Fara í efni

Sveitarstjórn

315. fundur 13. október 2020 kl. 15:00 - 15:28 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason,oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 314

2009005F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 21

2009004F

Fundargerðin framlögð.

EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123

2008008F

Fundargerðin framlögð.

Á 314. sveitarstjórnarfundi var lögð fram fundargerð nefndarinnar með sama númeri en sú fundargerð átti að vera númer 124 og leiðréttist það hér með.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 125

2010001F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 4.1 1908039 Deiliskipulag-Móar
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 125 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 40. og 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 125 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 125 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdarleyfið.
  Nefndin óskar eftir framtíðaráformum landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir með nefndinni um ósk eftir framtíðaráformum landeigenda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fara í flæðigryfjur á Grundartanga."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 125 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdarleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir landeigendum innan Kúludalsár, Innra- Hólms, Kirkjubóls og Grafar. Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeigendum innan Kúludalsár, Innra-Hólms, Kirkjubóls og Grafar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 125 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila niðurrif á tilgreindum matshlutum á jörðinni Narfastaðir, L133790. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar heimilar niðurrif á tilgreindum matshlutum á jörðinni Narfastaðir, L133790."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 125 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við skipulags- og matslýsingu við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita jákvæða umsögn við skipulags- og matslýsingu við endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 17

2010002F

Fundargerðin framlögð.

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 5.3 1805029 Ungmennaráð
  Fjölskyldu- og frístundanefnd - 17 Þorsteinn Már Ólafsson gefur ekki lengur kost á sér í Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.

  Nefndin tilnefnir Bjarka Rúnar Ívarsson til setu í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tilnefningu nefndarinnar um að Bjarki Rúnar Ívarsson verði nýr fulltrúi í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 17 Nefndin samþykkti nýjar reglur eftir fyrirmynd ráðuneytis. Um er að ræða sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk á skólaárinu 2020-2021 fyrir börn fædd á árunum 2005-2014 og eru með lögheimili á tekjulágum heimilum í Hvalfjarðarsveit. Heildarstyrkur á hvert barn er allt að 45.000 kr.

  Nefndin vekur athygli á því að hér er um aukastyrki að ræða sem fjármagnaðir eru af ríkissjóði og hafa ekki áhrif á íþrótta- og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar.

  Nefndin vísar reglum um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021 til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 17 Nefndin þakkar Aflinu fyrir erindið en getur ekki orðið við styrkveitingu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og óskar samtökunum velfarnaðar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Drög að frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum

2002027

Bréf frá LEX til samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins f.h. Hvalfjarðarsveitar, Fljótsdalshrepps, Grímsnes-og Grafningshrepps og Skorradalshrepps vegna athugasemda við frumvarpsdrögin.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ekki athugasemdir við framlögð drög að sameiginlegu bréfi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en sveitarstjórn samþykkti á 312. fundi að vera með og taka þátt í útlögðum kostnaði við sameiginlegt erindi sveitarfélaganna um athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.RK ehf - Rekstrarleyfi

2010006

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Skólastígur 3 - skipulag og nýting

2010024

Erindi frá Geir K. Theodórssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Skólastígur 3 - skipulag og nýting

2010029

Erindi frá Lifandi samfélagi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Árshlutareikningur Hvalfjarðarsveitar janúar-ágúst 2020

2010031

Árshlutareikningur gerður af Endurskoðunarstofunni Álit ehf.
Framlagður árshlutareikningur janúar til ágúst 2020 sem unninn var af Jóhanni Þórðarsyni endurskoðanda.

11.Hugsanlegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum

2009041

Sameiginleg umsögn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir hönd allra eigenda Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði eftir afstöðu sveitarfélaganna á Vesturlandi um þann möguleika að Kjósarhreppi verði bætt við starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Sameiginlegt svar fyrir hönd allra eigenda Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verður sent til ráðuneytisins af formanni Heilbrigðisnefndar Vesturlands, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þess efnis að eigendur séu tilbúnir til viðræðna við Kjósarhrepp og ráðuneytið um að Kjósarhreppur komi að rekstri HEV.

12.Girðingar á vegum opinberra aðila

2010036

Erindi frá Vegagerðinni vegna starfshóps á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar.
Skipaður hefur verið starfshópur á vegum allra ráðuneyta ríkisstjórnarinnar með það að markmiði að móta samstarf helstu aðila sem hagsmuna hafa að gæta varðandi umbætur og hagræðingu vegna girðinga og hvernig samstarfið verði best unnið á svæðisvísu. Starfshópurinn hefur hafið undirbúning fyrsta áfanga verkefnisins og óskað eftir aðstoð við gagnaöflun, s.s. um legu og umfang girðinga hverrar stofnunar, sveitarfélaga og eftir atvikum annara aðila eftir landsvæðum. Hópurinn vinnur jafnframt greiningu á helstu hagsmunum, áskorunum og tækifærum til úrbóta við núverandi aðstæður s.s. m.t.t. kostnaðar, gróðurverndar, ræktunar, dýraverndar og umferðaröryggis.
Hvalfjarðarsveit hefur nú þegar svarað erindi Vegagerðarinnar og sent umbeðnar upplýsingar.

13.85.-88. fundir menningar- og safnanefndar

2010022

Fundargerðir ásamt verkefnastöðulista.
Fundargerðirnar framlagðar.

14.887.-888. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2010005

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:28.

Efni síðunnar