélaganna á Vesturlandi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Yfirlýsing, kröfur og tillögur.

2011016

Erindi frá baráttuhópi smærri fyrirtækja,einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar til svars í lið nr. 11."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Umsögn um frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

2010078

Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Framlagt.

14.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.

2011012

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Framlagt.

15.Umsögn um drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðila.

2011014

Erindi frá Þjóðskjalasafni Íslands.
Framlagt.

16.Móttökusveitarfélög-beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni.

2011013

Erindi frá Félagsmálaráðuneyti.
Framlagt.

17.890. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2011002

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:22.

Efni síðunnar