Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

32. fundur 06. nóvember 2020 kl. 08:00 - 10:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Einar Engilbert Jóhannesson aðalmaður
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðný Elíasdóttir embættismaður
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðný Elíasdóttir Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Snjómokstur og hálkueyðing 2019-2022 - Verðkönnun og samningar

1910031

Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin vill framlengja snjómoksturssamning til og með 30.04.2022 samkvæmt ákvæði í verðkönnunargögnum.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlengingu á snjómoksturssamning til 30.04.2022 samkvæmt ákvæði í verðkönnunargögnum.

2.Melahverfi - Opin svæði

2001041

Hvalfjarðarsveit hefur óskað eftir verðtilboði frá tveimur hönnunarstofum vegna vinnu við opin svæði í Melahverfi. Um er að ræða Verkís og Landmótun. Verðtilboð barst einungis frá Verkís.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verðtilboð Verkís í vinnu við verkhönnun, teikningar, útboðs- og verklýsingu, magntöku og kostnaðaráætlun.

3.Heiðarskóli - Þak

2008023

Hvalfjarðarsveit hefur óskað eftir verðtilboði frá tveimur verkfræðistofum vegna skoðunar og tillögu að endurbótum á þaki í Heiðarskóla. Um er að ræða verkfræðistofurnar Mannvit og Verkís. Verðtilboð barst frá báðum aðilum. Búið er að yfirfara tilboðin og var Verkís með lægra tilboð.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tilboð Verkís í vinnu við skoðun, tillögur að endurbótum, útboðs- og verklýsingu, teikningar, magntöku og kostnaðaráætlun.

4.Lækjarmelur - Endurbætur á götu

2011003

Erindi frá íbúa Lækjarmels í Melahverfi sem varðar lagfæringu á götu, gangstéttum, kantssteinum og götuniðurföllum. Óskað er eftir að gert sé ráð fyrir fjármagni til framkvæmda árið 2021.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur umsjónarmanni eigna að vinna málið áfram.

5.Viðhaldsáætlun - 2021-2024

2010046

Framlögð er tillaga byggingarfulltrúa og umsjónarmanni eigna varðandi viðhaldsáætlun fyrir árin 2021-2024.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun 2021-2024.

6.Tillaga til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar frá fulltrúum Íbúalistans.

2010076

Á 316.fundi sveitarstjórnar samþykkti sveitarstjórn að vísa tillögum Íbúalistans til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar sem er svohljóðandi:
"Við kaup á lóðum í eigu Hvalfjarðarsveitar greiði kaupandi 50% við undirritun kaupsamnings og 50% þegar byggingarstigi 4 er náð samkvæmt ÍST 5 Byggingastig húsa, þó eigi síðar en 8 mánuðum frá undirritun kaupsamnings."
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að skoða málið með tilliti til þeirra laga sem gilda um gatnagerðargjöld og þeirra reglna sem í gildi eru í sveitarfélaginu með það fyrir augum að dreifa gjalddögum seinni hluta gatnagerðargjalda.

7.Ljósleiðari - Gagnbeiðni um fjarskiptanet

2011005

Póst- og fjarskiptastofnun hefur óskað eftir gögnum varðandi fjarskiptainnviði frá sveitarfélaginu og vísar til 62.gr. fjarskiptalaga sem gerir sveitarfélaginu skylt að veita upplýsingar á því formi sem stofnunin ákveður.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna þessar upplýsingar með aðstoð frá aðkeyptum verktaka. Kostnaður liggur ekki fyrir en bókfærist af deild 13009.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Efni síðunnar